Bílasmíðin með tölvustýrðum róbótum fyrir áratugum. Af hverju ekki fiskurinn fyrr?

Tvær megin byltingar í bílaframleiðslu skópu framfarir í hagkvæmni í framleiðslu og gæðum hennar. 

Sú fyrri hófst á öðrum áratug síðustu aldar með hinni stórfelldu byltingu færibandatækninnar. 

Kostnaður við framleiðslu hvers bíls féll niður í brot af því sem áður var, og fyrsta afurðin, Ford T, seldist meira en allar aðrar gerðir bíla samanlagt í heiminum. 

Álíka bylting varð síðan undir lok 20. aldarinnar, þegar svonefnd vélmenni eða róbótar tóku við handverkinu við færiböndin. 

Í þeirri byltingu fleygði hagkvæmninni ekki eingöngu fram, heldur þýddi hún risaskref í að gera bílana vandaðri, betur setta saman og með með færri bilanir og bætt öryggi. 

Þetta skóp líka möguleika á að verksmiðjurnar gætu verið á miklu fleiri stöðum og í fleiri löndum en áður, svo framarlega sem hin tövustýrða róbótatækni var rétt sett upp og notuð, heldur fylgdi þessu stórfelldur sparnaður á mannafli. 

Það, sem átt hefur við bílaframleiðslu, á í stórum dráttum einnig við um úrvinnslu á fiski. 

Fyrri byltingin varð með tilkomu færibandatækni í vinnslustöðvum og frystihúsum, en síðari byltingin þar sem tölvuvædd vélmenni taka við af mannaflinu, er nú loksins að slá alveg í gegn með tilheyrandi sparnað í mannafli. 

Nú spyr saæmilega fróður um bílaframleiðslu en lítt fróður um úrvinnslu fiskjar, hvers vegna sú síðarnefnda var ekki fyrr komin á lokastig. 


mbl.is „Við erum í upphafinu á tæknibyltingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipaðar ástæður slysa á flestum samgöngutækjum.

Áður en rafskútur ruddu sér til rúms hér á landi voru engin rafskútuslys. Og hjólaslys voru færri meðan hjólin voru færri en síðar varð. Svipað gerðist fyrir öld þegar fyrstu bílslysin dundu yfir. Tvær rafskútur Laugavegi

Miklar framfarir í gerð bíla til þess að sporna við slysum hafa fækkað slysunum. Nú eru sumir bílar komnir með allt að sjö loftpúða innanborðs til þess að fækka alvarlegum slysum. 

Fullur maður, sem ekur af stað á bíl gat forðum tíð dauðrotast við að aka á næsta steinvegg. 

Nú blæs upp púði sem mildar höggið. 

En slikt er ekki hægt á reiðhjólum, bifhjólum og rafskútum. Hjól,miðborg

Þar tekur góður hlifðarhjálmur á höfði við hlutverki loftpúða í bíl. 

Á mynd með fréttinni sjást tveir menn á rafskútum hjálmlausir. Svo er að sjá að mikill meirihluti fólks á rafskútum sé með engar varnir, sem geta dregið úr hjólaslysum, svo sem hjálma á höfði, sérhannaða vélhjólaklossa, hnjáhlífar eða vélhjólahanska. 

Á flestum reiðhjólum og bifhjólum er auðvelt að hafa töskur og fleira, sem gerir kleyft að hafa eitthvað af þessu tiltækt. 

Rúmlega helmingur allra banaslysa og alvarlegra slysa á ökumönnum hjóla verða vegna ölvunar eða vímuástands, þrefalt fleiri hlutfallslega en á bíl. Þess vegna er hægt að draga stórkostlega úr slysahættu á bifhjólum, með því að vera alltaf edrú, hafa góðan hlífðarhjálm á höfði og helst varnir á ökklum, hnjám, höndum og jafnvel baki. 

Um miðnæturskeið á laugardagskvöldi hefur það hingað til ekki þótt fréttnæmt þótt einhverjir detti ölvaðir á gangi. 

Eftir að búið er að flytja rafskútur inn í tugþúsundatali væri það frétt ef enginn dytti á þeim fullur og hefði kannski dottið hvort eð var gangandi. 

Sum rafhlaupahjólin eru með vélarafl og hraða, sem er margfalt það sem leyfilegt er, og slík tæki geta orðið að skaðræðisgripum hjá ölvuðum eða óvönum. 

Réttar upplýsingar eru nauðsynlegar við kaup á rafskútum. Uppgefin drægni er til dæmis stórlega ofmetin hjá seljendum og framleiðendum flestra þeirra. 

Þar er verk að vinna hjá öllum þeim, sem þessi vaxandi ferðamáti snertir.  

 


mbl.is Fluttur á bráðamóttöku eftir rafskútuslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir nýir markhópar fyrir rafbíla; 1,2 millur og 2,6 millur.

Fram að þessu hefur það verið algengasta hindrunin í að kaupa rafbíl að verðið sé alltof hátt. DSC09574

Verðið á meðalstórum rafbílum er frá fjórum milljónum og ódýrasti bíllinn hefur verið 3,6 milljóna króna bíll, Volkswagen e-Up, fjögurra sæta furðu rúmgóður bíll með drægni vel á þriðja hundrað kílómetra. 

Það tekur klukkustund að hlaða bílinn í hraðhleðslustöð á ferðalagi, en það ætti varla að vera frágangssök. 

Í flestum löndum stefnir í vaxandi umferðaröngþveiti vegna sífelldrar fjölgunar og stækkunar einkabíla, og hið sama er að gerast hér á landi. Citroen Ami ofan frá 

Búist er við að í takti við komandi íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu muni þurfa að búast við fjölgun um 20 þúsund sístækkandi bíla á næsta áratug, og það blasir við að fjárhagslega og tæknilega er einfaldlega ekki hægt að svara stóraukinni þörfum fyrir gatnamannvirki sem anni þörf svona stórstækkandi bílaflota.   

En erlendis er þegar hafin bylting í bæjarsnattinu með minni og ódýrari rafbílum jafnframt skiptikerfum fyrir færanlegar rafhlöður í rafknúnum léttbifhjólum. 

Renault-Nissan hafa þegar selt 30 þúsund snattara af gerðinni Twisy, sem er aðeins 2,34 x 1,23 m og geta fjórir bílar komist þversum fyrir í einu bílastæði eins og sést á mynd hér fyrir ofan. Hver bíll er með 4 punkta bílbelti og uppblásanlegan líknarbelg. 

Myndir númer 2 og 3 að ofan eru hins vegar af rafsnatta af gerðinni Citroen AMi. DSC09597Þar sitja tveir hlið við hlið 

Twizy var frá upphafi ætlað að leysa vélhjól af hólmi og er því án hurða á verði í kringum 1,5 millur. Í honum situr farþegi aftan við bílstjórann eins og á vélhjóli. 

Hægt er að kaupa hurðir sem opnast beint upp eins og á McLaren og taka því ekkert rými auk hitunar búnaðar, en við þetta rýkur verð bílsins upp í 1,8 milljónir króna. J

Citroen verksmiðjurnar hafa því farið aðra leið og bjóða upp á bíl sem tekur svipað rými á malbikinu, 2,41 x 1,39 m, snýr sér næstum á punktinum með aðeins 7,2 m þvermál beygjuhrings en er bæði fokheldur og vatnsheldur og með upphitun.  DSC09553

En til þess að koma verðinu niður þurfti byltingarkenndar aðferðir: Þrjár þær fyrstnefndu eru einkum notaðar til þess að létta bílinn sem mest og gera hann sem sparneytnastan. 

1. Einföld gerð, notkun endurnýjanlegs plasts að mestu og hafa sem fæsta og léttasta nytjahluti, eina þurrku, eitt aflstig, enga rúðuupphalara eða venjulega húna heldur einfalda gagnsæja lúgu á lömum eins og í Bragganum. Bilinn opnaður utan frá með því að ýta á takka, en innan frá með því að toga í ól.  

2. Lítil rafhlaða, aðeins 5,5 kílóvattstundir, 60 kíló, tíu sinnum léttari en í meðal rafbíl. Tekur aðeins þrjár klukkustundir að fullhlaða hana í venjulegu íbúðarafmagni. En nægir þó til að gefa um 55 km drægni samkvæmt ágiskun síðuhafa. Það á að nægja í fyrir meðtals innanbæjarakstur sem er um 33 km á dag. Einföld lausn: því minni rafhlaða, því léttari bíll; því léttari bíll, því minni rafhlaða. Invikta bílstjóra megin

3. Hámarkshraði 45 km / klst, aðeins 8 hefstafla mótor, sem er feykinóg, vegna þess að bíllinn er innan við 500 kíó á þyngd og þar með minni hætta á mikilli loftmótstöðu og orkueyðslu. Erlendis er virkjaður stór markhópur, allt niður í 14-16 ára unglingar mega aka svona hægfara farartækjum, sem þó í krafti lipurðar komast furðu vel og fljótt í gegnum umferðina og smjúga þversum inn í bílastæði. 

4. Einfaldari smíð hvar sem litið er, báðar hurðir nákvæmlega eins, líka afturendi og framendi, nema að ljósin eru rauð að aftan og hvít að framan. Á mynd hér að ofan sést, að hurðirnar verða að opnast sín í hverja áttina til þess þær geti verið eins báðum megin. Fyndið að horfa þvert í gegnum bílinn með opnar dyr, sætin eru á svipuðum stað og aftursætin í fjögurra manna bíl. 

5. Ferkantað lag og nógu hátt þak til hámarksnýtingar innanrýmis. Boðið verður síðar upp á sendibílsútgáfu. Invicta.Farangurs rými

6. Verð og reksturskostnaður þrefalt lægri en á ódýrustu rafbílum hingað til. Býður upp á kerfi til að leigja svona bíla til snatts fyrir lágmarks kostnað. 

Þetta síðasta er einfalt: Bílar af þessari stærð verða í sérflokki engrar samkeppni frá bílum af þeirri stærð sem hafa hingað til verið á boðstólum. 

Og sömuleiðis eru að koma til sögu 2ja sæta rafbílar sem falla inn í sérstakan markhóp miðja vegu milli Citroen Ami og Volkswagen e-Up í verði; 2,6 millur, sama og tveir Ami en með meiri þægindi en Ami, stærra skott, tvöfalt meira afl og tvöfalt meiri hámarkshraða og tvöfalt meiri drægni samkvæmt ágiskun síðuhafa við íslenskrar aðstæður. DSC09595

Þetta eru rafbílar af gerðinni Invicta ZDS2, en BL hefur fengið tvo til landsins.

Myndir nr. 4. 5. og 6 eru af Invicta bílnum, sem er 40 sm lengri en Ami og 11 sm breiðari, en neðsta myndin er af hinni óvenjulegu staðsetningu hleðslusúrunnar á Citroen Ami. 


mbl.is Bylting í bæjarsnattið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband