Yfirlætislaus frétt um snúið mál.

Í útvarpsfréttum fyrir nokkrum dögum var sagt frá hugmyndum um að hafa sama tímann á klukkunni á öllum Norðurlöndum, þannig að Íslendingar og Finnar yrðu þar með sama tímann á klukkunni og Danir, Norðmenn og Svíar. 

Þetta yrði mesta breytingin fyrir okkur Íslendinga, því hjá okkur er hádegið þegar allt að 1 klst og 40 mínútum of seint í mesta skammdeginu, og mynd verða enn seinna, klukkan 14:40 eða tuttugu mínútum fyrir þrjú. 

Þetta er nú svo sem ekkert skollið á ennþá, en þarf að skoða vel allar hliðar málsins. 

 


"This is the place!" minnismerkið í Salt Lake City: Allir með.

Fyrir ofan borgina Salt Lake City í Utah ríki í Bandaríkjunum er risavaxið minnismerki um þann atburð þegar forystumaðurinn í 3000 kíómetra Paradísarferð Mormóna, þar af stór hluti sem gekk alla leið, stakk niður staf sínum þegar komið var yfir Klettafjöllin háu og miklu, og mælti þessi orð: "This is the place!"

Á minnismerkið er ekki bara að sjá forystumenn í Mormónatrúboðinu, heldur er þar líka að sjá aðra trúboða, veiðimenn, landkönnuði, indíánahöfðingja og þá aðra, sem stóðu að Utah-ríki og fjölmenningu þess.  

Á sumum gröfum fjölmargra Íslendinga, sem hvíla í kirkjugarðinum í Spanish Fork fyrir sunnan Salt Lake City, má sjá heiðursmerki úr gulli með þessari áletrun:  "Faith in every footstep"; trúartraust í hverju fótspori.  

Ef hetjugarður um hina útvöldu þjóðhetjur verður að veruleika, væri vonandi hægt að draga lærdóm af því hvernig staðið var að málum í ríki Paradísarheimtar í Utah. 


mbl.is Vill stofna garð um þjóðhetjur Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband