Óhjákvæmilegt að risafjárhæðir skekki samkeppnisaðstöðu í knattspyrnu?

Fyrir nokkrum árum skóku stórbrotin fjármál Manchester City knattspyrnuheiminn og þóttu hafa haft afar slæm áhrif á samkeppnisstöðu og aðstöðu helstu knattspyrnufélaga heims. 

Ekki bættu úr skák sérlega vafasamar aðferðir við að afla hinna miklu fjárhæða sem fært hefðu liðinu Englandsmeistaratitilinn og vörpuðu ljósi á áhrif fjársterkta útlendinga á rekstur liðsins. 

Það kann að vera að eitthvað hafi skánað í þessum málum síðan, en engu að síður eru fjárhæðirnar, sem nefndar eru í sambandi við verðmat á leikmönnum, stjarnfræðilega háar. 

Tæplega tvö hundruð milljóna króna verðmæti í einu meistaraliði flokkast varla sem smáaurar. 

Sem aftur á móti vekur spurningar um það hvort notkun slíkra ofurfjárhæða séu heppilegar fyrir keppnisaðstöðu og möguleika hinna mismunandi knattspyrnufélaga. 


mbl.is Manchester-liðin þau dýrustu í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti hann að fá lánað viðurnefni úr sögu Hauka?

Handboltaleikmenn á borð við Gísla Þorgeir Kristjánsson er alltaf vinsælir meðal áhorfenda, því að hraði þeirra, snerpa og leikni er sannkallað augnayndi. 

Einu sinni fyrir langalöngu átti Hafnafjarðarliðið Haukar svipaðan mann um stund, sem hét Stefán Jónsson og fékk viðurnefnið "tætarinn." 

Þetta var réttnefni, því að á góðum degi tætti Stefán varnir varnir mótherjanna í sig. 

Á þeim árum þurfti ævinlega að byrja að nýju á miðju með hvort liðið á sínum vallarhelmingi eftir hvert skorað mark og engin takmörk voru sett fyrir lengd sókna. 

Fyrir bragðið voru mun færri mörk skoruð í leikjum en nú er, en "tætarinn" hafnfirski komst samt í það að skora tíu mörk í leik og meira en helming marka síns liðs. 

Jóhann Ingi Gunnarsson í Val bjó, ef rétt er munað, yfir jafn miklum ef ekki einn meiri hraða þegar hann smellti sér á ofurhraða í gegnum varnirnar. 

Nú er bara að vona að Gísli Þorgeir komist án meiðsla í sitt fyrra form og jafnvel enn betra form. 

Þá gæti hann fengið gamla Hauka viðurnefnið að láni og orðið mesti "tætari" allra tíma. 


mbl.is Gísli Þorgeir er kominn aftur í handboltagírinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband