Örlagaríkt samtal Agnars Koefoed-Hansen við Hermann Jónasson 1939.

Mikill fengur er að stórgóðri grein eftir Þór Whitehead í Morgunblaðinu í dag.

Við hana má bæta atviki, sem Churchill ýjar að og gerðist á útmánuðum 1939.

Í ræðunni, sem Hitler flutti 11. desember 1941 þegar hann rakti aðdragandann að því að Þjóðverjar og Italir sögðu Bandaríkjunum stríð á hendur, las hann upp langa upptalningu á ástæðum þessarar örlagaríku ákvörðunar, sem Þjóðverjar voru ekki skuldbundir að taka samkvæmt samningi Japana og Þjóðverja nema að ráðist hefði verið á Japani. 

Í upptalningunni, sem átti að lýsa því hve mikla þolinmæði og friðarvilja Hitler hefði sýnt gagnvart Roosevelt "og kerlingunni hans", nefndi hann bæði vaxandi ágang Bandaríkjamanna og það að þeir hefðu hernumið Evrópuþjóðina Íslendinga sem helstu dæmi um að óhjákvæmilegt væri að fara í stríð við Bandaríkin. 

En atvikið, sem var kannski lúmskara upphaf en margir halda varðandi velvilja milli Íslendinga og Breta gerðist á útmánuðum 1939 þegar Hitler vildi fá að gera aðstöðu fyrir Lufthansa á flugvöllum og flughöfnum á Íslandi fyrir farþegaflug yfir Atlantsha. 

Agnar Koefoed-Hansen var kornungur flugmálaráðunautur ríkisstjórnarinnar og með fróðustu mönnum í Evrópu vegna flugs fyrir Dani, Norðmenn og ekki síst Þjóðverja, þar sem hann komst inn í hringiðu uppbyggingar lofthers Görings, en þar voru gamlir orrustuflugmenn úr Fyrri heimsstyrjaldarinnar helstu burðarásar.

Agnar sagði hreint út við Hermanni Jónasson, að ef Íslendingar vildu gera eitthvað sem myndi flýta því sem allra mest að þeir drægjust strax inn í yfirvofandi stríð, fælist það í því að láta að vilja Hitlers. 

Nú stæðu yfir hröðustu framfarir í smíði herflugvéla í sögunni og stutt væri í að þær yrðu með meira en tvöfalt aflmeiri hreyfla og eftir því miklu hraðfleygari, langfleygari og skæðari vopn en heimurinn hefði orðið vitni að fyrr. 

Hermann fór að ráðum Agnars og vakti þessi neitun Íslendinga athygli erlendis, þar sem Hitler fór með himinskautum um þetta leyti við að leggja undir sig Tékkóslóvakiu í kjölfar innlimunar Austurríkis 1938, og friðþægingarstefna þar sem látið var eftir honum æ ofan í æ varð alls staðar ofan á. 

Það má sjá á ummælum Churchills og heimsókn hans til Íslands 1940 að hann kunni að meta þessi heilindi Íslendinga og sköruleika.  

 


mbl.is Þegar Churchill heillaði Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er stundum ekki hægt að segja alltaf: "Það er ekki hægt."

Björn Zoega er nafn, sem kom við sögu þegar staðnaðir íslenskir ráðamenn drógu svo mjög lappirnar í rekstri heilbrigðiskerfisins hér, að það endaði með stórkostlegri áskorunarherferð að hvatningu Kára Stefánssonar, sem sýndi hug íslensku þjóðarinnar. 

Nú er kórónuveirufaraldurinn búinn að standa í eitt og hálft ár og upplýst er að gjörgæslurými hér á landi séu fæsst, miðuð við fólksfjölda í okkar heimshluta og helmingur af skurðstofum Landspítalans ekki í notkkun. 

Sagan sem Björn segir frá Svíþjóð er þess vegna merkileg og þar talar maður, sem fór héðan til Svíþjóðar með sína íslensku reynslu og brást við bráðavandanum þar í samræmi við reynslu sína hér. 

Lögmál Parkinsons um tilhneigingu opinberrar þjónustu til þess að þenjast út án þess að vera í takti við þarfir hefur á sér ýmsar hliðar, meðal annars þá mannlegu hlið að nneigjast til þess að leysa of mörg viðfangsefmi með einfaldasta svarinu: Það er ekki hægt. 

En það er stundum ekki hægt að segja alltaf: "Það er ekki hægt".

 

 


mbl.is Fimmfaldaði gjörgæsluna á Karólínska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband