Vissara að treysta ekki á stálheppni á ný í næsta gosi.

Þótt líklegt virðist að það stefni í dánarvottorð eldgossins í Geldingadölum er ekki víst að sama máli gegni um byrjun á nokkurra alda löngu tímabili með eldvirkni og gosum á Reykjanesskaga. 

Og enn síður er líklegt að við getum á ný orðið jafn stálheppin með gosssvæðið og raunin varð í þessa sinn. 

Þvert á móti er erfitt að finna annað svæði, þar sem jafn lítil röskun verði hvað varðar mannvirki og fólk og í þessu einstaklega hagkvæma túristagosi. 


mbl.is Telur eldgosið vera í andarslitrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirhöfn flestra þjóða virðist miðast við að sleppa sem best sjálfar.

Þegar umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin um síðustu aldamót vöktu Íslendingar athygli vegna hinnar einstæðu lagni, sem sýnd var til þess að fá svo ríflega undanþágu frá samþykktri stefni, að hægt var að viðhalda hröðum vexti útblásturs hér á landi næstu áratugi með því að tengja hann við tölur í öðrum löndum, oftast með ansi langsóttum rökum. 

Leitað var með logandi ljósi að einhverju öðrum leiðum en neysluminnkun til þess að reikna nýtt fyrirbrigði, "kolefnisjöfnun" inn í formúluna fyrir Íslendinga. 

Jafnframt því var reint að reikna minnkun jarðefnaeldsneytis í orkunotkuninni hressilega niður á við til að sýna fram á að við ættum allt eins að láta þá minnkun alveg eiga sig. 

Okkur er kannski vorkunn að stunda svona kúnstir, því að það úir og grúir allt af dæmum um viðleitni annarra þjóða til þess að hagræða bókhaldinu sér í hag eftir ítrustu leiðum. 


mbl.is Magn gróðurhúsalofttegunda nær nýjum hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar þyðingarmikið heimsþing á marga lund.

Með hitaveitu Reykjavíkur um það leyti sem Winston Churchill kom í heimsókn til Íalands 1941 varð nafn Íalands samofið þeim miklu möguleikum sem nýting jarðvarma gefur á heimsvísu og gefur okkur enn færi á því að vera í forystu í þessum málum á heimsvísu. 

Nýtingingin getur verið margvísleg, bæði með því að bora eftir heitu vatni og leiða það inn í kerfi til upphitunar húsa eins og gert var fyrst í Reykjavík, en síðar með því að virkja orku háhitasvæða til raforkuframleiðslu eins og gert var fyrst í miklum mæli við Kröflu. 

Í átakamiklum sjónvarpsþætti um það mál 1978 kom fram, að ákeðnum leiðbeinandi atriðum Guðmundar Pálmasonar um örugga og sjálfbæra, endurnýjanlega orkuöflun hefði ekki verið fylgt sem skyldi, þannig að kunnátta og vitneskja um slíkt hefði átt að vera eitt af meginverkefnum í orkunýtingu gufuaflsvirkjana eftir það, enda um stórkostlega hagsmuni að ræða. 

Í merkilegum greinaflokki Ólafss Flóvenz og Guðna Axelssonar í Mörgunblaðinu fyrir um áratug töldu þeir að skilyrði fyrir því að foraðast rányrkju fælist í því að fara af stað með sem allra hóflegasta nýtingu, sem ekki væri "ágeng" og fylgjast vel með því hvort orkuöflunarsvæðið stæðist sjálfbærniskröfurr á hverjum tíma.  

Þetta var hins vegar alls ekki gert á háthitasvæðunum á Hengils- Hellisheiðarsvæðinu og á Suðurnesjum en engu að síður fullyrt að orkuöflunin væri endurnýjanleg, nú síðast bæði í heisókn danska krónprinsins og heimsóknum þátttakenda á Arctic Circle. 

Landsvirkjun hefur hins vegar farið varlegar við Þeystareykjavírkjun eins og forstjórinn þar á bæ tók skýrt fram þegar sú virkjun var tekin í notkun, og í staðinn fyrir að rjúka af stað með 300 megavatta virkjun eða jafnvel 1000 megavatta virkjun eins og bæjarstjóri Ölfushrepps heimtar, eru 90 megavött látin nægja sem byrjunarafl nyrðra. 

Mikilvægt er því að nýta það mikla tækifæri sem heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins gefur til þess að fjalla sem best um allar hliðar þeirra gríðarlegu möguleika, sem fjölbreytt nýting jarðvarma gefur. 

 


mbl.is Heimsþing um hita hafið í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband