Eftir eins og hálfs árs baráttu virðist Covid-baráttan rétt að byrja.

Í mörgum af stærstu styrjöldum mannkynssögunnar bjuggust menn við skjótum sigri. Þjóðverjar bjuggust við sigri fyrir jól í upphafi Fyrri heimsstyrjaldarinnar, bæði Sovétmenn 1979 og Bandaríkjamenn 2001 bjuggust við skjotum sigrum með innrásum sínum í Afganistan og eftir frækilega sigurgöngu Hitlers í Niðurlöndum, Frakklandi og Noregi vorið 1940 sýndist það næsta lett verk að ganga frá Bretum, sem voru orðnir einir síns liðs. 

Allt fór ofantalið á annan veg og má bæta Víetnamstríðinu við. 

Í viðtali við sjónvarpsþáttinn 60 mínútur sagði einn æðslu yfirmaður öflugasta hers heims, þess bandaríska, að styrjöldin við kórónaveiruna skæðu yrði skilgreind í fullum gangi af hálfu hersins svo lengi sem nokkur veria fyrirfyndist. 

Langflestar nýjustu sviptingar í baráttunni við COVID-19 benda til þess að miðað við þetta raunsæja mat herforingjans í byrjun sé COVID-19 baráttan rétt að byrja, þótt ekki væri nema bara fyrir það eitt, að langt innan við helmingur jarðarbúa hefur verið bólusettur og forsendur árangurs bólusetninganna reynast hæpnar þar fyrir utan. 

Nú þarf að hefja markvisst og mikið starf á heimsvísu við að aðlaga líf jarðarbúa að þessum nýja veruleika. 


mbl.is Titrings gætir víða í skemmtanabransanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband