Svo er smekkurinn líka misjafnlega dýrkeyptur.

Það þarf ekki ræstitækna til þess að taka til hendi og fjarlægja verðmæti sem falla ekki að smekk án þess að gera sér grein fyrir hvað verið sé að eyðileggja. 

Foreldrar síðuhafa höfðu nokkrum sinnum búsetuskipti á sambúðarferli sínum, og í tvö skipti fólust þau í sölu fasteigna. 

Í fyrra skiptið var seld íbúð á annarri hæð húss, og stóðu dyrnar að fyrstu hæð og annarri hæð hlið við hlið, þannig að gengið var upp á aðra hæðina um hringstiga í allstóru rými. 

Faðir minn var vörubílstjóri á þessum árum og einn af þeim, sem hann ók fyrir var Benedikt Gunnarsson listmálari sem stóð í húsbyggingu og þurfti á vörubíl að halda við það. 

Svo fór að Benedikt skorti fé til að greiða til fulls fyrir aksturinn.  

Honum hafði hins vegar verið starsýnt á stóran vegg við stigann og bauðst til að vinna upp í skuldina með því að mála á hann listaverk. 

Það gerði hann ósvikið og vakti veggurinn mikla almenna ánægju, ekki síst hjá gestum og gangangandi. 

Svo fór að íbúðin var seld og ákveðið að byggja einbýlishús í Fossvogi. 

Þegar gengið hafði verið frá kaupunum og komið í heimsókn hjá hinum nýju íbúum, brá foreldrum mínum heldur betur í brún.  Nýju eigendurnir höfðu viljað fríska til hjá sér og málað vegginn tilkomumikla í einum bleikum lit af Hörpusilki!   

Nýja einbýlishúsið var þaulúthugsað og teiknað af sjálfum Manfreð Vilhjálmssyni arkitekt, sem þekktur var fyrir frumlegar útfærslur. 

Miðpunktur hússinn skyldi verða stór og mikill arinn í stofunni og klæðning þar öll úr dýrum viði frá Finnlandi. 

Var þetta gert og stoltið mikið þegar flutt var inn.  

Svo illa tókst hins vegar til að mun lengra var niður á klöpp þarna neðst í Fossvoginn en reiknað hafði verið með, og bjargaði það málinu fyrir horn að faðir minn átti vörubíl og notaði hann til hins ítrasta til að fylla gímaldið upp með möl. 

En húsið reyndist allt of dýrt og varð ekki komist hjá því að selja það og fá sér ögn minna hús. 

Ágætis kaupendur fengust og gengu öll kaupin upp á punkt og prik. 

En enn á ný gerðist hið óvænta. Þegar foreldrar mínir heimsóttu nýju íbúana brá þeim í brún. 

Var ekki búið að tortíma hinni fokdýru finnsku innréttingu Manfreðs og slá í staðinn upp einfaldri masonítplötu þvert fyrir rýmið í staðinn?


mbl.is Þrifu óvart burt veggskreytingar keyptar af borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerecis, nýtt og furðu óþekkt heiti.

Tilviljun varð til þess að síðuhafi heyrði orðið Kerecis nefnt fyrir tveimur vikum.  Tilviljunin fólst í því að það var einungis vegna sveppasýkingar á fæti sem heiti þessa nýstárlega framleiðanda rataði til mín.

Því miður festist heitið ekki í minni þegar í gær þurfti að kaupa sem hentugasta sokka til að nota við meðferð á þessari sýkingu, sem á sér fjögurra ára sögu. 

Og þar sem sokkarnir fengust hafði starsfsólk aldrei heyrt getið um fyrirtæki fyrir vestan sem stæði á baki við framleiðslu á stórmerkilegri framleiðsluvöru til að flýta og greiða fyrir því að sá grói.  


mbl.is Forstjóri Kerecis fundaði með hægri hönd Bezos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband