Stórgos hafa orðið á svæðinu að Fjallabaki á nokkurra alda fresti.

Tvö stærstu hraungos veraldar á sögulegum tíma hafa orðið á svæðinu milli Suðurjökla og Vatnajökuls.  

Það næst stærsta var Lakagígagosið 1783, en aðeins stærra en það var gosið Katla-Eldgja um 934.  

Á milli þeirra kom gríðarmikið gos um 1480 í Friðlandi að Fjallabak, sem hafði gríðarlegar afleiðingar allt frá Veiðuivötnum og Tungnaáröræfum suður í Hrafntinnusker. 

Allt er stórt á þessu gossvæði þar sem er meðal annars er stærsta askja landsins, kennd við Torfajökul, stærsta líparítsvæði landsins og stærsta hrafntinnuhraunið 

Ef gríðargos af þessu tagi koma á ofangreindu svæði milli Vatnajökuls og Suðurjökla á nokkurra alda fresti má segja gróflega að það fari að nálgast að tími komi á eitt slíkt. 


mbl.is Lágtíðniskjálftar á fimmtán mínútna fresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Murphy í essinu sínu í Borgarnesi.

Lögmál Murphys er þekkt fyrir það hve það eru oft að þvi er virðist lítil atriði sem hafa griðarlegar afleiðingar. 

Í íslensku máli er reyndar til máltækið "oft veltir lítil þúfa þungu hlassi" og svo sannarlega hefur það átt við um þessa einstæðu uppákomu. 

Fræðimenn í líkindareikningi gætu hugsanlega fengið út athyglisverða tölu varðandi líkindin á því að allt þetta stórkostlega domínóspil gæti farið af stað út af örfáum seðlum.   

En svona er þetta víst og enginn fær gert við því, eins og skáldið sagði. 


mbl.is Gilt atkvæði leyndist í röngum bunka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignir eins manns virtar á ígildi tífaldrar þjóðarframleiðslu Íslands.

Fáum mönnum hefur á á viðskiptaferli sínum verið jafn oft spáð gjaldþroti og Elon Musk. En leitun er að manni sem hefur afsannað slíkar spár jafn rækilega.

Musk hefur reyndar hvað eftir annað og margoft gengið nærri þreki sínu og stöðu fyrirtækis síns með einstæðum ákafa sínum, stefnufestu og hugviti. 

Hann hefur oft orðið að taka afar erfiðar ákvarðanir, sem hafa orkað tvímælis. 

En "allt orkar tvímælis þá gert er" var eitt af eftirlætis máltækjum Bjarna heitins Benediktssonar heitins forsætisráðherra. 

Um Musk hefur mátt segja það sem segir í ljóði Hannesar Hafstein: 

"Sjá, hvílík brotnar bárumergð

á byrðing einum traustum

ef skipið aðeins fer í ferð 

en fúnar ekki´í naustum."


mbl.is Musk metinn á 33 þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt nútíma afbrigði af Ghettó?

Það væri líklaega bæði of mikil alhæfing fólgin í því og vanvirðing við þá, sem hafa búið erlendis í svonefndum ghettóum, og líkja 5-7 þúsund manna íslenskri búsetu í atvinnuhúsnæði eða óhæfu húsnæði við þessi erlendu hverfi. 

Þó sást glytta í þetta í brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem íslensk regluverk virist ekki geta komið böndum á stóralvarlegt ófremdarástand, heldur dúkka upp jafnvel verri hliðstæður annars staðar í borginni að sögn talsmanna slökkviðliðsins.  

Um miðja síðustu öld voru braggahverfin ígildi fátækrahverfa í löndum vanþróaðra þjóða, og vitanlega voru braggarnir afar misjafnir, allt frá óhæfum skriflum upp í bragga sem vel var við haldið. 

Síðuhafi minnist fyrirmyndar hjóna, sem komu undir sig fótunum í upphafi með því að búa í góðum bragga og endurbæta hann eftir föngum þangað til þau höfðu af fádæma dugnaði og elju komist í álnir og orðið ríkt fólk, sem gat búið í eins ríkulegu húsnæði og hugsast gat ef þau bara vildu það. 

Þau gleymdu samt aldrei uppruna sínum  og því hvar þau höfðu brotist úr fátækt með elju, reglusemi og dugnaði og voru stolt af sínum ferli. 


mbl.is 5-7 þúsund búi í atvinnuhúsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband