Jaðarflokkarnir fyrstir af stað og hvað gerist nú?

Þessa dagana má sjá hvernig tveir flokkar úti á jöðrum íslenskra og erlendra stjórnmála hafa þegar hafið markvissa kosningabaráttu og eru þar með með frumkvæðið í henni eins og er. 

Þetta eru Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn. 

Sósíalistarnir kenna sig við stefnu þar sem harðsnúnir valdhafar náðu meira en 70 ára valdaferli í stórum hluta Evrópu og viðar og  fékk að gera rosalega tilraun, sem mistókst hrapallega. 

Nú telja sósíalistarnir geta boðið fram eins konar manneskjulegan og lýðræðislegan sósíalisma eins og Ungverjalandi og Tékkó 1956 og 1968, en barinn var niður með hervaldi. 

Miðflokkurinn kennir sig að vísu við miðjuna en hefur nú farið fram með látum með stefnu, sem er óvenjulega langt úti á hægri kantinum. 

Minnir um margt á Trump, að setja allt á fullt hér á landi við að auka neyslu og framleiðslu sem allra mest á þeim tíma í heimssögunni, sem rányrkja og taumlaus græðgi stefnir auðlindum jarðar í þrot. 

"To make America great again" var slagorðið sem Trump notaði um svona stefnu og hann náði athyglinni og umtalinu og þar með frumkvæðinu vestra.  

Á auglýsingamynd frá Miðflokknum er birt mynd af einu af hverasvæðum Íslands ósnortnu og þess krafist að þegar í stað verði hafin stórsókn til að virkja jarðvarmann sundur og saman. 

Trump gekk aldrei svona langt, enda halda Bandaríkjmenn sig enn við þá 140 ára gömlu stefnu að Yellowstone sé "heilög jörð¨" þar sem aldrei verði svo mikið sem einn af 10 þúsund hverum snertur. 

Í ofanálag boðar Sigmundur Davíð þá stefnu, að hámarksneysla verði keyrð inn í allt hagkerfið, ekki síst flugið. 

Fróðlegt verður að sjá hverju kröftug byrjun jaðarflokkana tveggja muni skila þeim. 

Það hefur áður gerst að kraftmikil og einstrengingsleg þjóðernisstefna hafi skilað ákveðnu fylgi hér á landi og einnig í öðrum löndum og því mátti það vera fyrirsjáanlegt, því miður, að einhver flokkurinn hér myndi róa á þau mið. 

Og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og sjá viðbrögð annarra framboða við eins konar tangarsókn frá jöðrunun til hægri og vinstri. 


Þétta þarf net hleðslustöðvanna.

Þótt drægni rafbíla hafi vaxið undanfarin ár, blasir við, að fjölgun hleðslustöðva er eitt mikilvægasta atriðið í orkuskiptunum, því að séu stöðvarnar ekki nógu margar, er fjölgun rafbílanna farin að vinna á móti sér. 

Og enda þótt fjöldi hleðslustöðvanna einn og sér þyki mikilvægur, þarf líka að þétta netið þannig að ekki sé of langt á milli þeirra. 

Lengi vel var full langt á milli Borgarness og Staðarskála, um 90 kílómetrar, og líka á milli Varmahlíðar og Akureyrar, svo að dæmi sé tekið. 

Oft gleymist það þegar hleðslustöðvarnetið er skoðað, að yfirleitt er ekki hægt að komast upp í nema 80 prósenta hleðslu, því að hleðslan verður hægari í lokin. 

Undanfarin misseri hefur verið ákveðið hestaflakapphlaup eða rafhlöðukapphlaup í gangi, en rétt handan við hornið glyttir þó í bíla sem eru ódýrari en þessir ofurbílar, og má þar nefna Dacia Spring sem dæmi. 

Nefna má líka lika tveggja til þriggja manna rafbíla, sem verða með drægni upp á 100 til 130 kílómetra til þess að gefa færi á að selja ódýrari bíla en nú eru í boði. 


mbl.is ON opnar nýjar hleðslustöð við Baulu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Blásker liggur brotið...". "Innsog að vori..."

Svo lengi sem gerð verða ljóð og textar við íslensk lög verður hætta á því að rangt sé farið með sumt eða misskilningur um annað. 

Allar kynslóðir landsins sungu "Litlu fluguna" þegar hún varð á allra vörum sama kvöldið og hún var frumflutt í útvarpsþætti Péturs Péturssonar, sem hét "Sitt af hverju tagi."

Hins vegar vafðist eitt orð talsvert fyrir mörgum, einkum hjá ungviðinu, en það var upphafsorðið í þriðju ljóðlínu: "Bláskel liggur brotin milli hleina." 

Voru sungnar margar útgáfur af orðinu, oftast "blásker" sem var auðvitað gersamlega óskiljanlegt. 

Ungur sonur vörubílstjóra heyrði og skildi ekki alveg hvað sungið var í þriðju ljóðlínu lagsins, sem gekk undir heitinu "Hvað er svo glatt?" en hét raunar "Vísur Íslendinga."

Þvert á þá skilyrðislausu hrynjandi í íslensku, ekki hvað síst í ljóðum þjóðskálda, eru áherslurnar í ljóðinu  að fyllilega í samræmi við kröfuna um að áherslur í íslensku séu ævinlega á fyrata atkvæði hvers orð, en um leið og byrjað er að syngja lagið er þessi regla þverbrotin æ ofan í æ. 

Til dæmis er síðari hluti fyrsta vers ævinlega sungin svona: (áherslurnar feitletraðar)

 

"Einsog að vori laufi skrýðist lundur

lifnar og glæðist hugarkætin þá." 

 

Kornungur vörubílstjórasonurinn ruglaðist á fleiru en áherslunum í þessu erindi og söng hástöfum: "Innsog að vori..."


mbl.is Misskildustu íslensku lögin: „Við syngjum öll slefa og prumpa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband