Stökk Olgu Korbut í nýju ljósi. "Twistie" á rafreiðhjóli.

Eitt augnablik á Ólympíuleikunum í Munchen 1972 verður öllum þeim, sem sáu það í beinni útsendingu erlendis líkt og gerðist hjá síðuhafa, ógleymanlegt: Það var þegar Olga Korbut stóð á jafnvægisslánni og tók heljarstökk aftaur á bak og lenti fullkomlega á þessum örmjóa lendingarebletti.

Á þessum Ólympíuleikum datt Lasse Viren í langhlaupi, en stóð upp og fór fram úr öllum og sigraði. 

Dawe Wottle var síðastur í 800 metra hlaupinu þegar 300 metrar voru eftir, en tók mikinn sprett, brunaði fram úr öllum og vann.  

En með hinu ótrúlega og "óframkvæmanlega" stökki Olgu Korbut 1972  hófst ný öld í fimleikum, öld ótrúlegra og að því er virtist fífldjarfra stökka og snúninga þar sem Simone Biles hefur bætt öll met í fjölda og fjölbreytileika. 

Fimleikafólkið sjálft hefur kallað meinlokufyrirbærin, sem nú birtast, "twisties" og það á við í bókstaflegri merkingu um fyrirbæri, sem setur flugmenn í sérstakan áhættuhóp ef þeir byrja að aka vélknúnum hjólum.  Honda PCX rafhjól

Þegar síðuhafi hóf að nota rafknúið reiðhjól með handgjöf 2015 skildi hann ekkert í því, að fyrstu vikurnar á hjólinu datt hann alls fimm sinum, en slapp þó við að meiða sig.

Þetta kom mjög á óvart, því að í gegnum undanfarna áratugi hafði verið viðhaldið margreyndri þjálfun frá unglingsárum varðandi það að framkvæma aldeilis ótrúlegar kúnstir á reiðhjólum. ´Léttir,knapi,  TF-ROS

Við yfirlegu yfir orsökunum fyrir þessum nýtilkomnu byltum kviknaði skyndilega ljós: Hvað var nýtt og framandi í notkun þessa rafreiðhjóls: Jú, það var hægt að nota handgjöf með hægri hendi.

Allar bylturnar höfðu orðið við að bregðast við smávægilegum en óvæntum breytum eða uppákomum, svo sem að víkja sér til hliðar til að forðast ójöfnur eða hindranir, eða þegar komið var aðeins of hratt inn í beygju. 

Þrautæfð en ósjálfráð viðbragð flugmanns með hönd á handaflgjöf flugvélar og mörg þúsund klukkustunda reynslu er að draga höndina/handarbakið að sér.  Við það er dregið af afli hreyfilsins. 

En á vélknúnu hjóli virkar þetta öfugt; hreyflinum er gefið inn aukið afl með því að færa handarbakið með "twist"hreyfingu aftur á bak að sér. 

Flugmenn, sem eru nýliðar í vélhjólaakstri geta því verið í sérstökum áhættuhópi. 

Eftir að þessi orsök óhappanna á rafreiðhjólinu var fundin, hurfu bylturnar á svipstundu. 

Þetta kostar hins vegar auknar æfingar til skiptis á flugvélum og vélhjólum. 


mbl.is Hvað hrjáir Simone Biles?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sum mál eru í gangi. "Gat ei nema guð og eldur..."

Þessa dagana eru liðin tíu ár frá því að stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis afrakstur vinnu sinnar; nýja stjórnarskrá.

Slíkt plagg, íslenskt, samið af Íslendingum, var draumur Jóns Sigurðssonar á Þjóðfundinum 1851.

Við vinnuna 2011 höfðu verið skoðaðar fjölmargar nýjar stjórnarskrár bæði nágrannalandanna og fjarlægari landa, þar sem meðal annars voru ákvæði um auðlindir, umhverfismál og náttúru.

Ekki er orð um slíkt að finna í núverandi stjórnarksrá Íslands, enda var hún samin af Dönum og skenkt Íslendingum árið 1874.  

Mikilvægasta hugtaki 21. aldarinnar, sjálfbær þróun (sustainable developement) er slegið föstu í auðlindakaflan stjórnarkrárinnar frá 2011 og samþykkt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Eldgosið,ljm.29.7. 2021

Ef einhverjum hefur fundist ástæða til þess að skjóta upp einum flugeldi í tilefni tíu ára afmælisins, þurfti þess ekki í nótt. 

Frá Reykjavík, aðsetri Alþingis, blasti við flugeldasýning sjálfrar náttúrunnar, eldgossins við Fagradalsfjall, sem minnti á, að Ísland og þar með land, þjóð og tunga, er smíðað af eldfjöllum. 

Sjá má stutt myndskeið á facebook síðunni í dag. 

Ljósmyndin hér er aðeins sem daufur endurómur af því og vegma afstöðunnar til myndatökustaðarins sýnist fjallið Keilir standa í ljósum logum eins og risavaxinn kyndilberi.  

Um eitt eldfjallanna, fjallið Skjaldbreið, sem lagði til land undir Alþingi, orti Jónas Hallgrímsson: 

"Gat ei nema guð og eldur / gjört svo dýrlegt furðuverk."

 


mbl.is Bárðarbunga að þenjast út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt um hroðalega tíðni bruna í rafbílum reynist fjalla um hið þveröfuga.

Hroðalegar fréttir af stórfelldum fjölda bruna rafbíla undanfarin ár halda áfram að birtast. 

Norsk frétt um stærsta bruna í bílastæðahúsi á Norðurlöndum fyrir þremur árum og hefði verið af völdum rafbíls lifir enn góðu lífi án þess að það virðist vera nokkur vegur að hið sanna fái að standa, að þetta var gamall Opel Zaphira dísil, en þegar Þjóðverjar tala um disil, nota þeir oft þýska orðið selbstunder; sjálfsíkveikjubíll!

Núna er ný frétt að koma frá Noregi um hroðalega eldhættu í rafbílum og vegna þess hve löng hún er fá áreiðanlega flestir lesendur þá tilfinningu í lokin, að þarna sé um váleg tíðindi að ræða. 

Vandlega er tíundað að 59 rafbílar hafi brunnið í Noregi síðustua misseri og þar að auk sé mun seinlegra að slökkva í þeim en eldsneytisknúnum bílum. 

Síðar er nefndur fjöldi bílbrunanna í heild á þessu tímabili og látið fljóta með að rafbílar séu 12 prósent bílaflotans í Noregi. 

Ekki er frekar unnið úr þessum tölum og fréttin er það löng að áreiðalega láta flestir lesendur hennar eiga sig að eyða tíma í það. 

En sé það gert kemur þetta í ljós. Af 2393 bílabrunum voru 59 rafbílar, sem er rúmlega 2 prósent. 

Sem sagt: 12 prósent bílaflotans með aðeins 2% brunanna, eða sex sinnum færri bruna rafbíla en eldsneytisknúinna, miðað við heildaarfjöldann. 

Þetta hefði getað verið fyrirsögn fréttarinnar og er kjarni málsins. 

En það lítur betur út til að fréttnæmt þyki að það sem er dramatískast í fréttaefninu fangi athyglina sem best. 

Og miðað við langlífi stóra bílahússbrunans í Stavanger gæti hin nýja norska frétt orðið jafnvel enn langlífari. Bæta mætti þvívið dramatíkina hvort tíminn sem slökkvilið eyðir í að slökkva í rafbílunum sé sex sinnum lengri en það þarf fyrir eldsneytisbílabruna. 

Þó er sexföld tímalengd varla nógu krassandi, heldur þyrfti slökkvitíminn helst að vera minnst 20 lengri til þess að rafbílaógnin teldist örugglega meiri. 


mbl.is Ellefu rafbílabrunar á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband