Smitrakningarnar eru þungamiðjan.

Hér á árum áður sagði eigandi einnar af 3300 malarnáma á Íslandi, að þrátt fyrir lágmarksstærð á námum, væri hægt að fara fram hjá þeim reglum, með því að byrja á annarri skammmt frá, en þó nógu langt til þess að hún teldist sérnáma, þótt gott vegasamband væri á milli námanna og nýtingin í raun alveg eins og ef þetta væri ein og sama náman. 

Svona væri hægt að fara fram hjá reglunum, jafnvel tæknilega út í það óendanlega!

Lykillinn að góðu gengi í viðureign við skæðan óvin er að þekkja hann og stöðu hans sem best. 

Góður árangur hér á landi hefur byggst á slíku, ekki síst vegna hins þróaða kerfis smitrakninga. 

Komi upp hópsýking hjá 500 manna hópi er meiri von til að ráða við hana heldur en ef hópurinn væri 2500 manns.  

En samlíkingin við malargryfjurnar sýnir svipað fyrirbæri varðandi þær og varðandi hópsýkingar. Ef reynt er að fara framhjá stærðartakmörkunum með því að viðhafa flæði fólks á milli samkomuhólfanna, magnast hættan á því að smitrakningin verði mönnum ofviða. 

Og þar með aukist hættan á því að neyðst verði til að bregðast við alvarlegu bakslagi með því að fara að herða takmarkanir í líkingu við það sem gerðist apríl eða mars. 


mbl.is Engar tilslakanir verða fram til 26. júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Í einhug til sigurs allir nú / ætla Víði´að hlýða / og horfa til betri tíða."?

Stefnan, sem tekin var "gegn háska um páska", var meðal annars mótuð í ljóðlínunum hér að ofan og Bjarni Skaftason söng í laginu "Gegn háska um páska." 

Þjóðin var samtaka og uppskar varnarsigur í stríði, sem er þó hvergi nærri búið, en hefur vakið athygli og aðdáun víða um heim. 

Uppskeran er opnun landsins með nægilegri varúð til þess að árangrinum verði ekki kastað á glæ út um gluggann. 

Nú stendur yfir ferðahelgi, sem er svipaðs eðlis og páskarnir voru og skyndilega er eins og að stórir hópar fólks séu tilbúnir til að virða varnaðarorð og tilmæli Víðis og þríeykisins að vettugi, alveg öndvert við það, sem gert var þegar möguleiki var skapaður til að fá fótfestu í hinu mikla farsóttarstríði.  

 


mbl.is Hefði verið best ef foreldrar væru eftir heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband