Grímsvatnagosið 2011 var þúsund sinnum öflugra en Fagradalsgosið.

Eftir að hafa fylgst með öllum eldgosum á Íslandi síðan 1961 þurfti ekki annað en að horfa á gosið í Grímsvötnum í návígi úr lofti til þess að átta sig á því, að við blasti öflugasta eldgos síðustu sex áratugi hér á landi; margfalt öflugra en Eyjafjallajökull árið 2010.  

Rennslið í gosinu í Fagradalsfjalli hefur verið milli 5-15 rúmmetrar á sekúndu, en í Grímvötnum 2011 var framleiðslan um 10 þúsund rúmmetrar á sekúndu. 

Þetta kom fram í viðtali í útvarpsfréttum í kvöld við Þorvald Þórðarson prófessor, sem aftur á móti telur hið litla gos sýna á sér miklu fleiri hliðar heldur flest önnur gos hér á landi. 

Ólíkt gosinu við Fagradalsfjall eru Grímsvatnagos öskugos og afar skammvinn. Hins vegar myndi gosið við Fagradalsfjall geta búið til eldfjalladyngju á stærð við Skjaldbreiði ef það entiast í 50 ár. 


mbl.is „Gígurinn að lokast smátt og smátt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalkunnir taktar hjá andstæðingum stærstu umbótamála.

Með hverri vikunni, sem líður, glyttir betur í gamalkunnug brögð flokkanna sem stjórnuðu landinu 1995-2007 og síðan aftur 2013-2016, til þess að stöðva framgang framfaramála.  

Þau hafa falist í því að nota sem flestar aðferðir í bókinni til að tefja fyrir helstu umbótamálum okkar tíma, nýrri stjórnarskrá, auðlindaákvæði með sjálfbærri þróun og þjóðareign auðlinda og náttúruverndarmálum á borð við stofnun hálendisþjóðgarðs. 

Þetta virðist þeim ætla að takast og ætti enginn að vera undrandi út af því að þrátt fyrir ákvæði í stjórnarsáttmála,  var augljóst að þessi helstu mál Vg í stjórnarsáttmálanum yrðu fyrir borð borin á sama tíma og mál Sjalla og Framsóknar svo sem sala banka og framkvæmdir á valdsviði formanns Framsóknar fengju brautargengi. 

Á árunum 2011-2013 var beitt lengsta málþófi í sögunni auk óralangra málalenginga í þingnefnd til þess að eyða málinu og koma því fyrir kattarnef.

Nú, níu árum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið stefnir í enn einar ógöngurnar í því máli á þingi.  


mbl.is Þjarmað að Katrínu á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókeypis uppsetning á óviðjafnanlegri risasýningu og landkynningu.

Eldgosið í Geldingadölum er óviðjafnaleg risasýning og landkynning, sem á sér engan raunverulegan keppinaut. 

Rétt eins og gosið í Eyjafjallajökli og síðan annað í Grímsvötnum ári síðar urðu að mestu landkynningu Íslands fyrr og síðar og skópu dæmalausan uppgang í efnahagslífi okkar, kemur þetta gos, úr því að það þurfti að koma, á besta hugsanlega tíma. 

Nú er bara að finna bestu leiðina til að vinna úr þessari nýju stöðu. 


mbl.is Mikilfengleg eldfjallasýn við útsýnishólinn óaðgengilega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskan er grunnur sjálfsmyndar og sjálfstæðis þjóðarinnar.

"Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein..." orti Snorri Hjartarson, og lýst með því á rökvísan hátt þeirri keðju sem ekki má rofna, enda er engin keðja sterkari ein veikas þti hlekkurinn.  

Í öllu því ógnarflæði enskunnar sem flæðir yfir allt þjóðlífið eins og risavaxin flóðbylgja af hafi eru teiknimyndir og aðrar myndir frá Dysney eins og dropi í hafið, en engu að síður afar mikilvæg viðleitni til að varðveita þá þrenningu og einingu, sem land, þjóð og tunga eru, en þar er íslensk tunga grunngildi í sjálfsmynd og sjálfstæðis þjóðarinnar og íslenskri menningu. 


mbl.is Disney svarar kalli menntamálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband