Vonandi hætta menn að verða jafnhissa á löngu fyrirsjáanlegum vandamálum.

Síðan 1940 hafa verið ákveðnar sveiflur í kjörum og fjölda landsmanna sem voru þess eðlis, að afleiðingarnar komu ekki að fullu fram fyrr en talsvert síðar. 

Á stríðsárunum og fram undir 1950 fjölgaði þjóðinni gríðarlega, og ef rétt hefði verið á málum haldið, hefði verið hægt að undirbúa landmenn undir að bregðast við fyrirsjáanlegum vandamálum. 

Á árunum 1947 til 1957 urðu ráðamenn sífellt meira hissa á þeirri miklu þenslu sem varð í skólakerfinu á grunnskólastiginu og skólarnir jafnvel þrísetnir og yfirfullir. 

Síðan kom áratugur með mikilli undrun ráðamanna yfir fádæma fjölgun nemenda á framhaldsskólastigi og síðar háskólastigi. 

Allt var það í raun löngu fyrirsjáanlegt, en ævinlega hlutust af mikil vandræði hjá steinhissa stjórnmálamönnum. 

Þetta fyrirbæri hefur enst alveg fram á okkar tíma þegar holskefla af öldruðu fólki úr hinum stóru árgöngum fyrir 70 ár eru á fullri ferð við að breyta aldurssamsetningu landsmanna í það að fjórðungur þjóðarinnar verði viðfangsefni máttvana velferðarkerfis. 

Það hefur tíðkast alveg fram á síðustu ár að ráðamenn vitni í krónutölur til sanninda um það að framlög til velferðarmálanna; sen heilbrigðiskerfið er hluti af þeim; hafi vaxið ár frá ári, þótt augljóst sé og hafi lengi verið, að þegar svona mikill hluti þjóðarinnar fer vaxandi, er fráleitt að miða við heildarkrónutölur, heldur að miða við raungildi og það framlag sem hvert hinna öldruðu krefst til að lifa yfir hungurmörkum. 


mbl.is Ísland eitt efnaðasta land heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt að setja hjólamarkið enn hærra.

Reynslan af rafvæðingu í borgarfarartækjum siðan 2015 hefur rutt svo mörgum fordómum og mótbárum að það ætti að vera hægt að setja markið jafnvel enn hærra en gert er með nýjustu áætlunum.Léttfeti við Gullfoss  

Af því að hjólaleiðirnar voru svo langar í upphafi urðu vegalengdin og ferðatíminn helsta ástæða upphafsmótbárunnar. Meðal vegalengdin reyndist vera 8-10 kílómetrar og tímatapið allt of mikið. 

En þessi fyrsta og mesta mótbára féll á því, að hún sjálf reyndist vera stærsti kostur nýs rafknúins ferðamáta vegna þess að því lengri sem vegalengdin var, því meiri varð orkusparnaðurinn.  nattfari_9_okt_15_1375493

10 aurar á hverja 100 kílómetra voru 170 sinnum minni kostnaður en bensínkostnaður á sparneytnum bíl!  

Rafreiðhjólið er með handgjöf sem eykur meðalhraðann án þess að farið sé yfir leyfileg hraðamörk. 

Ferðatíminn hvora leið var að vísu 10-15 mínútum lengri að meðaltali á bíl þessa 8-10 kílómetra, en engin tími fór í það að leita að stæði. 

Rekstrarkostnaðurinn var margfalt minni en á bíl. Hjólið kostaði um 450 þúsund krónur nýtt með auka rafhlöðu að viðbættum stígvélum með ökklavörn. Reksturs- og fjármagnskostnaður aðeins brot af kostnaði við rekstur bíls. 

Dagar með vind yfir 20m/sek í hviðum eru miklu færri en búast hefði mátt við. 

Ekki vika sem féll niður vegna veðuraðstæðna. 

Til að brúa bilið sem lengst upp í bensínbíl og ná langleiðina í rafvæðingunni var bætt við rafknúnu léttbifhjóli, sem kostaði 300 þúsund krónur nýtt, með möguleika á 56 km/klst hámarkshraða, 130 km drægni og 65 lítra farangursrými.

Orkukostnaðurinn aðeins 30 aurar á hverja 100 kílómetra, 60 sinnum minni en á sparneytnum bensínbíl.  

Slíkt hjól hefur að vísu ekki möguleika á hraðferð um landið á meðan það vantar skiptikassakerfi fyrir útskiptanlegu rafhlöðurnar, svo að í hópi þriggja hjóla er með 500 þúsund króna 125 cc vespulaga bensínhjóli hægt að fara allt að 800 kílómetra á dag í ferðum um landið fyrir aðeins einn þriðja af orkukostnaði sparneytins fólksbíls og broti af reksturskostnaði.  

Smágati í samfellu hjólanna til að rafvæða samgöngurnar og víkja eldsneytisknúnum akstri á braut var lokað 2017 með ódýrasta og minnsta rafbíl landsins. 

Hjólin tvö með vespulaginu eru jafnfljót í borgarumferðinni og bílar, það stærra alltaf fljótara, og bæði fljótari þegar umferðarteppurnar eru sem stærstar og verstar. 


mbl.is Stefna á að 10% allra ferða verði á hjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi svipað og þegar önnur Boeing 727 þota bættist í flotann.

Boeing 727 þotur voru fyrstu þoturnar í notkun hjá Íslendingum. Þær reyndust einstaklega vel þótt ferill þeirra erlendis væri stráður mannskæðum slysum fyrstu tvö árin. 

Brugðist var rösklega og markvisst við þessum slysum, sem byggðust að hluta til á svipuðu atriði varðandi Boeing 737 MAX hálfri öld síðar, það er, að flugmennirnir þurftu mikla og markvissa þjálfun í aðflugi og lendingu, vegna þess hve öflugur og nýstárlegur hægflugsbúinn vængurinn var.  

Nú er svo að sjá að fáar flugvélar geti verið jafn þrautreyndar og vel endurbættar og Boeing 737 MAX og er ástæða til að óska Icelandair velfarnaðar með þær á þessum tímamótum.  

Síðuhafi flaug fyrir tilviljun með MAX í síðasta flugi hennar fyrir kyrrsetningu og dáðist að þvi hve vel Boeing hefði tekist með úthugsaðri hönnun á innréttingu að láta vélina sýnast breiðari en hún raunverulega er. Einni einkar hljóðlát og þægileg. 

Sumar af helstu tímamótaflugvélum fortíðarinnar þurftu á gagngerum endurbótum að halda eftir óhöpp í upphafi ferils síns, svo sem fyrsta farþegaþótan, De Havilland Comet, sem eftir tímamótarannsókn og eftirfylgni varð öruggur farkostur í meira lagi. 

Stærðir, fyrirferð, þyngd og eyðsla flugvélahreyfla, ráða mestu um samsetningu flugflota heimsins hverju sinni.  Á tímum 727 voru takmarkanir á flugi á tveggja hreyfla þotum yfir úthöf, sem ekki giltu um þriggja hreyfla vélar, auk þess sem þriggja hreyfla vélar hafa þann einfalda kost fram yfir tveggja hreyfla, að bili einn hreyfill í flugtaki, heldur vélin eftir 67 prósentum af vélaraflinu, en aðeins 50 prósentum ef annar af tveimur dettur út. 

Nú er það þumalputtaregla að lágmarksvélarafl til að flugvél geti haldið hæð með hreyfil óvirkan er í kringum 45 prósent af samtals afli, þannig að svigrúmið er miklu meira á þriggja hreyfla vél en tveggja hreyfla vél. 

Á tímum 727 var geta vélarinnar á stuttum brautum stór kostur og einnig hagkvæmni í eldsneytiseyðslu.  

Það var vel til fundið um daginn að lenda MAX á Reykjavíkurflugvelli og setja hana í eitt stykki innanlandsflug, en þar að auki er lang stærsti kostur hennar minnsta mögulega eldsneytiseyðsla í þessum stærðarflokki. 


mbl.is Nýjar MAX-vélar „miklar gleðifréttir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband