Skammsýni: Fyrst byrjað á hamfaralíkönum upp úr 1990, en þeim ekki lokið.

Fyrir 40 árum, kringum 1990 voru jarðfræðingar farnir í ljósi Kröfluelda 1975 til 1984 að huga að nauðsyn  þess að gera ítarlegar áætlanir um viðbrögð við mismunandi eldvirkni á Reykjanesskaganum. 

Ef rétt er munað hóf Axel Björnsson þessa vinnu og hugðist skipta áhrifasvæði eldgosa í tvo meginhluta, annars vegar nyrðri hlutann, sem næði suður að Hafnarfirði, og hins vegar syðri hlutann, sem næði frá Hafnarfirði og suður úr. 

Þegar séð varð hve óhemju mikil áhrif eldvirkni á Reykjanesskaganum gætu haft á samgöngur, rafmagn og vatnsveitu, varð að ráði að byrja á öðru svæðinu og geyma hitt.

Nú hefði mátt halda að nyrðra svæðið, þar sem meginþorri þjóðarinnar býr, fengi forgang, en það var nú öðru nær. 

Axel var beðinn að byrja á syðra svæðinu á þeim forsendum að fljótlegra væri og auðveldara að leggja fram og æfa viðbragðsáætlun. 

Afleiðingin varð sú að eitthvað var krukkað í aðgerðir á syðra svæðinu, en hitt bíður enn!

Svo virðist sem nú ætli svipað að verða uppi á teningnum, því að aðeins er skoðað, hvernig gos sunnan Keilis myndu hafa áhrif. 

Ef látið er þar við sitja, verður því í raun sleppt að skoða neitt meira núna. 

Miðað við fyrstu skoðun Axels jarðfræðings á sínum tíma, gæti allt höfuðborgarsvæðið rofnað úr vegasambandi við vegakerfið, rafmagnið farið af og vatnið lika ef það gysi á nyrðra svæðinu. 

Athugunin núna er greinilega allt of takmörkuð, ef látið verður við hana eina sitja. 

Ef gosvirkni kæmi upp aðeins nokkrum kílómetrum fyrir norðaustan Keili, er ekki aðeins Reykjanesbrautin undir, heldur líka svæði mað stórum millilandaflugvelli, sem einbeittur vilji er fyrir að reisa á sama tíma sem augljóst er, að bættur Reykjavíkurflugvöllur er besta ráðstöfunin bæði almennt og í hamförum til þess að auka flugöryggi. 

Er það ekki dæmigert fyrir íslenska skammsýni, ef flugvöllur, sem gæti orðið eini nothæfi alþjóðaflugvöllurinn á meginhluta landsins í hamförum er lagður niður, en í staðinn reistur nýr flugvöllur eins nálægt virku eldfjallasvæði og hugsast getur?

Þess má geta að um Elliðaárdal liggur hraun út í sjó, sem rann fyrir nokkrum þúsudum ára og það sýnir, hvað gæti gerst ef jarðeldur kæmi upp í Bláfjöllum eða norðvestur af þeim.

Keflavíkurflugvöllur er að vísu sem stærsti flugvöllur landsins eins langt frá eldstöðvum á Suðurnesjum og hægt er að hafa hann, en samt eru aðeins nokkrir kílómetrar frá honum í eldstöðina Stapafell og innan við tíu kílómetrar frá honum til eldstöðvanna í Eldvörpum og Svartsengi. 

Þar voru bæði mældar hæðarbreytingar og kvikuinnskot í fyrra. 

Í úttektinni núna er viðurkennt að það sé ekki útilokað að gos á Reykjanesskaga geti truflað flugumferð um völlinn. 

Hitt kemur ekki fram, að Reykjavíkurflugvöllur er margfalt lengra frá eldstöðvum en Keflavíkurflugvöllur og eins langt frá áhrifasvæði eldgosa og mögulegt er. 

Fyrirhugaður Hvassahraunsflugvöllur er hins vegar aðeins örfáa kílómetra frá eldstöðvum og er meira að segja ætlað að liggja ofan á hrauni, sem tiltölulega nýrunnið og í ofanálag á hann að heita "Hvassahraunsflugvöllur"!  


mbl.is Reykjanesbraut í hættu en byggð sleppur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband