Ný spenna: Afturkippur í gosóróann og hraunflæðið. Hvað og hvenær næst?

Nú hefuuær færst spenna í leikinn hjá gosinu í Geldingadölum, gosóróinn snarfallinn niður og sömuleiðis hraunflæðið.  

Eftir stendur, að hvernig sem litið er á atburðarásina á utanverðum Reykjaneskaganum í rúmlega ár, hefur hún markað tímamót í eldvirkni á skaganum eftir um 800 ára hlé. 

Nú er spurningin því ekki; hvað næst?

Heldur: 

Hvar næst? 

Og: 

Hvenær næst? 


mbl.is Er goshlé?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slær dögum saman upp undir 20 stiga hita á Sauðárflugvelli í 660 m h.y.s.

Eftir óvenju mikil snjóalög og svalviðri í vor hefur stefnt í það að hálendisvegir norðan Vatnajökul opnuðust seinna en áraraðir. BISA vor

Á Norðausturhálendinu eru tveir skráðir flugvellir, við Herðubreiðarlindir og Sauðárflugvöllur á Brúaröræfum. 

Rétt innan við þann síðarnefnda, í aðeind 2,5 km fjarlægð, er veðurmælingastöðin Brúaröræfi og er því einstaklega auðvelt að fylgjast með veðrinu þar úr 290 kílómetra fjarlægð.  

Nú hefur verið hitabylgja þar í bráðum tvær vikur og í dag var 18 stiga hiti á vellinum, 16 í gær og 20,3 í fyrradag. 

Samhliða hitanum var allt að 40 hnúta hnjúkaþeyr þarna, og völlurinn því í svipuðu ástandi og hár í risahárþurrku. 

Þegar þess er gætt, að völlurinn liggur 35 metrum hærra yfir sjávarmáli en Vífilsfell, er þetta einstaklega mikill hiti, og í fyrradag var þetta heitasti staðurinn á hálendinu. 

Snjóalögum háttar þannig á þessum slóðum, að hálendisslóðirnar í nágrenni vallarins verða ekki færar fyrr en 2-4 vikum eftir að flugvöllurinn er orðinn þurr og snjólaus, harður og vel nothæfur fyrir lendingar flugvéla. 

Loftmyndin hér að ofan er tekin vorið 2018 þegar völlurinn var orðinn opinn þótt ófært væri allt í kringum hann.Völundur Jóhannesson

Völundur Jóhannesson hefur haft sumarsetu í Grágæsadal ío nágrenni vallarins um áratugaskeið og segir eftir könnunarferð á jeppa í fyrradag, að af hæðinni vestur af Kárahnjúkastíflu megi sjá á skafli, sem sést þaðan og er utan í svonefndri Prestahæð, 6 km frá Sauðárflugvelli og 14 km frá Grágæsadal, að skammt kunni að vera þar til leiðir opnist og að völlurinn kunni að vera orðinn nothæfur nú þegar. 

Við Völundur eru alltaf í nánu sambandi þegar svona stendur á og framundan er tími, sem í fyrra var heilum mánuði fyrr hvað snerti aðstæður til ferðalaga í lofti og á landi, og var það ónvenjulega snemma. 


mbl.is Gæti farið upp í 29 stiga hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsöfnuð eftirköst eftir veikina verri en hún sjálf samanlagt?

Það er ljóst að nokkur næstu ár munu fara í það að rannsaka þá nýju tegund sjúkdóma sem kórónaveikin er. Ef miklu fleiri fá slæm eftirköst eftir hana en þeir, sem sýkjast og sleppa betur, geta uppsafnaðar afleiðingar hennar orðið verri samanlagt en sýkingin sjálf hjá þeim sem sleppa margfalt betur. 

Síðan ræður tímamunur því að það á að mestu eftir að koma í ljós hve mikil áhrif bólusetningarnar hafa. 

Það gæti tekið mörg ár að gera endanlega upp feril og afleiðingar þessarar farsóttar.  


mbl.is Læknar sjá fram á „flóðbylgju“ eftirkasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað, ef hraunið á eftir að verða tólf sinnum stærra en það er núna?

Upplýsingar Þorvaldar Þórðarsonar um hraunið sem kemur úr gosinu í Geldingadölum, eru mjög athyglisverðar og lýsandi fyrir þau flóknu  viðfangsefn sem blasa við varðandi það að veitt verði viðnám gegn framrás hraunsins, til dæmis í formi brúargerðar yfir Suðurstrandaveg sem fjallað er um í næsta bloggpistli á undan þessum. 

Á loftmynd í viðtengdri frétt á mbl. sést vel að hinn svarti flötur hraunsins er kominn langleiðina niður að Suðurstrandarvegi. 

En Þorvaldur telur sjást af öðrum gögnum, að hið mjög svo þunnfljótandi hraun sem er allt að 1000 til 1400 stiga heitt, liggi undir meirihluta hraunsins og finni sér ófyrirsjáanlega farvegi til framrásar. 

Erfiðasta matsatriðið er þó sennilega að áætla hve langt gosið verði. 

Í Kröflueldum sem líta má á sem eitt gos í níu goshrinum á níu ára tímabili kom upp hraun sem breiddi sig yfir 35 ferkílómetra alls, eða tólf sinnum meira flatarmál en hraunið úr Geldingadölum er orðið nú. 

Hvernig sem þetta fer nú verður ekki hjá því komist að gera ráð fyrir löngu gosi og útbúa skástu aðgerðir til þess að hafa áhrif á rennsli hraunsins og tjónið af því. 

Margar sviðsmyndir má gera með ýmsum útfærslum, svo sem leiðigörðum, varnargörðum, brú yir Suðurstrandarveg fyrir bíla eða jafnvel niðurgrafinn farveg fyrir hraunstrauminn, sem lægi undir brú.  

En á meðan gosið er enn í gangi verður ekki komist hjá því að gera áætlun varðandi áratuga gos og hafa í huga að hraunið sem kom upp í gosinu í Holuhrauni 2014-2015 er 85 ferkílómetrar eða um 30 sinnum stærra en hraunið við Fagradalsfjall er nú. 


mbl.is Aukin virkni í Geldingadölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband