Er aflétting byssuleyfa virkilega lausnin?

Fréttirnar frá Bandaríkjunum varðandi byssur, fjöldamorð og byssueign um þessar mundir, eru þannig, að fyrirsögn viðtengdrar fréttar á vel við hvað snertir viðhorf Bandaríkjamanna á vel við: "Hvað í fjáranum er að okkur"

Á sama tíma og margir ráðamenn hvetja til aðgerða til þess að takmarka byssueign, ekki aðeins fjölda vopnanna, heldur líka hríðskotabyssur í einkaeigu, eru Texasbúar á leiðinni til þess að afnema byssuleyfi með öllu að því er virðist. 

Sláandi eru tölurnar um byssueignina og hlutfall morða með þeim þegar þær eru bornar saman í Bandaríkjunum, Kanada og fleiri "landnemalöndum" (frontier), svo margföld er tíðni byssummorðanna í BNA.  

Byssuaðdáendur hafa nefnilega haft það sem eina af höfuðröksemdum fyrir hinni gegndarlausu og sérstaklega stjórnarskrárvörðu byssueign að í svona frontier-landi yrði helst sem allra flestir að vera vígbúnir til hins ítrasta til að tryggja frelsi sitt og öryggi.  


mbl.is „Hvað í fjáranum er að okkur?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmar eru veirurnar; voldugt þeirra hlass...

Framsýnustu og fróðustu sérfræðingar heim á sviði sýkinga og smitsjúkdóma hafa lengi spáð fyrir um það aem hlyti að gerast, að hið forna stríð mannkynsins við sífellt verri og öflugra sýkla myndi verða ríkjandi einkenni 21. aldarinnar. 

Næsta víst er líka að á sínum tíma skipti litlu hvort spánska veikin og alnæmi komu upp í Bandaríkjunum eða ekki, þær breiddust út um allan heim.  

Og litlu þyrfti að breyta i söngtexta Jónasar Árnasonar til þess að lýsa hinu mikla stríði svona: 

Slæmar eru veirurnar, voldugt þeirra hlass, 

og vafaamt að skjóta þeim rebba fyrir rass. 


mbl.is Skiptir ekki höfuðmáli hvernig veiran varð til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nafnlausa leið", "Nafnlausa-Langamýri" og "Nafnlausakot"?

Fjölmörg dæmi eru um það hér á landi að eins konar tvínefni og jafnvel þrínefni séu á stöðum og svæðum.  

Til eru tvær Fjallabaksleiðir og þrjú bæjarnefni í Langadal kennd við gil, Fremstagil, Miðgil og Ystagil. 

Í Norðurárdal í Skagafirði eru bærinn Fremrikot og í Blöndudal bæirnir Ytri-Langamýri og Syðri-Langamýri.  

Oftast er talað um gos í Geldingadölum um þessar mundir og þar eru líka Meradalir. 

Það er því alveg í samræmi við íslenska venju að þessi örnefni séu jafn mörg og dalirnir eru margir og engin ástæða til uppgjafar fyrir ókunnuga af því tagi að um nafnlausa staði eða svæði þurfi að vera að ræða. 

Eða hvernig myndi mönnum sýnast það ef staðirnir sem nefndir eru hér að ofan væru afgreiddir fyir vanþekkingar sakir  með því að þeir væru nafnlausir. 

Eyðibýlið Miðgil yrði nefndur Nafnlausagil, Syðri-Fjallabaksleið héti Nafnlausa leið, bærinn Fremrikot Nafnlausa kot og Syðri-Langamýri Nafnlausa Langamýri eða jafnvel Nafnlausa mýri?


mbl.is Nafnlausidalur er merkingarleysa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband