Eftirlíking að Víetnam?

Lýsingarnar á því hvernig í ljós kom, að Talibanar höfðu í langan tíma undirbúið vandlega valdatöku sína, leiða hugann að lokum Víetnamstríðsins þar sem Norður-Vietnamar tóku sér góðan tíma í að ráða atburðarásinni.  . 

Þegar Bandaríkjamenn höfðu smám saman neyðst til að fjölga hermönnum sínum upp í rúmlega hálfa milljón árið 1968, fórnaði Lyndon B. Johnson forseti höndum í sjónvarpinu og guggnaði á því að bjóða sig fram annað kjörtímabil. 

Richard Nixon lofaði því í kosningabaráttu sinni að leiða stríðið til lykta og notaði flest önnur ráð í bókinni önnur en beitingu kjarnorkuvopna til að ná því marki, meðal annars með því að varpa meira magni af sprengjum á Norður-Víetnam en samamlagt var varpað í Seinni heimsstyrjöldinni. 

Framhaldið í Víetnam er kunnuglegt þegar það er skoðað og borið saman við Afganistan. 

Langvinnar samningaviðræður sem samningamenn Norður-Víetnama og Bandaríkjanna fengið  Nóbelsverðlaun fyrir á sama tíma sem sigur Kananna varð æ fjarlægari. 

Loksins, 22 árum eftir að Frakkar töpuðu stríðinu, urðu endalok Víetnamstríðsins álíka snautleg og Afganistanstríðsins nú. Á þessum tíma voru fjórir Bandaríkjaforsetar við völd, rétt eins og að nú í lok stríðsins í Afganistan hafa verið fjórir forsetar við völd í Bandaríkjunum. 


mbl.is Hershöfðingjar vara við nýrri hryðjuverkaárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt lýðræði; 14 prósent atkvæða dauð? Nei.

Í góðu viðtali við Ólaf Harðarson prófessor á RÚV lýsti hann þeim mjög sterka möguleika, að þrjú framboð, sem samtals fengju allt að 12 prósentum atkvæða , fengju engan þingmann í stað þess að fá níu þingmenn. 

Þetta myndi gagnast þeim flokkum sem næðu inn níu þingmönnum gefins aukaleg og þar með gætu framboð með aðeins 44 prósent af heildaratkvæðunum myndað meirihlutasstjórn. 

Raunar gætu þessi "dauðu" atkvæði orðið fleiri, allt að 14 prósent. Viðbrögð viðmælenda Ólafs voru þau, að svona væri lýðræðið skemmtilegt. 

En ef betur er að gætt er það galli á lýðræðinu ef það býður upp á svona möguleika í formi  svonefnds þröskulds fyrir því að fá þingmann ef enginn kemst inn kjördæmakjörinn. 

Raunar er framboð með engan kjördæmakjörinn mann en 4,9 prósent atkvæða á landsvísu rænt þremur þingmönnum, sem það fengi ef talan væri 5,0 prósent. 

Á þeim árum sem þetta sem ákvæði var sett í kosningakafla stjórnarskrárinnar hafði svonefndur fjórflokkur verið einráður lengst af síðan 1942, og nýtti sér aðstöðu sina til þess að setja inn hæsta þröskuld Evrópu, fimm prósent á landsvísu, til þess að koma í veg fyrir að litlir flokkar nytu fylgis síns. 


mbl.is Nóg að gera í pólitíkinni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að vera rusl alls staðar þar sem menn eru? Og rottur?

Svo virðist að hvar sem menn eru á ferð, á hafinu, löndunum eða á lofti, safnist saman rusl. 

Í Kyrrahafi mun vera stór eyja úr plastrusli, sem er á stærð við Noreg. 

Plastrusl í formi örsmárra plastagna finnst orðið á stórum hlutum jarðarinnar og smýgur inn í líkama bæði manna og dýra, án þess að verjendur plastæðisins telji það neitt athugavert. 

Fyrir mörgum árum kom það upp að smám saman væru menn að fylla tómið umhverfis jörðina af geimrusli sem væri afleiðing af stanslausri dreifingu manna á hinum fjölbreytilegustu hlutum á sporbraut um jörðu. 

Í afar góðri heimildarmynd um spendýr jarðarinnar var þeirri spurningu varpað upp, hve dreifð þau væru. 

Niðurstaðan var sú að aðeins tvö spendýr fyndust í öllum kimum heimsins: Maðurinn og rottan.  


mbl.is Þess vegna fékk Stjörnu-Sævar sér ekki Teslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband