Varnarafrek í tæknilegu "öngstræti".

Þegar Toyota skellti sér, öllum á óvörum, niður í slaginn á smábílamarkaðnum um síðustu aldamót, var uppskeran verðlaunabíll með nafni, sem síðar varð að samheiti fyrir litla og sparneytna bílinn "litla mannsins."Toyota Yaris 1999

Toyota hafði áður framleitt hálf mislukkaðan smábíl, Starlet, sem leið fyrir úrelta hönnun og þrengsli í aftursæti. 

Nokkrum árum síðar tók Toyota síðan forystu í framleiðslu tvinnbíla þar sem spilað er á hagkvæmt samspil drifrásar, þar sem benínhreyflill og rafhreyfill eru tvinnaðir saman til þess að hægt sé að nýta afburða nýtni rafhreyfilsins á orku bensínhreyfilsins sem fæðir rafhreyfilinn án þess að nein leið sé til að nýta utanaðkomandi raforku. 

En krafan var um að nota raforkuna eina, og þá ákvað Toyota að veðja á vetni sem orkubera. 

En keppinautarnir náðu í forskot á að framleiða hreina rafbíla, þar sem hægt var að hlaða rafhlöðurnar með því að stinga þeim í samband við raforkuver og jafnframt að framleiða líka tengiltvinnbíla, þar sem mögulegt var að nota raforkuna allt að því eingöngu og fá með því yfirburða sparnað.Toyota YarisToyota reyndi að halda eins og hægt var í tvinnbílana, sem þó tókst ekki að láta verða neitt sparneytnari en hreinir dísilbílar, allmiklu stærri eru. 

Á þessari síðu var þessari stöðu Toyota lýst neð orðinu öngstræti og það gagnrýnt að auglýsa tvinnbílana á villandi hátt með tali um "sjálfhlaðandi" og nota tímamælingu á akstri til þess að halda því fram að helmingur af akstri bílsins færi fram með notkun rafmagns og helmingur með því að brenna bensíni. 

Réttu tölurnar, um 25 prósent orkusparnaður, sæust með því að skoða hve miklu bílarnir eyddu á vegalengd (100km) eins og notaður er yfirleitt um eyðslu bíla. 

En nú bregður svo við, að Toyota kemur með nýjan Yaris með áður óþekktri sparneytni fyrir þetta stóran og þungan bíl, 3,9 lítra á hundraðið. 

Þessi varnarsigur hefur fengist með alveg lygilega góðu samspili og samþættingu bensínorku og raforku, án þess að bíleigandinn kaupi neina raforku. 

Tiltölulega stór vél, 1,5 lítra rúmtak, er hönnuð þannig að hún skilar hámarksafli á aðeins 4800 snúningum og með geysimiklu togi, 120 Nm við 3600 snún/mín. 

Tölurnar minna á dísilvélar, orkueyðslan er enn minni en þeim sparneytustu, svo sem Renault Clio, sem og kolefnisútblástur. 

Þessi óvænti árangur og viðurkenningin "bíll ársins í Evrópu" eru kærkomnar fréttir fyrir Toyota og gefa möguleika á endurbótum á fleiri bílum risans. 

En skriftin er samt á veggnum: Það stefnir hratt í að rafvæðing bílaflotans verði alger og án aðkomu óendurnýjanlegra orkugjafa.  

 

 

 

 

 

 

2


mbl.is Toyota Yaris bíll ársins í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt minnir á Kröflueldana 1975-84.

Svæðið sem Kröflueldar geysuðu á, níu eldgos í fjórtán hrinum, lá á flekaskilum þar sem megin sprungan gekk í gegnum Leirhnjúk. 

Þar gaus fyrst í litlu gosi í desember 1975, en eftir áramótin hljóp hrina til norðurs og fékk útrás í stórum jarðskjálfta á Kópaskeri. 

Allt gostímabilið reis land og hneig á víxl. Oftast gaus þegar land hafði risið, en stundum hljóp kvikan neðanjarðar eftir sprungusveimnum, nær alltaf til norðurs. 

Í flest skiptin töldu jarðeðlisfræðingar erfitt að spá fyrirfram um það í hvora áttina kvikan myndi fara. Aðeins í eitt skipti fór hún í suður með minnsta eldgosi sögunnar, upp úr röri í Bjarnarflagi. 

Gosin urðu smám saman stærri og hið stærsta var í lokin haustið 1984. 

Þegar horft er þessa dagana á gögn um atburðina á svæðinu frá Svartsengi til Trölladyngju, minna tilfærslur í skjálftum og hreyfingum dálítið á Kröflueldana þegar helsta óróasvæðið á Reykjanesskaga hefur færst smám saman lengra og lengra til norð-norð-austurs en síðan dukkað upp skjálfar aftur um skamma stund við Þorbjörn og Svartsengi. 

Og spurning vaknar um það, hvort helsta óróasvæðið eigi eftir að lengjast í aðra áttina eða sitt á hvað í báðar?


mbl.is Líklegt að kvikugangur sé að myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraunflæðilíkanið: Hraunstraumur í átt að Hvassahrauni.

Nú hefur eldfjallafræði- og náttúruváhópur birt nýtt hraunflæðilíkan.Hraunflæði líkan 1.mars

Þetta nýja líkan styður það sem sagt vr í næstu bloggfærslu á undan þessari í gær, en þar eru færð að því rök að á slíku líkani yrði mesta hraunstraumaflæði yfir svæðið milli Kúagerðis og Straumsvíkur, en á því svæði á einmitt að leggja stóran alþjóðaflugvöll. 

Á líkaninu eru sýndir mikið 15 kílmétra breitt hraunflæmi, sem stefnir í fyrstu í norðvesturátt frá svæðinu við Keili og Trölladyngju en mjókkar síðan niður í tvo hraunstrauma, þar sem annar fellur yfir Reykjanesbrautina á Vatnsleysuströnd og til sjávar þar, en hinn fellur yfir Reykjanesbrautina til sjávar við Kúagerði, skammt frá  flugvallarstæðinu þennig að  þessi fyrirhugaði alþjóðaflugvöllur kenndur við hraun, Hvassahraun sleppi. 

Er það líkleg huggun fyrir marga, sem telja þennan flugvöll einhverja brýnustu framkvæmd okkar tíma, þótt allt þetta svæði sé þakið hraunum, sem hafa runnið á ýnsan hátt eftir ísöld, jafnvel hvert yfir annað. 

 


mbl.is Hraunflæðilíkanið tekur breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband