Sádarnir eiga peninga og asni klyfjaður gulli kemst yfir hvaða borgarmúr, sem er.

Ekkert bendir til annars en að Sádi-Arabía verði í sömu yfirburðastöðu á olíumörkuðum heims og áður þar til olíuöldin hnígur til viðar seinna á þessari öld.

Ef Talibanar hefðu látið myrða blaðamann í sömu stöðu og Hhasoggi var gagnvart Sádi-Arabíu, þarf ekki að velkjast í vafa um það að það hefði verið fráleitt að þeir kæmu ár sinni fyrir borð á Vesturlöndum eins og Sádarnir hafa gert og halda áfram að gera. 

Þvert á móti má lesa æsingargreinar um Afgani á samfélagsmiðlum þar sem hvatt er til þess að fara í hart við þá, ekki síst vegna trúarbragðanna. 

Munurinn á Sádi-Arabíu og Afganeistan er þekkt fyrirbæri allt frá fornöld, Sádarnir- hafa slík völd á alþjóðavettvangi í krafti olúuframleiðslu sinnar, að allir vilja hafa þá góða.

Í olíuríkjunum við Persaflóa eru og verða um sinn olíulindir, sem er einfaldlega lang ódýrast að nýta á jörðinni. 

Allt tal um að eitthvað sambærilegt sé að finna á norðurslóðum er fjarstæða. 

Olíuauðurinn þarna suður frá er til kominn vegna gríðarlegra setlaga í jörðu frá fyrri árþúsundum, sem urðu svona orkurík vegna þess að þarna nýtur mestu sólarorku á jörðinni. 

Og hið skondna er, að þegar nýting sólarorku beint tekur við, sitja Arabarnir áfram á besta stað jarðar til að gera það.  


mbl.is Unnusta Khashoggis fordæmir yfirtökuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur afturför orðið framför?

Nú er rætt um það á ýmsum stöðum að grípa til þess ráðs að tvísetja í herbergi á hjúkrunarheimilum til þess að gefa færi á framför í rekstri þeirra og afköstum. 

Það er vissulega nöturlegt að í kjölfar þeirrar yfirgnæfandi niðurstöðu í skoðanakönnunum fyrir kosningar, að heilbrigðismál eigi að vera aðal málið í kosningunum, skuli eitt það fyrsta, sem komi fram til úrbóta vera að standa fyrir afturför á brýnasta úrlausnarefninu. 


mbl.is Möguleikar til fjölgunar rýma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband