Hvar verða risa rafstrengirnir? Alls staðar.

Þegar Sighvatur Björgvinsson var iðnaðarráðherra 1991 til 1995 fór hann með íslenskum sérfræðingum til Bretlands til að kynna sér áform um lagningu rafsæstrengs milli Skotlands og Íslands. 

Niðurstaðan varð afdráttarlaus og að sumu leyti óvænt miðað við þær væntingar um stórgróða sem fylgja myndu slíkum streng. 

Það kom til dæmis í ljós að ekki var nóg að strengurinn væri einn, heldur argð minnsta kosti tveir vegna seguláhrifa og afhendingaröryggis. 

Sighvatur sneri heim til Íslands með þá niðurstöðu að risa sæstrengahugmyndirnar væru ekki raunhæfar. 

Þegar Orkupakki 4 nálgast og búið er þegar að gera áætlanir um á annað hundrað stórar vatnsaflsvirkjanir, á annað hundrað virkjanir undir 10 megavöttum hver, vindaflsvirkjanir upp á meira en 3000 megavött samtals og komast með öllu þessu upp í að þrefalda eða jafnvel fjórfalda raforkuframleiðsluna í landinu, blasir það við, að lokaniðurstaðan geti orðið að við Íslendingar framleiðum fimmtán til 20 sinnum meiri raforku fyrir erlenda stóriðju en íslensk heimili og fyrirtæki. 

Að stóriðjan muni taka allt að 95 prósent orkunnar en við sjálf hafa 5 prósent. 

En hin sviðsmyndin er kynnt aftur og aftur áratug eftir áratug að við eigum að gera land okkar að einu allsherjar virkjananeti allt frá hafinu sjálfu inn á miðju hálendisins. 

Risa sæstrengir yrðu að koma að landi á suðausturhorninu og þaðan liggja margfalt net risalína þvers og kruss um allt land. 

Af þessum sökum er eðlileg sú krafa Landsnets, að ferðamönnum sem koma til landsins, verði rækilega fylgt með risalínum alla leið frá Leifsstöð austur um til Hornafjarðar auk lína á svonefndum "mannvirkjabeltum" um hálendið.  


mbl.is Strengurinn kemur á land við Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfið leið til metorða fyrir langflesta, sem Birgir hefur valið sér.

Þeir sem fara út í framboð í stjórnmálum verða að sætta sig við það á margan hátt, að þar sem flokkar eru margir og þar af leiðandi flestir smáir, er í fyrsta lagi erfitt að komast til áhrifa nema í gegnum flokk, sem kemst í stjórn, því að sagt hefur verið að varla sé hægt að hugsa sér ömurlegri stöðu en að vera í stjórnarandstöðu. 

Nánast engin frumvörp á þingmanna slíkra flokka fá brautargengi, algengast er að þau séu svæfð og það jafnvel aftur og aftur árum saman. 

Ef svo ólíklega vill til að þau séu afgreidd til beinnar atkvæðagreiðslu eru þau felld. 

Þegar það hefur runnið upp fyrir þingmönnum við kjör, að þeir muni lenda í örfámennum þingflokkum, sem lendi í stjórnarandstöðu, Ef þeir ákveða að vera þar áfram bíður þeitta hlutskiptið, sem lýst er hér að ofan. 

Eini kosturinn við það er sá, að þá er erfitt fyrir kjósendur þeirra að benda á að þeir hafi brugðist og svikið fylgismenn sína.  

En stjórnmál eru nú samt list hins mögulega, svo að það mætti líka segja að það að velja erfiðustu og árangursminnstu leiðina séu ákveðin svik, nær væri að sjá hvort hafa megi áhrif á annan veg, til dæmis með því að stökkva yfir á vagn hjá stærsta ríkisstjórnarflokknum.  

Sjaldan hafa menn þó komist langt með þeirri aðferð, svo sem hjá Jóni Magnússyni eftir kosningarnar 2007 og Inga Birni Albertssyni á tíunda áratugnum. 

Stefán Valgeirsson hafði nokkra sérstöðu 1988 til 1991. Flestir höfðu afskrifað hann eftir að honum var hent út af framboðslista Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmis eystra fyrir kosningarnar 1987, en hann var stórlega vanmetinn og kom öllum á óvert með því að bjóða sérstaklega fram eigin lista í nafni félagshyggju og framfara og komast í oddaaðstöðu fyrsta ár ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar þar til helmingur Borgaraflokks Alberts Guðmundssonar komst um borð í stjórnarfleyið.  

Það varð þá fimm flokka stjórn, en síðar mun Steingrímur hafa sagt, að það hefði tekið jafn mikinn tíma frá honum við að hafa Stefán góðan eins og alla hina til samans. 

Hvað Miðflokkinn snertir undanfarin fjögur ár, tapaði hann í fyrstu miklu fylgi eftir Klausturmálið, en græddi jafnframt brottræka þingmenn Flokks fólksins, en síðan sótti flokkurinn inn í ákveðið tómarúm meðal andstæðinga 3. orkupakkans, sem voru í meirihluta í skoðanakönnunum þrátt fyrir nægt fylgi á þingi. 

Flokkurinn sankaði að sér nokkrum svipuðum málum eins og staðsetningu Landsspítalans og kosningagjafaloforðum, en andstaða hans við orkupakkann hafði gleymst og vel útfærðar kosningastefnur Framóknar og Flokks fólksins toppuðu á réttum tíma. 

Birgir Þórarinsson mun varla geta leikið neinn Stefán Valgeirsson í hinum drjúga meirihluta komandi stjórnar. 


mbl.is „Þetta eru svik við kjósendur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband