Þrettánföldun sjókvíaeldis þjóðarnauðsyn?.

Fyrir innan við áratug var sett fram sú bráðnauðsynlega framtíðarsýn að tífalda skyldi sjókvíaeldi hér á landi. Nú berast fréttir af enn hraðari raunverulegum veldisvexti; þrettánföldun á örfáum árum, og upplýst er um raunverulegt erlent eignarhald á laxeldinu á sama tíma sem slíkt líðst ekki í þorskveiðum. . 

Ef einhver dirfist að efast um nauðsyn þessarar sprengingar er hann úthrópaður sem óvinur landsbyggðarinnar. Svarið við skuggalegum myndum af ástandinu í kvíunum er svarað með því að um aðeins eitt prósent laxanna sé að ræða, en 99 prósent séu í finasta lagi. 

Einnig fréttist af því að Danir séu hættir sjókvíaeldi og að landeldi sé alls staðar erlendis að taka við af sjókvíaeldi.  En þeir sem minnast á þetta fá líka á sig slæmt orð, því að íslenskar aðstæður séu þannig, að landeldið sé alveg ómögulegt hér og því sé enn hraðari margföldun sjókvíaeldisins þjóðarnauðsyn. 


mbl.is „Sýnir ógeðfellda hlið sjókvíaeldis á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegur málflutningur hjá stjórnarþingmanni.

"Þjóð þarf ekki óvini með svona leiðtoga," segir einn stjórnarþingmanna, Sigríður Andersen. 

Ber að skilja þetta svo, að hún telji ríkisstjórnina verri en nokkur óvinur geti verið?

Svona orðbragð í garð eigin ríkisstjórnar hefur varla heyrst fyrr og hafa einhverjir þingmenn fyrr borið fram vantrausttillögu á ríkisstjórn af minna tilefni. 

En að vísu er þingrof að skella á hvort eð er og Sigríður notar þessi stóryrði líklega til heimabrúks í kosningabaráttu, þar sem hún ætlar sér að höfða tið ákveðins markhóps kjósenda. 


mbl.is „Þjóð þarf ekki óvini með svona leiðtoga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband