"Munich" heitir reyndar Munchen. Hvað næst? "Turin" í staðinn fyrir Torino?

Daður margra og snobb hér á landi fyrir hinni heilögu ensku tungu er stanslaust og birtist í fjölbreytilegustu myndum, til dæmis í dag í frétt um rafbílaframleiðslu Smart bílaframleiðandans.  

Það er orðin lenska í tali um íþróttir að tala um að hitt og þetta sé á þessu og þessu leveli og á þeim vettvangi og í tali um veður er orðið stig að hverfa og víkja fyrir levellum og gráðum. 

Margt fjölmiðlafólki virðist telja sig knúið til að þýða nöfn borga í löndum, þar sem enska er ekki þjóðtunga, yfir á ensku og tala um Munich, Cologne og Turin í stað nafnanna Munchen, Köln og Torino. 

Í dag er það Munich sem kynnt sem borg þar sem bílasýning er haldin árlega. 

Maður þarf kannski að búa sig undir að Reykjavík og Hafnarfjörður verði nefnd Steam inlet og Harbour fjord. 


mbl.is Smart kynnir nýjan bíl og hefur samstarf á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónvarpstæki geta víst líka sprungið.

"Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni." Þannig hafa margar fréttir hljóðað síðan rafmagnið hélt innreið sína í líf nútímafólks. 

Þegar sjónvarpstæki fóru að verða á hverju heimili kom að því að þau tækju upp á því að springa og valda brunatjóni.  

Líklegt er að hver þau ný tæki, sem ganga fyrir rafmagni eða eldfimu efni, geti valdið bruna. 

Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu marg ítrekar að hægt sé að minnka brunahættuna verulega af rafknúnum hlutum með því að hafa öll tengitæki í fullkomnu lagi og huga vel að því þegar þau eru í sambandi séu þau á skásta staðnum, sem til þess finnst. 

Við það má bæta, að þegar verið er að hlaða tækin, sé það ekki látið taka meiri tíma en gefið er upp að nægi, og að þau séu helst ekki inni í íbúðum og helst í sjónfæri við fólk. 


mbl.is Varhugavert að hlaða rafmagnshlaupahjól í íbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalkunnug skekkja og misvægi orðin föst.

Núverandi kjöördæma- og kosningafyrirkomulag hefur ekki ráðið við það hlutverk, sem því var ætlað, að tryggja jöfnuð í atkvæðavægi á milli flokka. 

Hæsti þröskuldur í Evrópu er sannkallaður ranglætisþröskuldur þar sem heilu framboðið detta inn og út af þingi vegna örsveiflna. 

Það er arfa óréttlátt að kjósandi sem býr við gangaenda Hvalfjarðarganga hafi hátt í þrisvar sinnum meira vægi atkvæðis en kjósandi, sem býr á Völlunum sunnan Hafnarfjarlægð í álíka akstursfjarlægð frá Austurvelli. 

Það er þar að auki ekki boðlegt að sú staða geti komið upp að atkvæði fleiri kjósenda en nemur öllum kjósendum í Norðvesturkjördæmi detti "dauð" niður ef nokkur framboð, sem eru rétt neðan við 5 prósenta þröskuldinn, detta "dauð" niður. 


mbl.is Vinstri sveifla þegar vika er eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband