Aðrar kröfur í Kína, Indlandi og Rússlandi en í Evrópu.

Kínverjar hafa um nokkurra ára skeið verið mesta bílaframleiðsluþjóð veraldar.Suzuki Alto á Neshálsi við Loðmundarfjörð (2)

Indverjar eru líka öflugir. En þarfir fólks, aðstæður og fleira kalla á minni kröfur á sumum sviðum, eins og til dæmis í öryggismálum.  

Sem dæmi má nefna Suzuki Alto, sem var mest seldi bíll Indlands árum saman.

Á myndinni er íslenska útgáfan á leið upp Nesháls milli Húsavíkur eystri og Loðmundarfjarðar og þótt indverska útgáfan væri  nánast eins í útliti þar í landi og á Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi, er sá indverski mjórri en hinn evrópski og ekki með loftpúða og árekstravarnir. 

Það er gert til að halda verðinu niðri í samkeppni við milljónir léttbifhjóla í Asíulöndum. 

Tilraunin með langódýrasta og einfaldasta bíl heims, Tata Nano, mistókst hins vegar alveg, Indverjarnir voru of snobbaðir fyrir svo óskaplega frumstæðan bíl sem gargaði á það hve ódýr hann væri, var þar að auki var með herfilega útkomu í öryggismálum og mun óliprari í umferðinni en hjól. Auk þess miklu betra að vera á flottu hjóli sem vekti aðdáun .  

Gerð var samanburðartilraun í árekstraprófunum á nokkrum indverskum bílum sem seldir eru í Evrópu og bílum með sama heiti á Indlandi.  

Bílarnir fyrir Evrópumarkaðinn stóðu sig alveg þokkalega og sýndu, að vel var hægt að smíða góða bíla þar í landi, svo sem eins og Landrover, Range Rover og Jagúar.

En bílarnir, sem gerðir voru fyrir indverska markaðinnn kolféllu á prófinu og fengu enga stjörnu af fimm.  Dacia Spring el-car (2)

Svipað er að segja um kinverska bíla, sem á heimamarkaði eru ekki gerðir fyrir sömu öryggiskröfur og hér. 

 Nýjasta dæmið fyrsti Dacia (Renault) rafbíllinn, Dacia Spring, sem væntanlegur er til Evrópu í haust á afar hagstæðu verði.

Hann afar líkur kínverskum bíl frá Renault með allt öðru heiti og munu Kínverjar vanda sig við öryggisþáttinn fyrir Evrópumarkaðinn og meðal annars hafa sex loftpúða innan í Dacia Spring.  

Rússneski markaðurinn hefur löngum verið með aðrar kröfur um mengun og öryggi en þær vestrænu. lada_niva_og_fri_thjofur

Voru Lada verksmiðjurnar árum saman basli með að standast Evrópustaðlana, svo að Lada Niva (á Íslandi Lada Sport) leið til dæmis fyrir það, loftpúðalaus með öllu. 

Myndin er tekin á leiðinni í Herðubreiðarlindir með sjálft þjóðarfjallið í góðviðrismistrinu í baksýn, en Friðþjófur Helgason mundar myndavélina. 

Við slíkar aðstæður nýtur þessi fyrrum framúrstefnujeppi sín vel og stendur undir jeppaskilgreiningunni. 

En í Rússlandi er það margt forríkt fólk, að fyrir rúmum áratug, þegar nýr Toyota Landcruiser var kynntur, voru Rússland og Ísland fremst í röðinni í kynningunni og sölunni. 

Eru Íslendingar þó 400 sinnum færri en Rússar. 

 


mbl.is Rafbílum fjölgar í Kína og Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsanlega margt sem Kófið breytir til batnaðar til frambúðar.

Fyrir rúmu ári óraði engan fyrir því sem dunið hefur yfir heimsbyggðina í formi COVID-19 heimsfaraldursins. Kófið 29. jan 2021

Og þegar vöxtur faraldursins var sem mestur í fyrstu bylgju hans sýndust öll sund lokuð víða lokuð til þess að bregðast við honum. 

Það var ekki beint uppörvandi kortið af ríkjum heims með Ísland eldrautt og fáa hefði þá grunað að það gæti breyst í algera andstæðu, með Ísland sem eina græna landið. 

Þetta getur átt við um fleira.

Enda þótt enn sjáist ekki fyrir endann á þeim margvíslegu vandræðum sem hafa dunið yfir má þó sjá að margar lausnir við honum hafa ekki einasta opnað alveg nýjar dyr og möguleika, heldur gæti það orðið til frambúðar. 

Eitt af því felst í þeirri grónu hugsun frá fortíðinni, að starfsmaður þurfi ævinlega að vinna starf sitt á þeim stað, þar sem starfsmannaskrá hans er.  

Af mikilli íhaldssemi í þeim efnum getur nefnilega leitt fyrirkomulag sem er óhagkvæmara og rígbundnara en það þyrfti að vera. 

Nú sjást dæmi um að starfsfólk sem áður þurfti að sinna viðveru á skráðum vinnustað, hefur jafnvel ekki komið þar inn vikum eða jafnvel mánuðum saman en samt skilað fullu vinnuframlagi og vel það. 

Áður hefur verið minnst á dæmi um slíkt, sem gefur til kynna að hið nýja fyrirkomulag sem kófið leiddi af sér geti orðið til frambúðar.  

Það fólst í því að þessi starfsmaður var á skiptiborði bifreiðaumboðs, sem er með umboð fyrir nokkrar mismunandi gerðir bíla og vélhjóla og starfsemi á nokkrum stöðum.  

Starfsmaðurinn býr fyrir austan fjall eins og margir aðrir, sem vinna á höfuðborgarsvæðinu og ók einfaldlega að heiman á hverjum morgni og heim aftur að kvöldi.  

Hann var búinn að vinna lengi fyrir fyritækið og afla sér reynslu sem kom sér afar vel á skiptiborðinu.  

Þegar Kófið skall á var gripið til þess ráðs að nýta nútíma tækni til þess að hann gæti sinnt starfi sínu heima frá sér, og fannst svo góð lausn, að vafasamt er að aftur verði horfið til hins fyrra fyrirkomulags úr því að hið nýja sparar mikil fjárútlát varðandi akstur fram og til baka á hverjum degi. 

Mjög líklegt er, að mörgu, sem breytt var vegna Kófsins verði ekki breytt til baka og ekki fjarri lagi að sumt af því sem hefur leitt af sé aukið hagræði og hagkvæmni muni skila ávinningi hagræði og ágóða. 


mbl.is Tæpur helmingur meira á vinnustað en heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóta frænka reykti vindla og vindlinga ótæpilega og varð 93ja ára.

Ömmusystir mín hét Þórunn Guðbrandsdóttir og mér fannst hún æðislega flott þegar ég sá hana sem strákur. Hún Tóta frænka sat hnarreist, tíguleg og ljóshærð eins og aðalsfrú og reykti stóra vindla auk þessum einhverra pakka á dag af aðal óþverranum.  

Svona lifði hún til hárrar elli og varð 93ja ára gömul. 

"Þarna sérðu," segja margir við mig sem ég segi frá þessu, "hvað hægt er að lifa lengi og vel og keðjureykja allan tímann." 

"Jú," svara ég, það átti við um hana Tótu frænku, 

En Ragnhildur, systir hennar, reykti aldrei og varð 103ja ára. 

Hún var látin taka fyrstu skóflustunguna að stofnun fyrir aldraða í Kópavogi, komin á annað hundraðið, en mátti varla vera að því vegna þess að veðrið var það vont, að hún hafði áhyggur af Sigrúnu Stefánsdóttur og marg endurtók: "Er þér ekki kalt, væna mín? um leið og hún vildi endilega láta hana hafa sjalið sitt og trefilinn. 

 


mbl.is Guðríður hafði reykt í áratugi en hætti í veirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband