Hvað með "pedalaslys"? Bifhjólastýri í bílum?

Fyrir tveimur árum á að giska fréttist af því að verið væri að leita orsaka ítrekaðra slysa á ákveðinni gerð af Tesla sem birtust í því að viðkomandi bílar tóku upp á því að gefa sjálfum sér fulla "rafgjöf" svo að bílarnir æddu af stað á fullu afli og ollu stórslysum, jafnvel banaslysum.  

Ekki bárust af því fréttir hvernig þetta mál fór, hvort þarna hefði getað verið um afar einfalt atriði að ræða, að hemilspedalinn væri of nálægt rafgjafarpedalanum. 

Þannig var það og er enn á minnsta rafbíl á Íslandi, Tazzari Zero, og svona atriði hefur miklu verri afleiðingar á rafbíl en eldsneytisknúnum bíl, því að ef stigið er á pedalann með rafaflsgjöf, virkar allt rafaflið í heilu lagi frá blábyrjun, en á bensín- eða olíuknúnum bílum er aflið í raun ekkert alveg í upphafi spyrnu fótarins, heldur vex það með vaxandi snúningi vélarinnar. 

Ef stigið er á bremsupedalann á Tazzari, er það stutt á milli hans og rafgjafarpedalans, að það er eins og bíllinn gefi sér sjálfur inn. 

Ósjálfrátt viðbragð bílstjórans er þá að hemla miklu fastar, en við það eykst aflgjöfin á augabragði og miklu meira en nemur hemlunargetunni. 

Svo lúmskt gat þetta verið, að þegar all stórfættur maður fékk að taka í bílinn, dugði ekki að hafa aðvarað hann fyrirfram, þegar hann hemlaði bílnum í upphafi; hann steig á báða pedalana í einu og bíllinn tók rokna viðbragð fram á við. 

Tvær breytingar gætu breytt þessu: 

1. Að auka bilið á milli pedalanna tveggja. 

2. Að færa þessi stjórntæki upp í eins bifhjólastýri og jafnvel að hafa þetta eins og á bifhjóli að bæði sé stýrt, gefið inn og hemlað með bifhjólastýri!  


mbl.is Sjálfstýribúnaður Tesla til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband