Hve langan tíma í viðbót hefði þurft í Afganistan?

Þegar blásið var til innrásar í Afganistan var það von manna að mesta herveldi heims myndi með aðstoð nokkurra bandamanna sinna takast að uppræta hryðjuverkasamtök þar, vinna bug á Talibönum og þoka þjóðinni til nútímalegri lifnaðarhátta. 

Rússar höfðu að vísu lagt í svona hernað þar allan áttunda áratuginn en gefist upp og mátti heimsbyggðin horfa upp á valdatöku Talibana 1994.  

Þessi bitra reynsla Rússa virtist ekki fæla Bandaríkjamenn frá því að ráðast með her inn í landið. 

Það vekur upp spurninguna hvort þeir hefðu farið út í þetta ef þeir hefðu vitað um það að framundan væri stríð, sem ekki sæi fyrir endann fyrir eftir tuttugu ár. 

Að vísu tókst að hafa hendur í hári Osama bin Laden og hefna með því fyrir árásina á Tvíburaturnana 11. september 2001. 

En hvað olli því að stríðið hélt samt áfram í áratug í viðbót?

Bandaríkjamenn eru nú gagnrýndir fyrir svik við afgönsku þjóðina, en ýmsar spurningar vakna. 

Hvernig má það vera að Talibanar náðu landinu öllu á sitt vald að því er virtist fyrirhafnarlaust nánast á örfáum dögum og að stjórnarherinn hreyfði varla hönd né fót þótt á pappírnum virtist stjórnarherinn hafa yfirburði í herafla, bæði hermannafjölda og hergögnum. 

Nauðsynlegt er að fá svar við þessari spurningu áður en ákvörðun tveggja Bandaríkjaforset um brottför er fordæmd. 

Svara þarf því líka, hve mörg ár í viðbót Tony Blair og fleiri telja að þurfi til þess að vinna fullnaðarsigur og hvers vegna það verði miklu léttara en að vinna Víetnamstríðið á sínum tíma. 

Biden sagði að stjórnarherinn hefði algerlega skort baráttuvilja, og ef svo er, hvaða ástæða er til að ætla að erlendur her sem berst gegn innfæddum, hefði náð meiri árangri?  


mbl.is Blair: Brottför Bandaríkjahers hræðileg mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hláleg "jepp"keppni. Var Bjallan jeppi?

Sífellt fjölgar þeim bílum, sem fluttir eru til landsins og skilgreindir með orðmyndinni "jepp", svo sem sportjeppi, borgarjeppi og jepplingur. 

Til þess að geta skreytt þessa bíla með því að líma þessa skilgreiningu inn í lýsingu á þeim þarf ekki fjórhjóladrif, hátt og lágt drif, háa skögun né veghæð, sem er umtalsvert hærri en á venjulegum fólksbílum.  

Nefna má bíla hér fyrr á tíð sem voru aldrei skilgreindir sem jeppar að neinu leyti þótt þeir væru með eitthvað af ofantölu, svo sem sæmilega veghæð. 

Volkswagen Bjalla var með 20 sentimetra veghæð óhlaðinn, og af því að vélin fyrir aftan afturhjól og bíllinn með drif á afturhjólum, var hann duglegur að komast upp grófar brekkur.  Orðmyndin "jepp" þó aldrei notuð um hana. 

Jeppar þess tíma voru með stífa, heila driföxla, (hásingar) og því var veghæðin aldrei minni en uppgefin var. Bjallan var hinsvegar með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólumm og veghæðin var því aðeins 15 sentimetrar þegar hún var hlaðin, og ef hún fjaðraði niður á við gat hæðin farið niður í 10 sentimetra. Sú veghæð var gefin upp og þess getið að hún ætti við þegar bíllinn væri fullhlaðinn. (laden

Sportjeppar, borgarjeppar og jepplingar nútímans eru ekki með stífa drifhásingar og því getur  "jepplingur", "borgarjeppi" eða "sportjeppi" nú dögum að vísu verið með 17 eða 18 sentimetra veghæð ef enginn er u borð í bílnum, en sé hann fullhlraðinn er veghæðin komin niður i 11 til 12 sentimetra, og enn minna ef hann fjaðrar niður á við í akstri á ójöfnum vegi og því víðsfjarri því að geta borið "jepp" orðmyndina. 

Ekki er langt síðan að ný bílgerð var flutt til landsins og auglýst sem "fyrsti rafjeppinn", hvorki meira né ninna. 

Þó er ekkert afturdrif á honum, veghæð hans óhlaðinn með öllu var aðeins 17 sentimetrar og framendinn er lágur og skagar langt fram. 

Þegar fjórhjóladrifnir fólksbílar af gerðinni Subaru Leone, voru þeir með hátt og lágt drif og 17,5 sentimetra veghæð. 

Engum lifandi manni datt í hug að kalla þessa bíla jeppa, jepplinga, sportjeppa eða borgarjepplinga. 

Núna er jafnvel gert mikið úr því að ný jepplingagerð sé með 18,2 sm veghæð, eða 0,7 sentimetrum meiri en var á Subarunu í den. Litlu verður Vöggur feginn. 

Ameríska tímaritið Consumer Guide gaf ævinlega upp í sínni bílaumfjöllun veghæð, sem var miðuð við að bílarnir væru fullhlaðnir. Fyrstu RAV 4 bílarnir voru í tímaritinu sagðir með 11 sentimetra veghæð. 

Núna sést þeta ekki lengur; allir í bílabransa heimsins sokknir í jepparuglið og ganga Íslendingar lengst, því að erlendis er notað hugtakið SUV, skammstöfun fyrir Sportnytjabíll, sem getur jafnvel átt við Dodge Caravan og Renault Espace. 

Bílaframleiðendur reyna að klína orðmyndinni "cross" inn í tegundarheiti þessara bíla til þess að sveipa þá jeppaímynd, en erlendis er orðið cross country notað yfir torfæru- eða víðavangsakstur.

Hlálegast er eitt algengasta svar Íslendinga þegar þeir uppgötva að nýkeyptir bílar þeirra séu ekki með fjórhjóladrif: 

"Það gerir ekkert til; það halda allir að ég sé á jeppa."


mbl.is Hyundai frumsýnir jeppling á viðráðanlegu verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær hliðar á eldgosum; túristagos eða skaðvaldar.

Allt frá Heklugosinu 1970 hefur nýyrðið "túristagos" skotið upp kollinum við og við. Á undan því gosi hafði Surtseyjargosið lokkað marga erlenda ferðamenn til landsins, enda var þá nýgengin í garð áhrifamikil bylting í millilandasamgöngum; Vickers Viscount skrúfuþotur Flugfélags Íslands 1957 og enn stærri Canadair skrúfuþotr Loftleiða á sjöunda áratugnum.  

Enn stærri áfangi hófst 1967 með komu fyrstu íslensku farþegaþotunnar 2967. 

Hekla spjó ösku 1970 sem olli nokkrum búsifjum fyrir óheppna bændur, allt norður í Víðidal í  Húnavatnssýslu, en um miðsumar var gos úr gígumm í svonefndum Skjólkvíkum mjög aðgengilegt og þar mátti sjá svipaða sjón og blasað hefur við undanfarna mánuði við Fagradalsfjall. 

Heimaeyjargosið 1973 hristi rækilega upp í mönnum með öllu sínu mikla tjóni og harðrar baráttu heimamanna við vágest, sem enn hefur minnt á sig núna þegar verið er að gera áhpttumat fyrir Heimaey. 

Það blasir nefnilega við að Heimaey er einfaldlega langstærsta eyjan í þessum eldfjallaklasa, af því að hún er þungamiðjan í eldstöðvakerfi eyjanna og þar eru mestar líkur á gosi.

Þótt fyrirbærið "Pompei norðursins" sé notað sem aðdráttarefl fyrir erlenda og innlenda ferðammenn er rammasta alvara á bak við þetta heiti; ógn, sem enginn Íslendingur skyldi vanmeta. 

Jarðskjálftinn skammt suðvestur af Svartsengi og Bláa lóninu og jafnframt norðvestur af Grindavík hringir bjðllum, því að þegar farið er um þetta svæði blasa við gríðarlega verðmæt mannvirki á svæði, sem er orpið gígum og hraunum eftir eldgosahrinur fyrri alda, sem enduðu fyrir átta hundruð árum, en hafa nú tekið sig upp á ný. 

Gosin í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 settu Ísland og íslensku þjóðina á landakortið um allan heim vegna hinna miklu samgöngutruflana, sem höfðu bæði þráðbein og óbein áhrif á farþegaflug jarðarbúa. 

Það skóp mestu efnhagsuppsveiflu í sögu okkar er er jafnframt tákn um hina hliðina á íslenskum jarðeldum, sem til dæmis höfðu slæm áhrif ollu dauða milljóna manna í öllum heimshlutum í Móðuharðindunum 1783 og árin þar á eftir.  


mbl.is Skjálfti norðvestur af Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband