6 sentimetra tilfærsla meginlandsflekanna á rúmum sólarhring er stórmál.

Reykjanesskagi er á mótum tveggja meginlandsfleka, Ameríkuflekans og Evrópuflekans, og nýjustu fréttir af gps mælingum eru þær að þar sem mesta hreyfingin hefur mælst, sé tilfærslan 6 sentimetrar. 

6 sentimetrar sýnist ekki há tala, en þegar haft er í huga að árleg flekahreyfing í gegnum landið er rúmur metri á öld og einnig hafðar í huga þær ógnar stærðir sem felast í dýpt þessara flekaskila og þær trilljónir tonna, sem flekarnir vega, er um stórmál að ræða. 

Flekaskilin færast einn metra í sundur á öld, eða einn sentimetra að meðaltali á ári, svo að 6 sentimetrar eru ekkert smáræði. 

Nú rétt áðan fannst 4,8 stiga skjálfti. Já, eins og skáldið orti um Skaftáreldana: 

"Hornsteinar landsins braka..."


mbl.is Öflugur skjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðu algengt óþol sumra ökumanna í garð léttra bifhjóla.

Þannig háttar til hjá síðuhafa, að þegar hann þarf að "fara í kaupstaðarferð" austast úr Grafarvogshverfi í átt að Gullinbrú, liggur leiðin á um 800 metra kafla um Strandveg þar sem umferðin fer um veg, sem er ein akrein í hvora átt án þess að eyja sé á milli. Hjólreiðam. á 50 km hraða

Yfirleitt er hjólinu ekið á 50 kílómetra hraða, sem er hámarkshraði á götunni og á smærra léttbifhjólinu mínu líka hámarkshraði á því. 

Á kafla hafa verið varasamar holur í malbikinu á kafla það nálægt hægri brún vegarins að varasamt hefur verið að fara á hjólinu alveg á ystu brún og skárra að vera aðeins innar á veginum á hámarkshraðanum. En að öðru leyti að reyna að vera úti við brúnina sem lengst á þessum varasama kafla, og veldur mest um það ótti við þá mörgu bíla sem fara mun hraðar þarna um. 

En í hvert sinn hefur verið nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgætni varðandi ökummenn bíla, sem sem koma á eftir hjólinu ; og ekki aðeins telja það bráðnauðsynlegt að fara yfir þennan hámarkshraða, og oft langt yfir hann, upp í 70-80, heldur látið það fara í skapið á sér að allir aðrir skuli ekki brjóta reglur um hámarkshraða.

Það gerist furðu oft að þessir ökumenn, neyta allra bragða til að fá útrás fyrir gremju sína og refsa öðrum vegfarendum fyrir löghlýðni þeirra með því að svina fram hjá þein og jafnvel þeýta flautuna.

Ef rétt er, að hjólreiðamennirnir á myndinni á mbl.is hafi verið á allt að 49 km hraða er það atriði í málinu. 

Í ljósi reynslunnar á Strandvegi kemur það ekki á óvart að ökumaður bílsins sem var ekið á eftir þeim, hafi gripið til sinna ráða til að halda hraðanum yfir 50 km/klst. 

Á Gullinbrú er til dæmis 60 km/klst hámarkshraði, en oft má sjá óþolinmóða ökumenn, sem sætta sig ekki við minna en 80 - 90 km og láta stundun aðra ökumenn finna fyrir sér. 


mbl.is Hjólreiðafólk ósammála túlkun lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir hafa 30 km/klst hámarkshraða á reiðhjólum og lægri flokki 50cc bifhjóla.

Samkvæmt íslenskum lögum falla reiðhjól, rafreiðhjól og hjól í lægri flokki 50cc léttbifhjóla og samsvarandi rafknúnum hjólum undir ákvæði um 25km/klst hámarkshraða. 

Þetta er meginreglan í Evrópu, en í Ameríku er þessi hraði 32km/klst, (20 mílur), og í nokkrum Evrópulöndum hefur hraðinn verið færður upp í 30 og jafnvel 35 km hraða. 

Danir eru með 30 km/klst hraða af þeirri einföldu ástæðu, að á þeim hraða falla hjólin betur inn í umferðina á þeim mörgu stöðum þar sem er 30 km/klst hámarkshraði í gatnakerfinu.

Það er augljóslega mun hættuminna að hjólin fylgi almennum hraða heldur en þau fari 5km/klst hægar, þvælist fyrir bílaumferðinni og skapi óþarfa hættu. 

Danska ákvæðið og fleiri undantekningar um afl rafhreyfla sýna líka, að það er greinilega misskilningur að "Brussel" reglur séu klappaðar í stein. 

 

Þegar ferðast er um Evrópu og notkun reiðhjóla og vélhjóla skoðuð sést vel hvernig ökumenn bíla og hjóla sameinast um að nýta þá kosti til greiðari umferðar og meiri afkasta gatnanna, sem lipurð og smæð hjólanna gefa. 

Þar væri líklegast óhugsandi að atvik eins og sýnt er í tengdri frétt á mbl.is ætti sér stað þar sem hjólin tefja fyrir umferð og skapa hættu, bæði fyrri hjólreiðafólkið og fólkið í bílunum. 


mbl.is Óheimilt að hjóla á miðri akrein á 50 km götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband