Fyrir réttum 80 árum: "Snjór, krap og drulla tefja fyrir..."

Í bókinni "Dagleg atburðarás Seinni heimsstyrjaldarinnr" (Chronology of World War II) er stuttur texti fyrir laugardaginn 18. október 1941 sem er fyrirsögn þessa pistils. 

Textinn knappi segir ekki mikið einn og sér, en felur þó hvorki meira né minna í sér en ástæðuna fyrir mestu umskiptum í nokkru stríði hernaðarsögunnar, sem birtist innrásarher Adolfs Hitlers í upphafi orrustunnar um Moskvu. 

Í einstæðri sigurgöngu þýska hersins allt frá innrás hans í Rínarlönd 1936 hafði hann aldrei beðið ósigur í neinni orrustu, allt vestur til Atlantshafs, suður til Miðjarðarhafs og Afríku og austur til Moskvu. 

17. október 1941 stóðu leikar þannig í sókn þýska hersins til sigurs í innrás hans í Sovétríkin, að hann hafði alls umkringt, drepið og tekið höndum undir stjórn Guderians meira en milljón sovéska hermenn í tveimur orrustum, annars vegar orrustunni um Ukraínu og Kíev og hins vegar orrustunni um Vyazma-Bryansk á í hinni ofsafengnu skriðdrekasókn áleiðis til Mosvkvu. 

Síðari orrustan vannst eftir hálfs mánaðar þeysireið um hentugt landslag fyrir brynsveitir, og nú blasti við aðeins rúmlega hundrað kílómetra endasprettur. 

En 18. október gerðist þetta alveg óvænt: "Snjór, krap og drulla."  

Skyndilega urðu alger þáttaskil og langöflugasti og sigursælasti her heims lamaðist algerlega.

Nú kom sér illa að Hitler hafði tafið sóknina til Moskvu samtals í sjö vikur með því að láta herinn taka á sig risastóra króka, og í ljós kom að í stað þess að hafa fimmtán vikur, hafði Guderian aðeins tvær.  

Allur hernaður er háður aðföngum og flutningum vista, eldsneytis og vopnabúnaðar. 

Allt í einu skall rússneski vetur á, það kólnaði hratt og tugþúsundir hermanna kól eða þeir frusu í hel, enda engan veginn klæddir fyrir vetrarhernað. 

Ofsakuldinn stöðvaði skriðdrekana og það var hvorki hægt að koma þeim í gang né halda þeim gangandi ef það tókst. 

Ofan á þetta birtust skyhndilega tugþúsundir vel búinna hermanna Rússa, konnir beint eftir endilangri Síberíu frá landamærunum við Japani. 

Þrjú þúsund spánnýrra T-34 skriðdreka birtust í fyrra sinn, en þeir voru sérstaklega hannaðir fyrir rússnesksar aðstæður, til dæmis með mun breiðari hljólabelti sem gáfu drekunum yfirburða flot. 

5. desember voru fremstu hermenn Guderians komir í 19 kílómetra fjarlægð frá Kreml, en þá skall á ný og ofsafengin gagnsókn Stalíns sem hrakti þýska herinn á flótta á langri víglínu. 

Sigurvegarar orrustunnar um Moskvu urðu því Rússar og þessi þetta varð fyrsta stórorrustan sem Þjóðverjar töpuðu. 

Að vísu komust þeir sumarið eftir allt austur í Kákasus og tóku borgina Stalingrad að mestu í desember 1942, en eftir það lá leið þessa mikla hers á þriðja þúsund kílómetra á samfelldum flótta allt aftur til Berlínar.  


Orkuskipti allra.

Jónas Elíasson byrjar grein um komandi orkuskipti í Morgunblaðinu á þeirri fullyrðingu, að "nær ekkert hafi hlýnað á Íslandi á síðustu hundrað árum." Á þessu og fleiri firrum byggir hann síðan þá niðurstöðu að við eigum ekki einasta að hverfa frá fyrirætlunum um  orkuskipti, heldur að auka hlut stóriðjunnar hér á landi. 

Ekki þarf annað en að líta á nær samfellda og stórfellda rýrnun íslenskra jökla í rúma öld til að sjá að fullyrðing Jónasar og fleiri um að loftslag fari jafnvel kólnandi hér á landi er alröng, en þessi ranga fullyrðing veldur því hins vegar að þessi höfuð forsenda greinar hans kippir fótunum undan henni. 

Hún bætist við aðrar svipaðar greinar sem birst hafa í Morgunblaðinu og hafa átt að sýna fram að loftslag á Íslandi fari jafnvel kólnandi!

Framundan er tími, sem markar endalok svonefndrar olíualdar, þegar rányrkja jarðefnaeldsneytis mun gera orkuskipt óumflýjanleg. 

Jónas krefst þess í grein sinni að orkuskiptin verði öll látin lenda á þeim þjóðum heims, sem hafa hingað til farið varhluta af notkun jarðefnaeldsneytis og sýnir slík krafa vel hve mikil einsýni liggur að baki kröfunni um að Íslendingar og aðrar "þróaaðar" þjóðir fái að halda rányrkjuninni áfram. 


Bloggfærslur 18. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband