Upplýsingaskilti um Hlíðarhúsin? Hús alþýðunnar hafa gleymst.

Nú er er orðið svo óralangt síðan síðuhafi lá í bókum Jóns Helgasonar og fleiri um Reykjavík fyrri daga, að fara þarf varlega í að reyna að rifja það upp. fHlíðarhúsHitt er þó víst, að eitt af því, sem vakti hvað mesta forvitni þá og gerir enn, eru fyrirbrigði á borð við svonefnd Hlíðarhús sem stóðu á svæði við vesturhluta gömlu hafnarinnar, þar sem nú eru Nýlendugata og Vesturgata. 

Fróðlegt væri að vita hvernig þessi hús voru að innan, miðað við það hve nálægt höfninni þau stóðu og gátu því borið keim að því að vera íverustaðir og vinnusvæði i bland. 

Í hugann koma skúraraðirnar sem voru fyrri hluta síðustu aldar við Skúlagötu.  

Það er nefnilega ekki síður ástæða til þess að gefa húsakosti alþýðu fyrri alda gaum, heldur en eintómum stórbýlum. 

Í nokkrum hafnarborgum Norðurlanda má sjá veglega haldið utan um merkilegan húsakost og bryggjur, svo sem í Björgvin og Þrándheimi.  

Hér á landi ættu að vera til kvikmyndir að innan og utan af litla torfbænum á Skarðsá í Sæmundarhlíð í Skagafirði, þar sem sómakonan Pálína Sæmundsdóttir bjó.  

Ekki langt frá eru gömul torfhús varðveitt, Glaumbær og Víðimýrarkirkja, sem gefa hugmynd um lífið á stórbýlum og höfðingjasetrum. 

Endurreisn torfbæjarins litla á Skarðsá, myndi gefa kost á að skoða þessa ólíku bæi í afar heillandi samhengi.   

Í Reykjavík koma Hlíðarhúsin og góður íbúðarbraggi í hugann ásamt veglegum upplýsingaskiltum til greina sem andstæða við glæsihús fyrri tíma. 


mbl.is „Leynistígur“ fær andlitslyftingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjögur á einu hjóli - eitt með hjálm.

Fjögur sátu saman á einu vespuhjóli fyrir nokkrum dögum og þeystu um stéttir og götur. 

Aðeins eitt með hjálm.  Margoft hafa sést þrjú og jefnvel ekkert með hjálm á þeysireið á því sem heitir léttbifhjól.  

Þetta er að vísu ungt og leikur sér eins og stundum var sagt, en það er hægt að gera margt skemmtilegt en þó hættuminna. 


mbl.is Beðnir um að ræða við börn sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband