Fyrir 80 árum: Orrustan um Vyazma á endaspretti til Moskvu.

Fyrir réttum 80 árum brunuðu brynsveitir þýska skriðdrekaherforingjans Heinz Guderians á fullri ferð í Aðgerðinni Taifun í áttina til Moskvu og áttu aðeins 200 kílómetra eftir í herför, sem fram að þessu var sú stærsta og glæsilegasta í hernaðarsögunni, enn glæsilegri en leifturstríðið vorið árið áður þegar Niðurlönd, Frakkland, Danmörk og Noregu féllu á tveimur mánuðum 

Þýsku brynsveitirnar unnu frækinn sigur í tveimur orrustum á lokasprettinum til Moskvu 1941, um Bryansk, sem hófst 6. október 1941 og endaði 19 október, og um Vyazma 7. október og stóð til 14. október. 

Sigurinn í Vyazma var sérstaklega sætur, því að þar, hinn 3. nóvember 1812, hafði rússneski herinn valdið svo miklu tjóni á stórum hluta hers Napóleons, sem var að reyna að komast á nægan skrið á heimleið frá Moskvu, að það réði úrslitum um að þessi flótti Napóleons misheppnaðist og breyttist í eitthvert mesta afhroð hernaðarsögunnar. 

Battle_vyazmaMyndin hér er af orrustunni 1812 sem er í hávegum höfð hjá Rússum.

Dagana 6 til 19 október 1941var ástandið hins vegar á þveröfuga lund, tveir rússneskir herir voru umkringdir og þeim eytt, og leið Guderians og manna hans til Moskvu, aðeins 200 kílómetrar af 1800 sem höfðu verið farnir síðan 22. júní, virtist bein og greið. 

Her Guderians hafði ekki aðeins farið beint af augum langleiðina til Moskvu á tæpum tveimur mánuðum, heldur hafði Hitler skipað honum 12. ágúst, að snarbeygja þvert af leið 1000 kílómetra til Kænugarðs og framkvæma þar stærstu innilokun og ósigur hernaðarsögunnar þar sem milljónir Rússa voru sigraðir og herteknir, og fara síðan aftur til baka aðra 1000 kilómetra til að hefja að nýju brunið til Moskvu 30. september. 

Þessi ekki litli útúrdúr hafði að vísu kostað sjö vikna töf á hraðferðinni til Moskvu, en á móti komu sigrarnir stóru í Ukraínu, sem höfðu uppfyllt draum Hitlers frá Mein Kampf um yfirráð yfir "kornforðabúri" og iðnaðarframleiðslu Úkraínu. 

Miðað við fyrri hraða og yfirferð Guderians, virtist nú, í októberbyrjun, aðeins smámál fyrir hann og sveitir hans, að klára þá 200 kílómetra af alls 4000 kílómetrum sem nú tæki aðeins nokkrar vikur að klára. 

Stefni að því að staldra við fram að jólum í nokkur skipti hér á blogginu á stöðum á þessum örlagaslóðum, sem ég skoðaði í sérstakri pílagrímsferð veturinn 2006. 


Af hverju varð Héðinn formaður Dagsbrúnar? Klukkan færð aftur um 90 ár?

Ef eigendur fyrirtækja koma því í gegn á því herrans ári 2021 að reka þá starfsmenn sem eru trúnaðarmenn starfsmanna er verið að færa klukkuna á Íslandi aftur um tæp 90 ár til þeirra ára, þegar eigendur fyrirtækja gátu gert þetta á löglegan hátt. 

Þessu beittu eigendur fyrirtækja óspart með því að nýta sér bág kjör starfsmanna til að kúga þá til eftirlátssemi með hótunum um brottrekstur. 

Verkamannafélagið Dagsbrún var á þessum árum stærsta og öflugasta verkalýðsfélagið, en sá ekkert annað ráð til þess að bregðast við þvingununum en að ráða sem formann Héðinn Valdimarsson, sem var bæði Alþingismaður og vel launaður forstjóri Ólíuverslunar Íslands.

Það var því ekki hægt að nota lauasviptingaraðferðina á hann.

Það kostaði langa baráttu að fá það inn í vinnulöggjöfina fyrir 90 árum að slíkar aðfarir væru ólöglegar. 

Það er þvi ekkert smámál ef nú á að fara að beita þessari svipu og færa klukkuna þar með aftur um 90 ár. 

 


mbl.is „Þetta er bara svo alvarlegt brot“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fram til 1963 var oft sagt að Eyjar væru útdautt og óvirkt eldstöðvakerfi.

Þeim, sem komu til Vestmannaeyja fyrir sextíu til sjötíu árum varð oft starsýnt á Helgafellið, sem hafði eins eldfjallalegt útlit og hugsast gat.

Svörin voru yfirleitt á reiðum höndum, þegar spurt var nánar út í fjallið og gíg þess: Þetta er óvirk og útdauð eldstöð. 

Haustið 1963 vöknuðu allir með andfælum; það var hafið eldgos á hafsbotni suðvestur af ysta útverði eyjanna, Geldingaskeri. 

Því gosi lauk ekki endanlega fyrr en 1967 og eftir stóð myndarleg eyja, sem síðan er útvörður lands okkar, Surtsey. 

Þrátt fyrir þetta sváfu menn næsta rólegir næstu árin; gosið hafði jú verið utan marka eyjana þegar það hófst. 

Aftur voru menn vaktir upp við vondan draum 23.janúar 1973 og nú við eldgos inni í hjarta og miðju eyjanna, á sjálfri Heimaey. 

Framhaldið er heimsþekkt eitthvert dramatískasta eldgos síðari ára með ótrúlega mannbjörg og frækilegan árangur af baráttu við hraunflæði og öskufall og síðan endurreisn byggðarinnar. 

Nýlega voru sagðar fréttir af vinnu við endurnýjun viðbragðsáætlunar vegna eldgoss í Vestmannaeyjum, og í henni tekið tillit til þess sem ævinlega hefur blasað við: Heimaeyj er stærsta eyjan af því hún er miðja og hjarta eldstöðvakerfis eyjanna. 

Þegar horft er á svonefnd eldstöðvakerfi Ljósufjalla blasa við fjölbreytt ummerki um það í formi eldgíga og hrauna, að þar er hvorki um útdautt né óvirkt eldstöðvakerfi að ræða. 

Eldstöðvarnar bera þess merki að hafa verið virkar eftir að síðustu ísöld lauk og ber því að umgangast þær samkvæmt því. 

 


mbl.is Óvenjuleg skjálftavirkni heldur áfram á Vesturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta þarf leiðbeiningar til kaupenda nýrra bíla.

Nákvæmar upplýsingar um bílaflota landsins eru vel þegnar, og nú er bara að bæta við skipulegri þekkingu um hinar mismunandi gerðir, einkum varðandi mismuninn á dísil og bensínbílum, hybrid og plug-in hybrid og rafbílum, sem ganga fyrir raforku eingöngu.  

Yfir kaupendur dynja dreifðar, tilviljanakenndar og oft misvísandi upplýsingar og leiðbeiningar sem virka ruglandi, svo sem allt "jeppa" talið og það að hybrid bílar noti rafmagn á þann hátt sem orkugjafa að "nota sama rafmagnið aftur og aftur". 


mbl.is Nákvæm tölfræði nú aðgengileg á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband