Stórhættulegur með sjö skot á hol í baki og lamaður fyrir neðan mitti.

Jakob Blake var talinn lífshættulegur þar sem hann var hálffallinn framfyrir sig í bíldyrum og því særður sjö holsárum með jafnmörgum skotum í bakið í sjálfsvörn þeirra lögreglumanna, sem skutu.    

Eitt af skotunum er sagt í fréttum, að hafi farið í mænuna og maðurinn því lamaður fyrir neðan mitti, hugsanlega ævilangt. 

En samkvæmt fréttum virðist hann hafa haldið áfram að vera hættulegur og jafnvel orðið enn hættulegri  eftir að komið var með hann á sjúkrahús, því að þar var hann handjárnaður við sjúkrarúmið í næstum viku með tvo fíleflda lögreglumenn yfir sér.

Og hvers vegna er verið að flytja fréttir af þessu?  Er ekki allt í góðu? 


mbl.is Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretland: 85 þúsund dauðsföll samsvara um 500 dánum hér.

Talan 85 þúsund látnir í Bretlandi í vetur samsvarar, miðað við fólksfjölda Bretlands og Íslands, um 500 dánum hér. 

Hér hafa 10 látist fram að þessu, þannig að það verður bara að vona, að þessi ágiskunartala sé allt of há.  

En hættan er samt á, að hún geti hugsanlega verið skuggalega há, og hafa ber í huga, að í mörgum tilfellum eru eftirköst og afleiðingar veikinnar langvarandi, þótt langflestir sleppi fyrir horn. 

Í spönsku veikinni 1918 dóu um 500 manns hér á landi, sem samsvarar 1500 núna, af því að núna er þjóðin þrefalt fjölmennari en þá.  


mbl.is Skýrslu sem bendir til 85.000 dauðsfalla lekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband