Ronaldo sýndi Íslendingum sérstaka lítilsvirðingu hér um árið.

Christiano Ronaldo er ekki að sýna leikmönnum lítilsvirðingu í fyrsta sinn núna, eins og lýst er í viðtengdri frétt á mbl.is.

Er það ekki rétt munað, að hann sýndi íslenska landsliðinu sérstaka lítilsvirðingu eftir jafntefli hér um árið með því að úthúða liðinu fyrir það hvað það væri lélegt og ekki þess virði að leikið væri við það? 

Enginn annar hefur viðhaft slík ummæli um okkar lið. Því miður er stutt í hrokann hjá þessum annars frábæra knattspyrnumanni.   


mbl.is Margrét Lára gagnrýndi hegðun Ronaldo (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíu sinnum minna flatarmál í Vaðlareit en verður á Teigsskógsleið?

Það má áætla að fyrirhuguð Vestfjarðaleið um Teigsskóg mun kosta ruðning að minnsta kosti tíu sinnum meira flatarmáls af skógi og fögru skerjalandslagi, verðmætri landslagsheild, heldur en er ætlunin að gera hjá Skógræktarfélagi Eyjafjarðar í skóglendi austan Akureyrar, sem greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is. Reynitre_i_utanverdum_Teigsskogi

Miðað við eðli máls væri hægt að leggja veg um Teigsskóg eftir svipuðum aðferðum og tíðkast víða í þjóðgörðum, svo sem á Bláskógaheiði við Þingvallavatn, með 50 eða 60 kílómetra hámarkshraða. 

Það er gríðarlegur munur á slíkum hraða og 90 km trukkahraðanum, sem er keppikefli Vegagerðarinnar. 

Bara hávaðinn einn af hinum stóru dekkjum á stórum bílum á slíkum hraða er margfaldur á við hávaðann af dekkjum á 50-60 km ferð. 

Töfin í akstrinum á þessum vegarkafla yrði álíka mikil og í Hvalfjarðargöngunum, ca 2-3 mínútur, mog vegurinn þyrfti miklu minni brúttó breidd sem felst í ruðningi og uppfyllingu út af vegöxlunum. 

Vegurinn norðan Þingvalla er gott dæmi um þann árangur sem hægt er að nú í þessum efnum þegar Vegagerðin tekur sig til, en því miður er ekki annað að heyra innan úr herbúðum hennar en að á Teigsskógsleið skuli valda sem allra mestum umhverfisspjöllum. 

Myndin hér að ofan er tekin í utanverðum Teigsskógi þar sem Ólafur Arnalds stendur undir hluta af þein hluta skógarins þar sem eru reynitré. 

Ólafur er eini Íslendingurinn sem hefur fengið Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Þau fékk hann fyrir tímamóta rannsóknir sínar á gróðurlendi Íslands. 

En nú koma fram menn, sem telja sig hafa meira vit á málum en Ólaf á viðfangsefnum hans og fara mikinn.  

Þeir hafna því að við nokkru sé hróflað í meðferð landsins, vegna skorts á gögnum!


mbl.is Höggva tvo hektara af 85 ára gömlum skógi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband