Fræðilegt mikilvægi, fegurð og gildi eldgosa fer ekki eftir stærðinni.

Þrátt fyrir einstaka töfra sína er gosið í Geldingadölum enn með hinum smæstu á síðustu öldum.

Hraunið er að skríða yfir einn ferkílómetra eftir rúmlefa eins mánaðar gos, en til samanburðar varð hraunið í Holuhraunsgosinu 85 ferkílómetrar. 

Kröflueldar skiptust í nokkur misstór gos, og voru sum þeirra ekki stór, En sennilega hefur ekkert eldgos skilið eftir sig jafn mikla vitneskju fyrir jarðvísindamenn enn sem komið er. 

Nú gerir gosið við Fagradalsfjall sig líklegt til að færa jarðfræðingum alveg nýja vitneskju, og eftir Kröflueldana má sjá, að það er ekki stærðin sem ræður um mikilvægi eldgosa. 

Og stærðin ræður heldur ekki öllu um fegurðina eða ýmsa tækni, sem tengjast eldgMeð nýjustu myndatöktækni, svo sem með drónum og upptökum allan sólarhringinn er Geldingadalagosið orðið eitt hið fallegasta í sögunni. 

Það urðu reyndar Kröflueldar líka á sínum tíma, því að það var þess eðlis að þeirra tíma myndatökutækni úr lofti tók miklum framförum. 

Í þeim gosum var til dæmis í fyrsta sinn notuð sú aðferð, að flogið var með jarðfræðing eftir allri gossprungunni og tekin upp beint samfelld lýsing hans á því sem fyrir augun bar. 

Jarðfræðingarnir, sem urðu þjóðþekktir í myndaútsendingum frá gosunum, voru meðal annarra Páll Einarsson og Axel Björnsson. 

Með þetta eina, langa myndskeið var síðan flogið óframkallað á korteri til Akureyar og sent þaðan með Fokker suður;  ekki þurfti að klippa og hljóðvinna það, virkaði það eins og bein samfelld útsending. 

Áhorfendur á þeim tíma gátu með engu móti ímyndað sér að svona stutt liði milli upptöku yfir hálendinu fyrir norðan Mývatn og útsendingar í Sjónvarpinu syðra, jafnvel á innan við klukkustund. 


mbl.is „Þetta höfum við ekki séð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáfengileg rök fyrir því að afneita hlýnuninni.

Þeir sem afneita þvi að lofthjúpur jarðar fari hlýnandi hafa verið fljótir að taka við sér hér á blogginu vegna ráðstefnu um þau mál, sem Bandaríkjaforseti stendur fyrir.

Þeir hinir sömu netverjar kölluðu þátttakendur í lofstslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember 2015 "40 þúsund fífl" og má búast við því að þeir kalli ráðstefnugestina hjá Joe Biden "40 fífl."Vetrarhiti

Við þetta er því bætt að vitna í Trausta Jónsson sem stundi vísindi sem stangist á við fullyrðingar "fíflanna".  

Trausti hefur nú í vetrarlok að venju sýnt súlna- og línurit sem sýna að vetrarhitinn í Stykkishólmi hefur farið hækkandi, að vísu í talsverðum sveiflum, um næstum tvö stig þegar dregin er lína í gegnum allar sveiflurnar. 

Hann hefur líka sagt að á skeiði, sem nefnt var kuldaskeið 1965-1995 hafi hitinn samt verið hærri en á hlýnindaskeiðum á 19. öld.Loftslag-hiti1 

Og bætt því við, að hvert uppsveiflubylgja hafi orðið hærri en hin á undan og jafnfram hver kuldalægð hærri en hinar á udan. 

Afneitararnir reyna að nota bjagaða sýn sína á hitafar á Íslandi til að sanna að Trausti fari með vísindi en Biden og fjörutíu fíflin með fleipur. 

Auðvitað fer Trausti með vísindi en fyrrnefndir netverjar gæta ekki að því að tölurnar á Íslandi eru teknar af svæði sem er 0,1 milljón ferkílómetrar, en tölurnar um hnattræna hlýnun eru teknar af allri jörðinni, 511 milljón ferkílómetra svæði. 

Einn þeirra gekk enn lengra í blaðagrein í fyrra og hélt þvi fram að hitinn á Stórhöfða sýndi að engin loftslagshlýnun ætti sér stað. 

Aðferðin og rökræðan ætti ekki að koma á óvart. Það vakti heimsathygli þegar einn af stuðningsmönnum Trumps á Bandaríkjaþingi kastaði snjóbolta í sjónvarpsútsendingu inn í þingsalinn á útmánuðum 2017 sem sönnun á því að loftslag á jörðinn færi kólnandi en ekki hlýnandi. 


mbl.is Losun gróðurhúsalofttegunda helminguð fyrir 2030
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ár og fjöll , vegir og vellir geta ekki opnað neitt.

Hvimleiðustu málvillurnar sem vaða uppi eru þær sem ero rökleysa. Til dæmis eru gerendur þess að vegir opnast við snjómokstur eru ekki vegirnir sjálfir, heldur vegagerðarmenn. 

Laxveiðiár ákveða ekki sjálfar hvenær leyfðar eru veiðar í þeim, heldur eru það menn sem ákveða að leyfa þar veiðar og taka fyrir það gjald. 


mbl.is Hvenær opna vellirnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband