Kínverjar með marga sniðuga mini-rafbíla. Líka Volkswagen og Citroen.

Nokkrir öflugir framleiðendur nýrrar kynslóðar ódýrra lítilla rafbíla eru nú að koma með þá á markað.  1259431

Flestir eru í Kína, en Citroen verksmiðjurnar eru að byrja að framleiða Citroen Ami, sem er svo stuttur, að hann kemst þversum í stæði. 

Þessir bílar eiga að ryðja braut fyrir nýja hugsun í borgarumferð, þar sem beinasta leiðin til að leysa umferðarvandann er að nota minni bíla en nú sprengja gatnakerfin. 

Rafbíllinn Hong Guang Min-EV hefur selst í 55 þúsund eintökum á nokkrum mánuðum og er styttir en gamli Mini, aðeins 2,91 m, en með því að hafa hann 1,66 m á hæð, er hægt að setja fjóra í sæti hans. Með aftursætin niðurlögð er farangursplássið sagt vera 700 lítrar. Með því að bera hann saman við bílinn neðst á síðunni, er hægt frá uppgefnum upplýsingu að fá raunhæfar tölur, sem eru þessar: Eigin þyngd 665 kíló, álíka og Tazzari Zero bíllinn neðst á síðunni. 17,4 hestöfl og 13,8 Kwst gefa 100 km hraða og 100 km drægni í raun við íslenskar aðstæður. Stór kostur er að bíllinn er framleiddur undir handleiðslu General Motors og getur tekið fjóra í sæti. 

Uppgefið verð gæti orðið um 2 millur og orkueyðslan um 3 krónur á kilómetrann, svipað og á Tazzari Zero. 

SEAT Minomo

Hér á síðunni hefur verið greint frá fyrirætlun Volkswagen með að láta dótturverksmiðjur sínar framleiða bílinn SEAT Minimo í sérstakri verksmiðju í Barcelona þar sem á að rísa miðstöð hinnar nýju byltingar. 

Síðuhafa sýnist Minimo skila bestri niðurstöðu, útskiptanlegar rafhlöður og dyr, sem hurðir opna loðrétt, 90 km hámarkshraði og 100 km drægni, ökumaður einn frammi í og farþegi beint fyrir aftan hann aftur í.

Tveir rafbílar í þessum stærðarflokki, ítalskir af gerðinni Tazzari Zero, voru fluttir til landsins 2017, er annar þeirra á neðstu myndinni og eru ytri mál þeirra og þyngd svipuð og á Hong Guang Mini-EV, svo og afl, hraði og drægni. 

Þeir voru á boðstólum nýir fyrir 2 millur 2017, taka tvo í sæti, með ágætt farangursrými, ná 100 km hraða og hafa 100 km drægni á sumrin. 

Síðuhafi hefur ekið honum um ellefu þúsund kílómetra, en ekur að mestu á rafknúnu léttbifhjóli, bensiknúnu 125 cc Hondu vespulaga hjóli á lengri leiðum og rafreiðhjólinu Náttfara á stystu leiðum. 

Þetta hefur verið gert sem tilraun til að prófa hvernig hægt er að nota "rafbíl litla mannsins" eða "hjól litla mannsins" hér á landi.  DSC00049


mbl.is Kínverski rafbíllinn sem skákar Teslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný afbrigði af COVID-19; líkt og stríð með nýjum vopnum.

Á síðustu 40 árum hefur ofnotkun og röng notkun sýklalyfja hrundið af stað stríði með stökkbreytingum sýkla með fjölónæmi sem líkist því að stríðsaðili komi sífellt fram með ný vopn eða endurbætur á þeim. 

Þetta stríð heyja svonefndar kórónaveirur nú með nýjum afbrigðum, svo sem SARS fyrir rúmum áratug sem COVID-19 er afbrigði af.  

Af COVID-19 birtast sífellt ný stökkbreytt afbrigði í stanslausu stríði heimsfaraldurs, sem enn er í fullum gangi og ógnar með hótunum um öflugri afbrigði í útbreiðslu og virkni. 

Þetta er veruleiki 21. aldarinnar, sem mátti sjá fyrir strax upp úr 1980 en menn hafa ekki verið nógu vakandi gegn, þrátt fyrir aðvaranir sérfræðinga. 


mbl.is Nýtt afbrigði breiðist hratt út í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagkvæmni gæðanna eftirsóknarverðari en hagkvæmni stærðarinnar.

Það er margföld reynsla af því í samkeppnisumhverfi, að enda þótt viðurkenna beri hagkvæmni stærðarinnar, má ekki vanmeta hagkvæmni gæðanna.  

Ekki þarf að nefna annað en svissnesku úrin á sínum tíma og vörumerki eins og BMW, Honda og Yamaha á vélhjólum. 

Hvað BMW hjólin snertir hafa gæðin skilað framleiðandanum svo mikilli sölu að hagkvæmni stærðarinnar hefur fylgt með. 

Hagkvæmi gæðanna er grundvöllur að hagkvæmni stærðanna þegar betur er að gætt.  

Á tímabili einblíndu margir á þann nöguleika að skipta út mjólkurkúm á Íslandi og taka inn stærri og afkastameiri norskan kúastofn. 

Þegar þetta var í gangi gleymdist alveg að leggja mat á sérstöðu þeirrar gæðamjúlkur sem íslenska kýrin gefur af sér á heimsvisu. 

Sem betur fór féllu menn ekki fyrir hugmyndinni um útskipti á stofnum með öllum þeim kostnaði sem hefði fylgt því að breyta fjósunum til samræmis. 

Það gladdi síðuhafa, sem er gamall kúarektur, mjög. 

Hagkvæmni stærðarinnar felst ekki aðeins í stærð gripanna hvers um sig, heldur líka í heildarstærð hvers kúabús. 

Rétt eins og að gæði kórsöngs felst ekki aðeins í stærð kóranna, heldur samhljómi raddgæðanna. 


mbl.is Milljarða bati í mjólkuriðnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband