Fleiri "ofurdreifara" til landsins og minni sóttvarnir?

Í nokkrar vikur voru í gangi háværar raddir um að halda landinu sem mest opnu og opna það jafnvel betur fyrir ferðamannastraumi og minnka sóttvarnir sem mest; nýta sér það hve vel hafði gengið að koma COVID-19 niður fyrri part sumars. 

Nú blasir við að aðeins tveir öflugir franskir dreifarar veirunnar hafa átt stóran þátt í því að hafin er ný og öflug bylgja faraldursins og að við verðum að vera viðbúin vexti hennar á næstunni. 

Í Evrópu sem heild er svipaða sögu að segja þótt ástandið versni ekki endilega alveg samtímis í sumum löndum. 

Sumir smitberar eru með meira magn af veirunni en aðrir og hafa fengið heitið "ofurdreifarar." 

Þessi nýja bylgja sýnir, hve fánýt sú trú hefur verið, að leiðin til að viðhalda ferðamannastraumi og fleiru sé að draga úr sóttvörnum, og halda, að þá myndi renna upp sams konar uppgripa- og gróðatíð og var áður en COVID-19 barði á dyr. 

Einnig fánýti þess að halda að einhliða aflétting okkar myndi innleiða dýrðarástandið fyrir faraldur. 

Því að aðrar þjóðir hafa einfaldlega lokað þessu þráða ferðamennastreymi og ekkert land getur verið eyland í þessum efnum eins og svo ótrúlega margir virðast halda. 

Til eru þeir, sem telja að við hefðum átt að fara "sænsku leiðina" og þá væri ástandið allt annað. 

Það er einmitt það, en hvaða ástand væri það? Jú, að hér hefðu 200 manns látist í veikinni í stað 10. 


mbl.is 19 ný innanlandssmit: mesti fjöldi frá 9. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr kafli, líkur því þegar slegist er um að komast í björgunarbáta.

Nú má sjá aðdraganda þess, að nýr kafli hefjist í stríðinu við heimsfaraldurinn, þegar þjóðir heims slást um það að kaupa væntanleg bóluefni við honum. 

Raunar eru þau slagsmál þegar hafin fyrir um tveimur mánuðum, þegar fréttist af því að Bandaríkjamenn væru þegar búnir að kaupa upp þau álitlegu bóluefni, sem þá var vitað um. 

Hvað Íslendinga varðar, tryggir EES samningurinn okkur samflot með nágrannaþjóðum í Evrópu. 

Ástandið í hinum nýja komandi fasa baráttunnar við veiruna minnir svolítið á sögur af því, þegar farþegar á sökkvandi skipum hafa slegist um að komast í björgunarbáta. 

En sagan geymir líka sagnir af mikilli fórnfýsi við slíkar aðstæður, sem betur fer. 


mbl.is 13% jarðarbúa kaupa 51% bóluefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband