Biðlistarnir almennt eru óviðunandi ógn.

Í þeim löndum, þar sem COVID-19 hefur farið úr böndum, hafa afleiðingarnar komið fyrst og fremst fram á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustnnar en þeim, sem eru beinar afleiðingar. 

Þar má nefna slembival á þeim, sem látnir eru róa, skortur á sjúkrarýmum, öndunarvélum, líkgeymslum og útfararþjónustu, fjöldagrafir og gegnumgangandi hrun í formi manneklu og veikindum heilbrigðisstétta. 

Fyrir pláguna hér á landi voru þegar hættulegir biðlistar eftir meðferðumm af ýmsu tagi, þar sem spiluð er rússnesk rúlletta með lífs- og batalíkur fólks. 

Plágan hefur aukið á þetta og það er nöturlegt að sjá því haldið fram að hætta við sóttvarnir og sleppa faraldrinum lausum svo að svipað ástand kunni að skapst hér og dæmi hafa verið um í löndum eins og Ítalíu, Bandaríkjunum, Brasilíu og fleiri, nú síðast hinu gríðarfjölmenna Indlandi.  


mbl.is Sjúkraþjálfarar stressaðir yfir löngum biðlistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegir illrannsakanlegrar og lúmskrar veiru.

Orðið smitrakning varðandi COVID-19 er eitthvað svo einfalt og auðskilið, að það liggur við að hafa á sér svipaðan blæ og þegar hasshundur þefar og eltir uppi hass.  

Af þessum sökum hafa margar hópsýkingar orðið til vegna þess að skilning, vilja eða vitneskju smitberanna, sem hafa komið hópsýkingum af stað, hefur skort á því hve lúmsk og ísmeygileg þessi veira hefur verið frá byrjun og getið af sér ný afbrigði sem hafa verið enn ágengari og viðsjárverðari. 

Þar með getur það bitnað á hundruðum fjarskyldra að hópsmit hefur farið í gang út frá einum smituðum. 

Þetta ættu þeir að hafa í huga sem telja réttinn til að smita eiga að hafa forgang og afleiðingin verður upphaf heils faraldurs út frá einum smitbera. 


mbl.is Elliði kominn í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina hugsanlega ógnin eins og er: Hraun í átt að Suðurstrandavegi.

Auðveldasta gönguleiðin og sú beinasta að gosstöðvunum hefur hingað til legið frá Suðurstrandarvegi í nánd við Ísólfsskála. Tvö örnefni, ´Nátthagi og Nátthagakriki segja nokkra sögu um fyrri tíð. 8b.´Isólfsskáli (1)

En þessi nánd gosstöðvanna við veginn er að sama skapi eina hættan sem er eins og er gæti komið til greina varðandi mikilvæg mannvirki.  

Eftir för á jörðu niðri til Ísólfsskála fimm dögum fyrir gos var fjallað um þennan möguleika hér á síðunni með myndum af aðstæðum. 

Efri myndin er tekin af Suðurstrandarvegi vestan við Ísólfsskála og er horft til norðausturs í átt til Nátthagakrika og Nátthaga. 

Gosið kom fimm dögum síðar upp lengst til vinstri og fjærst á myndinni þar sem bjarmi er við sjóndeildarhringinn. 

Á neðri myndinni hefur verið staðnæmst á hjólinu skammt norðan við Ísólfsskála og horft er til baka í norðurátt. 
8c.Ísólfsskáli(2)

Samfara því sem hraunmagnið eykst hægt og bítandi vex hættan á hraunrennsli í þessa átt, en Meradalir geta tekið við hrauni í langan tíma fjarri öllum mannvirkjum. 

En auðvitað gætu aðstæður breyst ef ný hraungos hæfist annars staðar á kvikuganginum sem eins og er liggur þarna undir á línu frá Nátthaga til Keilis.  


mbl.is Hraun getur mögulega hlaupið í Nátthaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband