Gorbatsjov, hokinn af reynslu af erlendri íhlutun.

1979 hófst sá kafli í sögu Afganistan að erlend stórveldi hófu bein hernaðarleg afskipti af deilum í landinu. Sovétmenn höfðu stutt ríkisstjórn, sem flest erlend ríki og íbúarnir sjálfir litu á sem leppstjórn Sovétmanna, en múslimsk samtök stóðu fyrir uppreisn gegn þessari óskastjórn Sovétmanna.  

Afgananistan átti landamæri að Sovétríkjunum, sem óaði við því að öfgafullir múslimar réðu ríkjum í svo miklu nábýli við sovétlýðveldi, sem að stórum hluta voru byggð múslimum. 

Því var sendur sovéskur her inn í Afganistan til að koma Mújaheddin frá völdum og endurheimta sovésk áhrif í landinu. 

Sá hernaður varð samfelld vandaræðaganga sem kostaði ekki aðeins mikil mannfall og tjón í landinu, heldur hlaust af því eyðilegging tveggja Ólympíuleika sem Bandaríkin og Sovétríkin stóðu að á víxl auk hámarks illinda í Kalda stríðinu. 

Stærsta afleiðingin varð samt hrun Sovétríkjanna og leppríkja þeirra í Austur-Evrópu. 

Þetta dýrkeypta háskaspil varð til þess að stórum hluta að Mikhael Gorbatsjov hrökklaðist frá völdum, hokinn af biturri reynslu af því að stórveldi beiti hernaðarlegu afli til að hafa afskipti af innanríkisdeilum í öðrum löndum. 

Þá þegar studdu Bandaíkjamenn múslimska andófsmenn í Afganistan dyggilega svo að átök risaveldanna höfðu slæm áhrif þar eins og víðar. 

Þegar Gorbatsjov segir nú að innrás Bandaríkjamanna í Afganistan fyrir 20 árum hafi verið slæm hugmynd mælir hann af djúpri reynslu. 

Það rímar við ummæli afgangskra kvenna í Kastljósi í gær þar sem þær bentu á það hversu slæm og mikil áhrif það hefur þegar erlent stórveldi hefur hernaðarlega íhlutun í innanlandsátök, meðal annars í því að lama baráttuþrek þeirra heimamanna sem berðust með innrásarhernum.

 


mbl.is Innrásin í Afganistan vond hugmynd frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband