"Færri bílar fyrir framan þig á rauðu ljósi."

Ofangreidn orð eru hluti af því sem Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir þegar hann er að útskýra, hvers vegna hann hyggst beita sér fyrir því að eyða sem svarar 400 milljörðum króna í gerð hjólastíga. 

Með þessum orðum er að hann orða það betur, sem sagt hefur verið á þessari bloggsíðu síðustu ár, að með hverjum hjólandi manni, sem áður notaði alltaf einkabílinn, fækkar bílunum í umferðarteppunum um einn, þannig, að í raun er hinn hjólandi maður besti vinur einkabílsins en ekki öfugt. 

Um efnahagslegan sparnað þarf ekki að deila. Með einfaldri ferð á hjóli, knúnu rafafli eingöngu, var sýnt fram á það 2015, að orkukostnaðurinn var ekki nema 115 krónur alls á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur og var þó farið fyrir Hvalfjörð á leiðinni. 

Nú er bylting rafknúinna hjóla með útskiptanlegar rafhlöður að hefjast, og ferðin 2015 hefði tekið 25 stundir á rafreiðhjóli ef skiptanlegar rafhlöður hefðu verið hafðar á boðstólum á leiðinni.Sörli á Öxnadalsheiði 

Myndin er af rafreiðhjólinu Sörla á Öxnadalsheiði í ágúst 2015 á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur.

Á leið hjólsins voru farnir 159 kílómetrar án útskipta í þessari ferð, 207 kílómetrar voru farnir fyrstu 24 stundirnar (knapi og rafhlöður hvíldust og hlóðust í 5 klst) og 223 kílómetrar voru farnir á 17 klst eftir það. 

159 km metið stendur enn fyrir öll rafknúin hjól, stór og smá.Rafkhúin hjól.

Neðri myndin er af þremur rafknúnum hjólum við Kringluna í dag.  Fremst er rafknúið léttbifjól í A flokki með 250 watta mótor, 25 km/klst hámarkshraða og ætlað til nota á hjólastígum. 

Orkueyðsla líkast til um 0,30 krónur á hvern hjólaðan kílómetra og drægnin um 15 km. 

Í miðjunni er rafhlaupahjól með um það bil 12-15 km drægni og aðeins minni orkueyðslu. 

Aftasta hjólið er stærra og hraðskreiðara hjól, ætlað til nota á vegum og götum, getur fallið í tvo flokka A1, annars vegar flokk léttbifhjóla, með svipað vélarafl og er á 50 cc vespuhjólum og 45 km/klst hámarkshraða. Léttfeti í Hveragerði

En þetta hjól er líka hægt að hafa í útfærslu, sem samsvarar A1 flokki með 125 cc mótor og nær þetta hjól þá 65 km/klst hraða. 

Síðuhafi hefur nú notað þetta hjól, Super Soco CUx, "Léttfeta", síðan 9. júní og á líka rafreiðhjólið Náttfara og minnsta og sparneytnasta rafbíl landins, Tazzari Zero, og reynslan þessar rúmlega sex vikur bendir til þess að þetta rafhjól í 65 km/klst hraða útgáfunni sé besta lausnin þegar á allt er litið. 

Eyðslan er aðeins 0,80 krónur á hvern hjólaðan kílómetra og drægnin 45 kílómetrar, 

Til samanburðar er orkunotkun rafbílsins míns litla 2,80 krónur á kílómetrann, og orkueyðsla sparneytnustu bensínbíla 13 krónur á kílómetrann, 15 sinnum meiri en á þessu 70 kílóa þunga tveggja sæta  hjóli. 

Ef höfð er aukarafhlaða með í farangurskassa Super Soco CUx eykst drægnin upp í 90 km, og ef tvær aukarafhlöður eru með í för, verður drægnin 130 kílómetrar. Til Borgarness og til baka aftur í rykk eða aðra leiðina hvert sem er á Suðurlandi. 

Neðsta myndin er tekin í reynsluferð með eina vararafhlöðu meðferðis í farangurskassa til Hveragerðis og til baka aftur, og kom í ljós, að hjólið hafði drægni til að fara þessa 90 kílómetra án þess að bæta rafmagni á það.  

Nú eru komin á markaðainn rafknúin hjól, sem með útskiptanlegum rafhlöðum í skiptikössum við þjóðvegina gætu farið á 6 klukkustundum brúttó milli Akureyrar og Reykjavíkur með orkukostnaði upp á aðeins 400 krónur samtals alla leiðina. 

Hjólabyltingin er hafin þegar litið er á þann mikla vöxt hjólanotkunar, sem hefur orðið að undanförnu.  


mbl.is Lofar hjólastígum fyrir tvo milljarða punda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2ja metra reglan og "Við erum öll almannavarnir" fá endurnýjun.

"Við erum öll almannavarnir" var kjörorð, sem dugði betur en flest annað þegar kórónaveirufaraldurinn var hvað skæðastur. 

Nú virðist það vera koma í ljós að það var óráð, að gera 2ja metra regluna valkvæða. Afleiðing þess var, að það var nógu mikil tilslökun til þess að flestir töldu regluna ekki eiga við sig og þá sem voru þeim næstir.  

Hið eina jákvæða við hina misheppnuðu tilslökun er það, að nú sést glögglegar en áður, hve mikilvæg 2ja metra nálægðarreglan var og verður þegar neyðst er til að taka hana upp aftur. 


mbl.is Hætta á annarri bylgju veirusmita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband