Hvað, ef talað væri um þrumur og eldingar í Reykjavíkinni og á Selfossinum?

Nú virðist það færast í aukana hjá veðurfræðingunum í Sjónvarpinu að nefna helst aldrei Vestfirði nema með greini. Og jafnvel líka Austfirði. 

Hámarki náði þetta í gærkvöldi þegar heitið Vestfirðir var nefnt með greini alls sex sinnum, og heitið beygt svona:  Vestfirðirnir - um Vestfirðina - Frá Vestfjörðunum - til Vestfjarðanna. 

Til þess að átta sig á eðli málsins, skulum  við segja sem svo, að þrumur og eldingar hefðu heyrst og sést í Reykjavík og á Selfossi. 

Þá myndi mörgum bregða í brún, ef fréttamaður segði að það hefði orðið vart við þrumur og eldingar í Reykjavíkinni og á Selfossinum. 


En leiðinlegt fyrir Trump.

Það verður engin Nóbelsverðlaunahátíð í ár, og ástæða er til að samhryggjast Donald Trump með það og annað það sem nú fer forgörðum vegna veirunnar, sem hann fullyrðir að Kínverjar hafi búið til sérstaklega á tilraunastofu til þess að hindra endurkjör mikilmennisins. 

Æ, hvað þetta var leiðinlegt, eins mikið og Trump er búinn að undirbúa sig fyrir Nóbelinn með mikilli vinnu og ótal símtölum við norræna áhrifamenn.   

En, hvað um það, ef friðar Nóbelinn næst samt í höfn, er það aðalatriðið. 


mbl.is Engin Nóbelsverðlaunahátíð í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara "torfkofarnir" að ulla á nýju húsin?

Síðan steinsteypa og önnur "nýtískuleg" byggingarefni ruddu hinum eldri burt, hefur gamli torfbærinn verið úthrópaður sem "moldarkofi" og "saggabæli" í samanburði við hina nýju og fullkomnu byggingartækni.  

Í samanburði við torfbæina voru nýju, fínu húsin nánast viðhaldsfrí og spáð miklu langlífi. 

Það hlýtur því að vera eitthvað að, þegar tiltölulega ný hús eru ónýt vegna myglu. 

Sérmenntaðir byggingafræðingar hafa bent á orsakir, afleiðingar og leiðir til úrbóta í máli, sem felur í sér hundraða milljarða tjón, en það er eins og ekkert gerist; áfram halda nýju húsin að verða ónýt, langt um aldur fram.  

 


mbl.is Rífa þurfi húsnæði Fossvogsskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband