Alþingi er um megn að lagfæra kosningalög og stjórnarskrá.

1874 sömdu danskir embættismenn í danska kansellíinu stjórnarskrá fyrir Ísland, sem var eftirlíking af dönsku stjórnarskránni 1849 og þurfti 30 fyrstu greinarnar til að friðþægja konungi Danmerkur. 1851 var að vísu kosið til sérstaks íslensks stjórnlagaþings, svonefnds Þjóðfundar, um málið, en konungur sleit fundinum með valdi. 

Með heimastjórn 01904, sambandslögum 1918 og lýðveldisstofnun 1944 var einungis breytt því allra nauðsynlegasta, svo sem að setja inn orðin forseti í stað konungs 1994. 

Þá hétu talsmenn allra þingflokka að strax eftir kosningar yrði gerð ný stjórnarskrá, samin af Íslendingum.  

Þrátt fyrir margar tilraunir allt frá 1946 til þessa dags til að láta stjórnarskrárnefndir, skipaðar af þinginu, semja nýja stjórnarskrá, sem tekið gæti gildi, hefur það mistekist, augljóslega vegna þess að þinginu er það algerlega um megn að semja lög um eigin málefni.

Misvægi atkvæða hefur verið í öllum þeim sjö kosningum, sem haldnar hafa verið á þessari öld. 

Það misvægi er meðal annars keyrt áfram á rangri kjördæmaskipan á suðvesturhluta landsins, sem er eitt atvinnu- og borgarsvæði allt frá Akranesi til Árborgar og Suðurnesja. 

Af því leiðir meðal annars að atkvæði kjósandi við norðurenda Hvalfjarðarganga vegur tvöfalt meira en atkvæði kjósanda á Völlunum sunnan Hafnarfjarðar, þótt báðir séu álíka lengi að aka frá heimilisínu niður á Austurvöll í Reykjavík.  

Það er athyglisvert, að Brexit hlaut í Bretlandi álíka stóran hluta kjósenda á kjörskrá og stjórnarskrá stjórnlagaráðs fékk hér á landi, en báðar kosningarnar voru ráðgefandi. 

Breska þingið leit það að sjálfsögðu sem skyldu sína að fara að vilja þjóðarinnar, en það hefur íslenska þingið ekki gert. 


mbl.is Segir Alþingi vanrækja skyldu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt ef leiðrétt talning á ekki að gilda.

Fyrir leikmann sýnist meginatriðið í uppákomuninni í talningunni í Norðvesturkjördæmi. 

Það er ekki nýtt að misfellur eða mistök verða í talningu atkvæða í kosningum. Þá liggur beinast við að telja aftur og finna hvað fór úrskeiðis. 

Hins vegar er til lítils að gera það ef ranga niðurstaðan verður samt notuð eins og nú hafa komið fram kröfur um.  


mbl.is Vefur landskjörstjórnar komin í lag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband