Setið uppi með ranga ákvörðun í upphafi.

Undanfarin ár hafa þær raddir orðið áberandi sem krefjast þess að gerð verði göng frá Siglufirði yfir í Fljót til þess að stytta leiðina frá Siglufirði yfir til Skagafjarðar og þar með leiðina til Reykjavíkur og þess hluta landsins, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar býr. 

Meira að segja bregður fyrir kröfum aftur í tímann um að gera þessi göng, að þau hefðu átt að koma á sama tíma og jafnvel á undan Héðinsfjarðargöngunum. 

En það er ansi seint í rassinn gripið og úr því að menn vildu endilega leiðina um Eyjafjörð suður er hætt við að setið verði uppi með ranga ákvörðun í byrjun. 

Enda er vegarbót milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur orðin mjög brýn. 

Heyra má sömu menn halda þessu fram um göngin milli Siglufjarðar og Fljóta og á sínum tíma máttu ekki heyra neitt annað nefnt en Héðinsfjarðrgöngin og vildu ekki sjá þá lausn, sem hefði falist í svonefndum Fljótagöngum. 

Til þess að reikna þau út af borðinu var gert ráð fyrir að þau næðu langt niður undir sjávarmál í hæð gangamunnans Fljótamegin. 

Fljótagöngin svonefndu hefðu strax í upphafi opnað trygga hringleið um Tröllaskaga, og í heildina tekið hefði ávinningurinn af styttingu leiðarinnar frá Siglufirði vestur um til Skagafjarðar og suður verið mun meiri en þeir tiltölulegu fáu kílómetrar sem var styttra þá leiðina til Ólafsfjarðar heldur en um Fljótagöng.  


mbl.is Hefði getað farið mjög illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegt að telja andóf gegn tekjuskerðingargildru aldraðra þjófnað frá ríkum.H

Að undanförnu hefur verið umræða um það í kosningabaráttunni, hvernig eitthvert útsmognasta skattakerfi heims beinist að því að halda öldruðum í fátæktargildru á Íslandi.´

Framboðin hafa því sett umbætur í þessum efnum í stefnu sína, líka flokkur fjármálaráðherra sem lofar breytingu á þessu í áberandi sjónvarpsauglýsingum; að lagfæra þetta. 

Þá bregður svo við að á víðlesinni bloggsíðu er þvi haldið fram, að slík lagfæring jafngildi því að aldraðir og öryrkjar vilji stela frá hinum ríku; þetta sé "vasaþjófnaður vinstri manna," og er hnykkt á þessari skoðun með því að fullyrða að gamla fólkið sé aumingjar, sem vilji vera aumingjar sem ekki nenni að vinna, og að flokkar, sem vilji auka eitthvað skattheimtu á allra ríkustu skattgreiðendurnar, vilji framleiða sem flesta aumingja!

 


mbl.is Stöðva þarf auðsöfnun fárra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbrögðin stundum langt umfram tilefni.

Það er ekki aðeins fólk erlendis, sem æsir sig langt umfram tilefni út af fréttum frá íslenskum eldstöðvum.  

Eitt besta dæmið var þegar hálendinu norðaustan Vatnajökuls var lokað af yfirvöldum síðsumars 2014 vegna meintrar hættu á hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum, sem gæti klifrað upp mörg hundruð metra háa fjallgarða! 

Ekki þurfti annað en að líta á kort til að sjá, að þessi fjöll og fjallgarðar voru algerlega ókleyfir fyrir ána, jafnvel þótt um hamfarahlaup væri að ræða. 

Lokunin gilti í meira en mánuð, einmitt þann tíma sem veðurblíða var einstök á svæðinu og ferðamenn hefðu notið þess best. 

Fyrst svipað getur gerst æði oft af völdum Íslendinga, er ekki að undra að útlendingar geti ruglast í ríminu.  


mbl.is Eldgosaæfing í Öskju veldur æsingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband