"Allt virðist mögulegt í Vestmannaeyjum," líka þetta.

"Allt virðist mögulegt í Vestmannaeyjum" eru orð, sem höfð eru eftir fjármálaráðherranum okkar í frétt á mbl.is fyrr í dag af ævintýri mjaldranna þar, sem hann er stórhrifinn af.

Það er kaldhæðnisleg tilviljun að þessi orð virðast líka eiga við um fréttina um segja upp öllum þremur starfsmönnunum, sem hafa starfað þar fyrir Isavia, en þar með lýkur, að minnsta kosti í bili, meira en 70 ára sögu áætlunarflugs milli lands og Eyja. 

Síðuhafi man vel eftir hinni gróskumikilli flugstarfseminni, sem skóp samgöngubyltingu í Eyjum og hefði varla órað fyrir því að það kynni nokkurn tíma að stöðvast á þann hátt, sem nú hefur gerst. 

 


mbl.is Öllum starfsmönnum Isavia í Eyjum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturábak um sjötíu ár?

Það þarf sennilega að fara afturábak um sjötíu ár til þess að finna jafn litla flugumferð til og frá Íslandi og er nú um Keflavíkurflugvöll. 

Flugvöllurinn var á þeim tíma mest notaður til flugs yfir Atlantshaf og Bandaríkjamenn töldu sig þurfa það örugga aðstöðu þar vegna herja sinna á meginlandi Evrópu, að um það var gerður sérstakur milliríkjasamningur, Keflavíkursamningurinn svonefndi 1946.

Millilandaflug Íslendinga var stundað frá Reykjavíkurflugvelli, því að á þeim tíma komust Douglas DC-4 vélar og seinna Vickers Viscount og DC-6B vélar vel af með brautir allt niður í 1500 metra langar. 

"Nú er hún Snorrabúð stekkur" orti Jónas Hallgrímsson um Alþíngi hið forna. 


mbl.is Nánast öllum flugferðum aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ekki í svipuðu horfi og var rétt fyrir upphaf Holuhraunsgossins.

Nokkrum dögum fyrir upphaf gossins í Holuhrauni haustið 2014 hóf hrina jarðskjálfta að éta sig til norðausturs frá Bárðarbungu undir Dyngjujökli í áttina til gamallar gígaraðar, sem var í Holuhrauni frá átjándu öld. Bárðarbunga,gat

Umbrotin nú hafa ekki tekið á sig þessa "þroskuðu" mynd ennþá, hvað sem síðar verður. 

Athygli vekja smáskjálftar nokkra kílómetra austur af Bárðarbungu, ofarlega í Dyngjujökli. 

En þeir eru það smáir, að vegna skorts á mælingum fyrr á tíð er líklega erfitt að spá nokkru um það, hvað þeir tákna nákvæmlega. DSC00657 


mbl.is Kvikustreymi í Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband