Nýr veruleiki að birtast við uppvakningu gamals draugs?

Eitt merkilegasta atriðið, sem kom fram í bókinni Draumalandinu eftir Andra Snæ Magnason, var nokkurs konar ákall íslenskra stjórnvalda 1995 til helstu stóriðjufyrirtækja heims undir kjörorðinu "lowest energie prizes" þ. e. að á Íslandi fengi stóriðjan að njóta lægsta orkuverðs í heimi, þar sem fátækustu og vanmegnugustu þjóðirnar höfðu fram að því boðið bestu kjörin og lægstu launin og orkuverðið. 

Því var bætt við í þessu tímamótaplaggi, að "mat á umhverfisáhrifum yrði sveigjanlegt" sem undirstrikaði enn frekar hinn staðfasta vilja íslenskra stjórnvalda að fórna helstu náttúruverðmætum landsins fyrir ölmusupeninga. 

Fordæmalaus veldisvöxtur stóriðjuframkvæmda fylgdi í kjölfarið, og náði þessi stefna hámarki 2007-2008 þegar hafnar voru framkvæmdir og gerðir samningar um risaálver í Helguvík, sem á endanum hefði krafist stórvirkjana allt frá Reykjanestá upp á hálendið og austur í Skaftárhrepp, 

Fjöldaskóflustunga í upphafi byggingar kerskála var tákn þessa staðfasta vilja þáverandi ráðamanna. 

Hrunið batt enda á áformin um Helguvíkurálver, og atkvæðagreiðsla í Hafnarfirði stöðvaði áform um stækkun álvers Isals í Straumsík, en Norðurál og eigandur álversins í Straumsvík sóttu þó áfram eftir föngum við að auka framleiðslu sína hér á landi. 

Hin síðustu misseri hefur gamall draugur varðandi friðindi stóriðjunnar vaknað að nýju, nú í formi harðrar aðfarar að kjarasamningum í anda skjalsins forðum um lægsta orkuverð í heimi. 

Lægsta orkuverð í heimi fyrir aldarfjórðungi byggðist á því að í samkeppni stóriðjufyrirtækjanna og viðskiptaumhverfi töldu þau sig knúin til að krefjast sem allra bestra kjara í hvívetna á hverjum stað, annars myndu þau neyðast til að leita annað. 

Nú blasir við að svipaður söngur er sunginn bæði í Straumsvík og á Grundartanga og starfsmönnum stillt upp við vegg, bæði beint og óbeint; annað hvort verður að lækka kaupið á skjön við aðra kjarasamninga í landinu, eða að verksmiðjurnar verða lagðar niður. 

Nýr veruleiki að birtast í anda gamals uppvaknings?


mbl.is Reiði ríkir meðal félagsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband