Eins og marghöfða þurs, sem átti að eyða, en lifnar við.

Hryðjuverkahreyfingar öfgatrúar Íslamista líkjast marghöfða þurs, þar sem tvö höfuð vaxa fyrir hvert eitt sem af er hoggið. 

Svipað er að segja um aðsetur þessara hreyfinga. Síðuhafi stóð í 800 metra fjarlægð frá brautarstöð í Brussel vorið 2016 þar sem tugir voru drepnir í sjálfsmorðssprengingu. 

Sagan af glímu vestrænna ríkja við hryðjuverkahópunum hefur ekki verið uppörvandi og hernaðarleg og fjárhagsleg aðstoð á tímum hins svonefnda Arabiska vors leiddi til stofnunar Íslamska ríkisins sem setti allt á annan endan í Írak og Sýrlandi. 

Þar áður hafði innrásin í Írak 2003 á tilhæfulausum forsendum varðandi meint gereyðingarvopn í Írak búið til jarðveg, og í það heila hafa þjóðirnar í Túnis, Líbíu, S nærriýrlandi og Írak hvergi nærri jafnað sig, heldur skall yfir langstærsti flóttamannastraumur á þessum slóðum, sem olli stórvandræðum í Evrópu. 

Innrásin í Afganista og tuttugu ára hernaðaríhlutun vestrænna ríkja þar hafa valdið gríðarlegu eignatjóni og manntjóni, og í bláendann á snautlegri brottför vestræns herafla koma ný og hroðaleg hryðjuverk áður lítt þekktra hryðjuverkasamtaka eins og blaut tuska framan í NATO-þjóðirnar sem héldu að þær væru að uppræta hryðjuverkahópa í eitt skipti fyrir öll með innrásinni og tuttugu ára beitingu hervalds. 


mbl.is Hver eru Isis-K hryðjuverkasamtökin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir kenna húsum, dýrum og fuglum að telja?

Nokkur orð um orðalag blaðamanns í  viðtengdri frétt um byggingarleyfi fyrir hús í Reykjavík.

Svonefndar málvillur eru misjafnlega hvimleiðar eftir því hvort um hreina rökvillu og vitleysu er að ræða eða ekki, og í fréttinni er notað algerlega órökrétt orðalag. 

Í fréttinni er sagt frá því að nýtt hús í Reykjavík sé 677,6 fermetrar og hefði legið beint við að orða þetta bara beint á mannamáli í fréttinni: Húsið er 677,6 fermetrar. 

En í staðinn er sagt að húsið telji 677,6 fermetra. Orðalag sem þýðir samkvæmt orðanna hljóðan, að húsið hafi sjálft talið fermetrana innan sinna veggja.  

Af einhverjum ástæðum hefur áratugum saman verið æ ofan í æ verið notað alveg óskiljanlegt orðalag um svona lagað í fjölmiðlum, til dæmis fjölda manna, dýra og fugla, og sagt að fuglarnir og dýrin telji svo eða svo marga fugla eða dýr. 

Tökum dæmi:  

Íslenski þorskstofninn er milljón tonn.  

Auðskilið, einfalt og rökrétt. 

En í samræmi við hina ágengu og langvarandi áráttu í íslenskum fjölmiðlum verður þetta svona:

Íslenski þorskstofninn telur milljón tonn. 

Samkvæmt orðanna hljóðan þýðir þetta það, að íslenski þorskstofninn hafi tekið sig til og talið sig sjálfur. 

Og þá vaknar spurningin: Hvernig lærðu þorskarnir að telja?  Hver kenndi þorskunum að telja?


mbl.is Leyfi fyrir mosku á Suðurlandsbraut 76 samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja-Sjáland: Fjarlæg tilraunastofa.

Fjarlægðin frá helstu byggðum Nýja-Sjálandi til Ástralíu er álíka og frá Reykjavík til Danmerkur og tvöfalt lengri en frá Reykjavík til Færeyja. 

Þetta segir ekki allt um möguleikana á að halda landinu smitlausu miðað við aðstæðurnar hjá okkur miðað við næstu lönd, en kannski má að sumu leyti kynna sér ýmsar hliðar þess máls og líta á Nýsjálendinga sem fjarlæga tilraunastofu. 

Nýjustu fréttir herma, að varnirnar séu að byrja að veikjast, og því sambandi má minnast þess, að það tók svartadauða nokkra áratugi að berast til Íslands frá Evrópu, mest vegna þess, að verstu árin voru skipaferðir hingað ýmist felldar niður eða að drepsóttin lék skipshafnirnar svo illa, að ekki var hægt að sigla skipunum. 


mbl.is Verst gagnrýni á smitleysisstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiesta, Passat og fleiri gamlir vinir kveðja; nýir koma.

Við og við koma bylgjur í bílaframleiðslunni þegar fleiri gamlar og góðar tegundir kveðja en venjulega. 

Ein slík bylgja kom í í Bandírkjunum á árunum í kringum 1960, svo sem Packard, Studebaker, De Soto og Edsel, og var Studebaker elsta merkið, meira en aldar gamalt, því í meira en hálfa öld þess bessa framleiðanda voru hestvagnar framleiddir með þessu tegundarheiti. 

Hnignun Packard var hröð, úr því að vera "standard of the world" fyrir 1950 til þess að vera í dulargervi 1957 og 1958 og horfinn 1959. 

Nú stendur yfir mikil gerjun í bílaframleiðslunni með tilkomu rafbíla og tengiltvinnbíla og henni fylgir uppstokkun á þeirri flóru, sem í boði er.  

Sum tegundarheitin, sem voru vel heppnuð og seldust vel, verða jafnvel að lúta í gras. 

Bjallan, Fiat 126, Pontiac og Oldsmobile hurfu í kringum síðustu aldamót. 

Ford Fiesta heppnaðist svo vel 1976 að sú tegund var burðarás sölu Ford á litlum bílum í Evrópu í næstum 40 ár. 

Nú hefur verið ákveðið að slá þann bíl af.  

Tilraun Volkswagen til að framleiða nýja Bjöllu hefur sungið sitt síðasta. 

Passat var fyrsti framdrifni bíllinn, sem reið á vaðið sem heimahannaður framdrifsbíll 1972 með merki VW, og átti langan velgengnisferil, sem entist lengst og best á Bandaríkjamarkaði. 

Nú er sú saga öll á Bandaríkjamarkaði þótt bíllinn þrauki enn í Evrópu. 

"Ekkert stöðvar tímans þunga nið" er sungið í laginu "Sjá dagar koma" og það á svo sannarlega við í bílaframleiðslunni.  


mbl.is Passat kveður Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommúnistar sóttu á 1937 og fengu 8,4 prósent.

Kommúnistaflokkur Íslands var vaxandi í þingkosningum 1937, fékk 8,4 prósent og þrjá þingmenn. 

1938 sameinaðist flokkurinn hluta úr Alþýðuflokknum í Sósíalistaflokknum, en kommarnir höfðu tögl og haldir í þeim flokki alla hans tíð. 

Það er því ekki neitt nýtt að sósíalistaflokkur sé að krækja sér í fylgi hér á landi. 

Nú eru liðin 82 ár frá 1938 og nær enginn man því persónulega eftir sósíalistum og þeim, sem trúðu á þá stjórmálastefnu sem þá gkk undir því nafni. 

Hún var við lýði í Austur-Evrópu allt til falls Berlínrmúrsins og Sovétríkjanna 1989 og 1991. 

Á líftíma þessa valdakerfis voru gerðar uppreisnir gegn því í Austur-Þýskalandi 1953, Ungverjalandi 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og í Póllandi um 1980 af fólki, sem trúði því að hægt væri að framkvæma "manneskjulegan og lýðræðilegan sósíalisma". 

Allar voru þessar uppreisnir barðar niður miskunnarlaust með hervaldi. 

Í kosningabaráttunni framundan verður fróðlegt að bera saman stefnu sósíalista nú við stefnu og stjórnarhætti með sama nafni á rúmlega sjötíu ára tímabili á síðstu öld. 


mbl.is Óverulegar breytingar en sósíalistar sækja á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband