"Móðusumarið"?

Sumarið 2021 er á góðri leið að stimpla sig inn sem "móðusumarið" á suðvesturhorni landsins, en hinum megin á landinu stefnir í eins konar suðrænt eyðimerkursumar hvað varðar stanslaus suðræn hlýindi án þess að dropi komi úr lofti vikum saman. 

Á þeim slóðum sem síðuhafi fylgist hvað mest með, þótt að mestu leyti úr fjarlægð sé að ræða en þó af náinni afspurn í símaviðtölum við Völund Jóhannesson, sem dvelur meiripart sumars í bústað sínum í Grágæsadal, í 15 kílómetra akstursfjarlægð frá Sauðárflugvelli. 

Völundur man vel eftir veðurfarinu á þessu svæði í um 60 ár, en þetta sumar verður æ einstakara með hverjum degi, 20 stiga hiti og heiðríkja með hnjúkaþey upp á 20 metra á sekúndu í hviðunum, þegar "þeyrinn" herðir á sér og veldur þrálátum leirstormum, eins og fjallað hefur verið um áður hér á síðunni.  

Móðan á Reykjanesskaganum hefur verið miklu meiri en svo að það virðist passa við það, hve lítið gosið er, en það er að hluta til skýrt út með því að stór hluti hennar sé á sveimi yfir skaganum, út yfir flóann og aftur til baka. 

Já, þetta móðusumar er sannarlega að verða sérstakt og óvenjulegt. 


mbl.is Sjaldan minna sólskin í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Speglast óánægja með aðild að stjórninni í kjördæmi forsætisráðherra?

Það hefur vakið athygli hjá mörgum, að enda þótt fylgi kjósenda við ríkisstjórnina virðist næsta öruggt meirihlutafylgi, eru stjórnarflokkarnir samanlagt í minnihluta. 

Nú hefði mátt ætla að stuðningur kjósenda Vg við ríkisstjórnina kæmi helst fram í kjördæmi forsætisráðherra og beindist þá að Katrínu sjálfri. 

En svo er ekki. Þvert á móti er fylgi Vg við lista forsætisráðherrans áberandi lítið þar og minna en fylgi Vg í hinu Reykjavíkurkjördæminum. 

En ef til vill er þarna komin ein af skýringunum á því hvers vegna ríkisstjórnin nýrur meirihlutafylgis meðal kjósenda, en að aðildarflokkar stjórnarinnar gera það ekki samanlagt. 


mbl.is Misjafn styrkur flokka í kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katla gat árið 1918 orðið örlagavaldur fyrir nútímafólk.

Í vertíðarlok í maí 1918 hittust tvær ungar íslenskar manneskjur um borð í skipinu Skaftfellingi í Vestmannaeyjahöfn. 

Hann, Þorinnur Guðbrandsson, var 28 ára og var á leiðinni frá vertíð á Suðurnesjum austur á Síðu til síns heima með afrakstur vertíðarinnar. 

Hún, Ólöf Runólfsdóttir, 22ja ára, var á leið heim til sín úr vist, sem hún hafði verið í í Eyjum. 

Á leiðinni frá Eyjum til Víkur kynntust þau fyrst, en fátt benti til annars en að þau yrðu áfram búsett eystra . 

En um haustið gaus Katla og olli miklu umróti og búsifjum í Skaftafellssýslu. 

Þau ákváðu þá að fara til Reykjavíkkur í leit að nýrri framtíð, og fóru með hópi fólks um Fjallabaksleið. 

Þremur árum síðar fæddist frumburðurinn, Jónína, og í haust, hinn 16. september, verða liðin rétt hundrað ár frá þessarar móður síðuhafa.  

Mikill ættbogi er kominn af parinu sem Katla hafði áhrif á, líkast til alls um hundrað manns. 

Þessi sanna saga sýnir, hvernig ummæli Baltasar Kormáks um að honum hefði ekki dottið í hug möguleikar á borð við þá sem kvikmyndin Katla hefur skapað, hefðu getað orðið til. 


mbl.is Datt ekki í hug að þetta væri möguleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband