Ýmsar nýjar fræðigreinar hafa skapað nýjar tegundir sérgreina í starfsstjórnun.

Á síðustu árum hafa komið til sögu alls kyns nýjar tegundir af fræðigreinum og tæknistörfum, sem virðast geta komið að notum hjá stofnunum og fyrirtækjum, einkum hinum stærri og flóknri. 

Þarna er til dæmis um að ræða fjölbreytar sérgreinar á sviði stærðfræði, hagfræði og verkfræði, sem til dæmis snerta stjórn mannauðs og hagræðingu hans á heilbrigðissviðinu og sviði íþrótta, svo að eitthvað sé nefnt. 

Sérþekking á verkfræði í sambandi við þetta stóra svið má nýta á margan há

Vegna meira en hálfrar aldar smásmugulegs áhuga síðuhafa á bílaframleiðslu rakst hann fljótlega á sérstæða fræðigrein varðandi það hönnunarsvið sem nefnist ergonomi á erlendu máli. 

Þau fræði snerta meðal annars helstu staðreyndir varðandi þá nýtingu rýmis inni í bílum, sem nýtist best til þæginda fyrir bílstjórana og farþegana. 

Til dæmis eru stærðarhlutföll mannlíkamans háð ákveðnum lögmálum, svo sem mjaðmabreidd, axlabreidd, fótalengd, handleggjalengd og búklengd. 

Í langferðum er eitt atriði, sem virðist smátt, afar mikilvægt, en það er að í aftursæti styðji setan nægilega undir lærin.  

Þetta atriði sætir nú mikilli vanrækslu í mörgum nýjustu bílunum, svo sem í nýjustu rafbílunum, þar sem krafan um hækkað gólf er hörð vegna rýmis fyrir rafhlöðurnar undir gólfinu. 

Eitt lítið atriði, sem vakti athygli fyrir um 40 árum, var þegar BMW byrjaði að hanna mælaborðin þannig, að þeim hluta þess þar sem útvarpið var nálægt miðjunni, var snúið svolítið á ská í átt að ökumenni, þannig að það lægi sem best fyrir honum að stjórna því. DSC09703

Þetta breyttist síðan aftur til baka; kannski vegna þess að ef tveir voru frammi í, kom það oft í hlut farþegans að sýsla við útvarpið, og þá kom það sér ekki vel fyrir hann að sjá frekar illa til ef það sneri í áttina frá honum. 

Um daginn gafst kostur á að skoða einn af nýjustu og flottustu lúxusjeppunum, 12 til 13 milljóna króna græju. 

Þá vakti það undrun að sjá hve herfilega illa aftursætið var hannað með tilliti til þess að  sæmilega þægilegt væri að sitja í þvi; því að setan var alltof lág og flöt. DSC09705

Fyrir nokkrum dögum settist ég hins vegar upp í aftursæti á nokkurra ára gömlum Daihatsu Cuore, í einhvern stysta og mjósta bíl, sem fluttur hefur verið til landsins, enda í svonefndum "kei" flokki japanskra bíla. 

Að sitja aftur í þessum bíl með framsætið nægilega aftarlega til að veita framsætisfarþega fullkomin þægindi, bauð upp á meiri þægindi og rými en fæst jafnvel í dýrum og stórum bílum, hreint konungleg þægindi. 


mbl.is Starfsfólk LSH taki of mörg skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband