Hvernig gengur nýorkuvæðing stóru bílanna?

Í fréttaflutningi af orkuskiptum í samgönguflotanum eru frásagnir af fólksbílaflotanum nánast allsráðandi. 

Þó eru stóru bílarnir augljóslega mjög orkufrekir. 

Þess vegna er spurningunni að ofan varpað fram, að á skoðunarstöð fyrir nokkrum dögum sagði bílstjóri flutningabíls af sendibílastærð, að hann skildi ekkert í þeirri tregðu, sem væri hér á landi í orkuskiptunum á stórum bílum. 

Hann benti á, að í bílaflota fyrirtækisins sem ætti þennan bíl, eyddu bílarnir 70 lítrum á hundraðið og að það væri alveg upplagt að metanvæða þá eða veita farveg fyrir nýorkuvæðingu á stóru bílunum.  

Hvernig gengur nýorkuvæðing stóru bílanna?  Það er spurningin. Nýorkubílar Scania vekja að minnsta kosti spurningu um það, hvort tækifærin séu nýtt á því sviði.  


mbl.is Ný lína rafknúinna vörubíla frá Scania
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensku flugævintýrin enn gerast.

"Ævintýrin enn gerast" söng Björgvin í den og á þeim tíma var það Loftleiðaævintýrið svonefnda, sem var gott dæmi um það að þegar hugvit, dugnaður og þekking eru beisluð til þess að skapa atvinnu, tekjur og umsvif. 

Í framhaldi af Loftleiðaævintýrinu kom Cargoluxævintýrið og þar á eftir Air Atlanta ævintýrið. 

Nú hefur stærsti heimsfaraldur í heila öld ráðist að rótum flugsins á óvæntan hátt, en þrátt fyrir óhjákvæmleg skakkaböll í farþegaflugi, hafa menn verið það lagnir við að finna ný verkefni í fragtflugi, að kalla má ævintýri út af fyrir sig. 

Í því birtist baráttuvilji, sem er lofsverður á þessum síðustu tímum. 


mbl.is Skemmtilegt fyrir fólk að sjá vélina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flöskuhálsinn frá í vor, sem ekki má stíflast.

Þegar lýst var yfir neyðarástandi í mörgum löndum í fyrstu bylgju COVID-19 á útmánuðum, var það fyrst og fremst vegna þess, að heilbrigðiskerfið reyndist ekki nógu öflugt til að ráða við drepsóttina.  

Gott er að hafa þetta í huga, þegar sóttvarnaraðgerðir eru metnar. 

Að vísu hafa margvíslegar ráðstafanir verið gerðar í ljósi reynslunnar síðan þetta gerðist, en engu að síður er heilbrigðiskerfið það viðkvæmt og dýrt í eðli sínu, að í því getur myndast eins konar flöskuháls þessa mikilvægasta kerfis nútíma þjóðfélags, sem allt annað stendur og fellur með að stíflist ekki. 

Í Svíþjóð kostaði þetta dauðsföll, sem voru 20 sinnum fleiri en hér, ástand, sem sumir mæra og telja að hafi verið nauðsynlegt.  

Upphaflega var þó sagt, að þessi háa dánartíðni, sem samsvaraði 200 látnum hér á landi, mynd skapa hjarðónæmi, sem lækna myndi sóttarbölið. 

Það fór hins vegar svo, að því takmarki var fjarri að ná. 

Önnur og þriðja bylgja sjúkdómsins hafa ekki skollið á á sama tíma alls staðar, og Svíar virðast núna vera á eins konar milliróli á sama tíma og margar þjóðir glíma við nýja bylgju. 

Fórnarkostnaðurinn, fimm þúsund látnir í Svíðþjóð, verða þó ekki vaktir aftur til lífsins. 


mbl.is 200 starfsmenn Landspítala í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband