Sjálfsagt að pæla, en óvissuþættirnir eru líklega allt of margir.

Ef reyna á að láta hraunflóðið, sem kemur meira þúsund stiga heitt upp í Geldingadölum lyfta sér upp til að renna á manngerðri brú þvert yfir veginn hrannast upp svo fjölmargar spurningar um það hvernig eigi að temja þessa ófreskju, sem hingað til hefur fundið sér nýja og nýja farvegi til að renna fram bæði undir hrauninu, utan þess og í í duttlungarfullum straumum í gegnum það. 8c.Ísólfsskáli(2)

Hin nýja útfærsla á því að stýra rennsli hraunsins yfir Suðurstrandaveg segir höfundurinn að geti miðast við að gosið og hraunrennslið endist í mörg ár. 

Ef gosið endist í áratugi, sem er ekki útilokað, eru margfalt meiri verðmæti en Suðurstrandarvegurinn í hættu, Grindavíkurkaupstaður, Svartsengi og Bláa lónið. 

Þegar það er haft í huga og sú sviðsmynd tekin inn í heildarmyndina, er hún bæði langstærst, dýrust og mikilvægust. Eyjagos í na.

Svo langur kafli Suðurstrandarvegarins liggur þvert í stefnu hraunsins til sjávar, að hætt er við að mikið þurfi að hafa fyrir því að leiða hraunið allt á tiltölulega stuttum kafla yfir veginn. 

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingu var að lýsa því áðan hvernig myndir teknar með sérstaki tækni beint ofan á hraunið sýndu miklu meiri og flóknari útbreiðslu hins ofurheita hrauns undir hraunbreiðunni en sést af landi. 

Eini árangurinn, sem náðst hefur að marki hér á landi var fólginn í því að safna saman öllum fáanlegum öflugustu vatnsdælum landsins og Varnarliðsins til að dæla köldu vatni á hraunið sem hrúgaðist upp á leið sinni út úr gíg Eldfells. 

Myndin er tekin á fyrsta gosdegi, en í fyrstu var eldvirknin á 1500 metra langri sprungu. 

Þetta hraun var miklu meira seigfljótandi en hraunið við Fagradalsfjall og því tókst að kæla hraunjaðarinn og það sjálft nógu mikið með vatnsaustrinum til þess að það stöðvaðist mun fyrr en ella.

Ofan á hrauninu flaut stærðar hraunhæð, sem fékk heitið Flakkarinn, og færðist um mörg hundruð metra á ógnandi ferð, en stöðvaðist líka nógu snemma. 

Heimaeyjargosið stóð aðeins í rúma fimm mánuði og óvíst er um endalokin ef það hefði staðið árum saman. 


mbl.is Vill hraunbrú yfir Suðurstrandarveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfu "Bæjarins bestu" tóninn um gildi hugkvæmi varðandi ferðamannastaði?

Fyrir nokkrum misserum var spurt um það í kynningarbæklingi í íslenskum þotum, hver væri fjölsóttasti veitingastaðurinn í Reykjavík. 

Ef rétt er munað var svarið: Pylsusöluskúrinn "Bæjarins bestu" við Tryggvagötu. 

Upphafið að því ævintýri var að réttur maður á réttum stað, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti fékk sér þar pylsu í heimsókn til Íslands. 

Fram að því vissu flestir Íslendingar af tilvist þessa litla skúrs en enginn sá möguleikana á þessu stóraukna gildi hans. 

Fyrir nokkrum sumrum varð flak Douglas DC-3 á Sólheimasandi einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. 

Mörgum árum fyrr hafði verið sýnd mynd af flakinu í sjónvarpi án þess að nokkur hreyfing yrði á ferðum fólks þangað. 

Margsinnis og fyrir löngu var búið að sýna myndir af Reynisfjöru í sjónvarpi áður en hún varð að að eftirsóttum ferðamannastað. 

Fjaðraárgljúfur var sýnt stuttlega í sjónvarpi fyrir rúmum aldarfjórðungi og aftur rækilega í sjónvarpsþætti fyrir átta árum. 

Eitthvað glæddist áhuginn á gljúfrinu við þetta, en ekkert í líkingu við þá sprengingu sem Justin Bieber, réttur maður á réttum stað, olli tveimur árum síðar þegar varð að loka því á tímabili vegna ágangs. 

Á mbl.is í dag er viðtengd frétt þar sem er yfirlit yfir fjölda góðra hugmynda varðandi áningar- og ferðamannastaði á Suðausturlandi. 

Og í viðtengdri frétt um veitingastaðinn "Matarvagninn Hengifoss Food Truck" er greint frá skemmtilegum hugmyndum um matvörur á boðstólum á borð við sauðamjólkurís. 

Hengifoss er einn af allra hæstu og flottustu fossum landsins með stórkostlegt gljúfur og hamramyndanir umhverfis sig, en hefur hingað til ekki fengið þá athygli, sem hann á skilið. 

Nú er að skilja á fréttum að bæta eigi úr skorti á góðu aðgengi að fossinum og hefja gildi hans upp á hærra plan. 

Það er vel, og sauðamjólkurís í veitingavagni ætti ekki síður að geta orðið aðdráttarafl og tekjulind en pylsur með öllu í litlum skúr við Tryggvagötu. 


mbl.is Selur sauðamjólkurís við Hengifoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárhagsráð átti hlut í Evrópumeistaratitli Torfa 1950.

Á árunum 1945 til 1955 glímdu þjóðir Evrópu við djúpa efnahagskreppu af völdum nýlokinnar heimsstyrjaldar. 

Í flestum löndum svo sem Þýskalandi, voru heilu borgirnar í rúst og sár skortur á nauðsynjavörum. 

Stofnun Marshallhjálpar og Kola-og stálsamsbands Evrópu voru neyðarúrræði til að komast hjá algeru hruni. 

Í öllum löndum var grimm skömmtun með tilheyrandi biðröðum. Grundvallarhráefni eins og stál, var af skornum skemmti.  Trabant var afkvæmi þessa ástands, var framleiddur úr plasti, unnu úr afgangsbómull. 

Háir innflutningstollar afbökuðu framleiðsluna og bægðu burtu vörum, sem síðar urðu sjálfsagðar. 

Þegar síðuhafi dvaldi 14 ára gamall í sex vikur í Kaupmannahöfn sumarið 1955 var Coca-Cola óþekktur drykkur þar í landi og amerískir bílar sáust varla. Danir sötruðu danskt Jolly-Cola í staðinn og einu nýju bílarnir voru Citroen braggar og litlir breskir Austin og Morrisbílar með útliti fyrirstríðsáranna.

Danirnir trúðu því ekki að amerískir bílar væru í yfirgnæfandi meirihluta í bifreiðaflota Íslendinga og að Willys jeppar væru langvinsælustu bílar landsins. 

1950 var morgunkorn á borð við Corn-flakes og Cherious óþekkt á Íslandi. Um vorið kom ný gerð af stökkskóm á markað erlendis, en Íslendingar voru með flest slíkt á harðsnúnum skömmtunarlista hjá nefnd, sem var með einræðisvöld yfir innflutningsleyfum og nefndist Fjárhagsráð. 

Þótt KR væri stórveldi þá á flestum sviðum íþrótta fékk félagið aðeins úthlutað tvennum pörumm af hinum byltingarkenndu skóm, og vegna eftirspurnarinnar var haft hlutkesti um þá. 

Torfi Bryngeirsson var svo heppinn að vinna annað skóparið, og sagði síðar, að sú heppni og hlutdeild Fjárhagsráðs í góðu gengi hans og Evrópumeistaratitli í langstökki hefði ráðið úrslitum. 


mbl.is „Hefðu átt að grípa inn í“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband