Vandinn vex og óvissan líka, meðal annars í stjórnmálum.

Íslenska heitið bólusetning dró nafn af veikinni, sem vaccination vann bug á í upphafi. Á eftir fylgdu sigrar við sjúkdómum, sem fram að því höfðu verið taldir óviðráðanlegir, svo sem mislingum og mænuveiki. 

Undralyfið penisilín sýndist liklegt að verða lokalausn á stríðinu við sýkingar. 

Þegar COVID-19 skall yfir heiminn var því eðlilegt að búist yrði við einföldum sigri yfir henni.  

En hvort tvegga reynist nú tálsýn að stórum hluta á öld harðnandi stríðs mannkyns við sýkla og veirur. 

Hingað til hefur stríðið við sykla og veirur ekki haft teljandi áhrif á stjórnmál heimsins en nú er líka hætta á því að þar verði líka breyting á. 

Við lifum á viðsjárverðum óvissutímum. 


mbl.is Óljóst hvernig útfæra á nýjar reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á frumbyggja í Kenía í Austur-Afríku rallinu.

Þegar tímabil Austur-Afríku rallsins hófst sem liður í Heimsmeistarkeppni í rallakstri vakti það athygli um allan heim þegar ungir og fífldjarfir frumbyggjar stunduðu sérsakta keppni út af fyrir sig, sem fólst í því að hópast inn á keppnisleiðirnar (sárleiðir með ótakmörkuðum hámarkshraða) og keppa í því hver forðaði sér síðastur út af leiðinni áður en aðvífandi keppnisbíll skylli á honum og steindræpi hann. 

Hið skondna og jafnframt dapurlegasta við þetta fyrirbæri var hver þróun þess var fyrir atbeina vestrænna fjölmiðla, sem áttu varla orð yfir þessum fáránlega fiflagangi hinna innfæddu, en fóru sjálfir að keppa um það hver næði bestu myndunum af hinu stórhættulega rugli. 

Nú er ekki fjarri því að hafin sé svipuð keppni hér á landi varðandi það, hver geti sýnt af sér mestan glannaskapinn og fífldirfskuna gagnvart hraunstorku, sem býr yfir lymskulegum  óútreiknanleika, sem getur verið lífshættulegur. 

Partur af því getur falist í því að öðlast fimm mínútna heimsfrægð ef illa fer, en þá vaknar spurningin hvort dulin keppni í því að ná sem bestri mynd af því, sé nokkuð betri en gerningurinn sjálfur.  


mbl.is Sátu á hrauninu og grilluðu sykurpúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband