Frankenstein einkenni í samfélagsmiðlum.

Í upphafi þessarar aldar bundu margir vonir við að gagnger bylting í upplýsingagjöf og tilsvarandi framför í lýðræði myndu fylgja upplýsingaöldinni, sem gengin væri í garð í krafti nýrra möguleika á dreifingu og þátttöku almennings um allan heim. 

Þróunin, sem hefur orðið síðustu ári minnir hins vegar óþyrmilega á söguna á sköpun hins fullkomna manns í sögunni um Frankenstein.

Bara í dag má sjá tvær áberandi fréttir um nýjustu dæmin, þar sem algerlega uppskálduð hryllingssaga af dauða af blóðtappa vegna bólusetningar veður líkt og risasnjóflóð af völdum eins snjóbolta yfir samfélagsmiðlana, sem eru orðnir ríki í ríkinu. 

Hin fréttin er af því hvernig reynt sé erlendis að fá "áhrifavalda" og þekkt fólk gegn borgun til að taka þátt í að ófrægja sérstaklega eitt bóluefnið. 

Kraftur slíkra herferða byggist á veldisvexti í formi "læka" og deilinga.    

 

 


mbl.is „Þetta er fyrir neðan allar hellur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband