Löngu tímabær rannsókn á smithættu og smitleiðum.

Þrennir tónleikar í Þýskalandi til þess að rannsaka smithættu og smitleiðir hefði mátt fara fram nokkrum mánuðum fyrr.  

Hingað til hafa ágiskanir verið látnar ráða að mestu, og þar koma mörg vafaatriði til greina. 

Sumt virðist ekki vera ljóst, eins og það, hvaða áhrif hreyfing lofts, svo sem vindur, hefur á það hvernig öndunarloft einstaklinga berst á milli þeirra. 

Á meðan reykingar voru algengari var oft hægt að sjá á reyknum frá reykingamönnum, hvernig hann gat annars vegar borist mun lengri vegalengd en tvo metra undan vindi, en haldið sig við reykingamanninn þeim megin sem vindurinn stóð upp á hann. Hafa má reynslu fyrri ára til hliðsjónar að þessu leyti. 

Síðuhafi lenti fyrr í sumar í því, að berast með hópi fólks upp þröngan stiga í húsi og augljóst var að 2ja metra reglan var þverbrotin. 

Of seint var að snúa við þegar komið var upp á fyrsta stigaþrep, því að þá þurfti að ganga á móti másandi fólki. 

Skásta ráðið var því að neyta fyrsta færis til að koma sér fyrir í skoti til hliðar á annarri hæð og bíða þess að hersingin færi öll framhjá. 

 


mbl.is Halda þrenna tónleika í rannsóknarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsögnin að ógn og vandi ýta oft undir framfarir. Vörn snúið í sókn.

Það er þekkt fyrirbæri hver mjög tækni eflist á stríðstímum, þótt stríð sé í sjálfu sér neikvætt fyrirbæri. Það stafar af því neyðarástsnd stríðs og hernaðar eflir vilja til að leysa vandann og vinna bug á ógninni og það skilar sér oft í framförum, sem ná langt út fyrir hernaðinn sjálfa

Í báðum heimsstyrjöldunum urðu stórstígar framfarir í flugi, sem skiluðu sér eftir stríð í friðsamlegu farþegaflugi og flutningaflugi. 

Svipað gerist á mörgum öðrum sviðum. Sjúkdómar hafa verið bölvaldar mannkynsins frá örófi alda, og því afar neikvæðir í sjálfu sér. 

En baráttan við þá hefur skilað framförum út fyrir innra svið einstakra sjúkdóma og fötlunar. 

Í heimi íþróttanna hefur oft sannast, að mesti meistarinn er ekki sá, sem á lengsta sigurgöngu á hverjum tíma, heldur ræður úrslitum, hvernig unnið er úr ösigrum þegar vörn er snúið í sókn. 


mbl.is „Við erum á bólakafi í þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf skýrari rökstuðning fyrir miklum tilslökunum.

Sjá má ansi marga halda því fram á netmiðlum, að sóttvarnarreglur með miklum takmörkunum á frelsi einstakleinga séu hrein árás á einstaklingsfrelsið og jafnvel stjórnarskrárbrot. 

Frelsi einstaklingsins vegi þyngra en hömlur og bönn. 

Aðrir stagast á því að þessar sóttvarnaraðgerðir séu sprottnar frá hinu illa ESB og beint gegn fullveldi landsins. 

Nú er það svo, að enda þótt margir þessara harðorðu einstaklingshyggjumanna virðast ekki hafa lesið öll fræði helstu boðbera þeirrar stefnu, sem hefur verið orðuð á ýmsa lund, svo sem að "frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar."  

Eða þá að fræg stefnumarkandi ræða Roosevelts í upphafi þátttöku þjóðar hans í Seinni heimsstyrjöldinni þar sem fjórar tegundir frelsis skiptust í tvennt: Annars vegar frelsi til skoðana og tjáningar þeirra og trúfrelsi, en hins vegar frelsi f skorti og frelsi frá ótta.  

Þá hugsun má orða í viðara samhengi, svo sem frelsi frá því að vera smitaður af þeim, sem telja frelsi sitt ekki aðeins fólgið í því að mega ráða því sjálfir, hvaða áhættu þeir taki í þessum efni varðandi eigin heilsu, heldur krejfast líka frelsis til að afnema þær leiðir, sem aðrir hafa til að verjast ógninni og þar með frelsis til þess að smita aðra.  

Gott væri að sjá töluleg rök þessara miklu baráttumanna fyrir frelsi fyrir því að bakka til baka í sóttvörnum.  

Hvernig gekk það, þegar það var gert 15. júní? Og þegar bent er á að við ráðum engu um það hvað aðrar þjóðir geri gagnvart ferðum til Íslands, er ekki nóg að afgreiða það sem sífellda aðför og yfirgang ESB gagnvart okkur. 

Þegar íslensk yfirvöld telja sér skylt að vara við eða mæla með ferðum okkar til annarra landa sem eru með vaxandi smit og dauðsföll; er það þá yfirgangur okkar og aðför gegn fullveldi þeirra ríkja, sem ráða för hjá okkur?

Það þarf meira en upphrópanir í þessum umræðum.  Eða hvernig útskýra þessir miklu frelsispostular það að þegar sóttvarnarráðstefanirnar voru hvað mestar, fækkaði smitum og dauðsföllu svo mjög að athygli vakti og aðdáun víða um lönd og Ísland var sett á grænan lista varðandi ferðir útlendinga hingað, en síðan þegar slakað var verulega á hömlum í tveimur skrefum, fór ný bylgja veirunnar af stað, sem hrakti okkur út af þessum græna lista, sem síðar var gerður gulur til að sýna, að algert frelsi og aðgerðarleysi í þessum efnum mun á endanum skaða alla á heildina litið.  

Gott væri að sjá tölur, sem styðja ákafann í að sleppa öllu sem mest lausu. 

 


mbl.is Ginnungagap á milli sjónarmiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband